Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 13:43 Eyjólfur Ármannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Rúnar Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í gær að félagið hyggist hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan væri sérstaða flugvallarins, sem leiði til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. Bæjarstjórinn sleginn „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar.“ Sagði Bogi. Áform Icelandair hafa þegar vakið hörð viðbrögð. Til að mynda sagðist Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í hádegisfréttum Bylgjunnar, vera slegin vegna málsins. Málið rætt í ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði þetta slæm tíðindi þegar hann ræddi við Berghildi Erlu Berharðsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann hafi tekið málið upp á ríkisstjórnarfundinum og skilaboðin hafi verið skýr. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í. Hvernig módelið verður eða hvernig það verður gert, það á eftir að koma í ljós. Ég hef óskað eftir fundi með forstjóra Icelandair til að ræða þetta mál.“ Grundvallaratriði fyrir Vestfirði Eyjólfur bendir í þessu samhengi á að ríkið styrki flug á aðra áfangastaði en farþegafjöldi sem þar um ræðir sé miklu, miklu minni en á Ísafjarðarleiðinni. 30 til 35 þúsund manns fljúgi þá leið „Þetta er algjört grundvallaratriði fyrir Vestfirðinga og Ísfirðinga, að þessi leið sé flogin, Reykjavík - Ísafjörður.“ Opni mögulega fyrir minni flugfélög Eyjólfur segir bæði rekstrarlegar og landfræðilegar ástæður liggi að baki ákvörðun Icelandair og skoða verði hvernig hægt sé að bregðast við. „Kannski opnast aðrir möguleikar fyrir annað flugfélag, að komast inn á þennan markað. Þá á aðra minni staði líka. Það á eftir að koma í ljós en það verður flogið í framtíðinni á flugleiðinni Reykjavík - Ísafjörður.“ Samgöngur Ísafjarðarbær Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í gær að félagið hyggist hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan væri sérstaða flugvallarins, sem leiði til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. Bæjarstjórinn sleginn „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar.“ Sagði Bogi. Áform Icelandair hafa þegar vakið hörð viðbrögð. Til að mynda sagðist Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í hádegisfréttum Bylgjunnar, vera slegin vegna málsins. Málið rætt í ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði þetta slæm tíðindi þegar hann ræddi við Berghildi Erlu Berharðsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann hafi tekið málið upp á ríkisstjórnarfundinum og skilaboðin hafi verið skýr. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í. Hvernig módelið verður eða hvernig það verður gert, það á eftir að koma í ljós. Ég hef óskað eftir fundi með forstjóra Icelandair til að ræða þetta mál.“ Grundvallaratriði fyrir Vestfirði Eyjólfur bendir í þessu samhengi á að ríkið styrki flug á aðra áfangastaði en farþegafjöldi sem þar um ræðir sé miklu, miklu minni en á Ísafjarðarleiðinni. 30 til 35 þúsund manns fljúgi þá leið „Þetta er algjört grundvallaratriði fyrir Vestfirðinga og Ísfirðinga, að þessi leið sé flogin, Reykjavík - Ísafjörður.“ Opni mögulega fyrir minni flugfélög Eyjólfur segir bæði rekstrarlegar og landfræðilegar ástæður liggi að baki ákvörðun Icelandair og skoða verði hvernig hægt sé að bregðast við. „Kannski opnast aðrir möguleikar fyrir annað flugfélag, að komast inn á þennan markað. Þá á aðra minni staði líka. Það á eftir að koma í ljós en það verður flogið í framtíðinni á flugleiðinni Reykjavík - Ísafjörður.“
Samgöngur Ísafjarðarbær Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira