„Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 4. mars 2025 20:35 Hákon Hjartarson er þjálfari Hamars/Þórs liðsins en nýliðarnir unnu frábæran sigur í kvöld. Vísir/Anton Brink Hamar/Þór vann í kvöld mikilvægan sigur gegn Stjörnunni 72-78. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Hákon Hjartarson þjálfari liðsins var ánægður með frammistöðu sinna kvenna. „Það var bara frábært að koma hérna í Ásgarð að vinna þetta sterka og vel þjálfaða lið. Ég er bara mjög ánægður með stelpurnar mínar,“ sagði Hákon. Hamar/Þór var með yfirhöndina allan leikinn fram að lokakaflanum í fjórða leikhluta. Þá komu Stjörnu konur af fullum krafti og voru nálægt því að stela sigrinum. „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu og eitthvað svona. Undanfarnir tveir leikir hafa verið þannig, við töpum fyrir Aþenu þegar við erum fjórum stigum eftir og 30 sekúndur eftir. Við gerðum líka heiðarlega tilraun að klúðra Tindastóls leiknum um helgina. Þannig það fór auðvitað um mann. En þegar Abby setur þristinn þá róaðist maður aðeins,“ sagði Hákon. Abby Beeman átti algjöran stjörnuleik fyrir Hamar/Þór í kvöld þar sem hún setti 32 stig, 13 fráköst og var með 12 stoðsendingar. Gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir þetta lið. „Hún er bara sturlaður karakter líka, hún er að þjálfa hjá okkur og maður þarf stundum aðeins að klípa í hana til að athuga hvort hún sé lifandi. Manni finnst ekki renna í henni blóðið, eina skiptið sem hún verður reið, það er þegar hún tapar. Hún hatar ekkert meira en að tapa. Stelpurnar græða líka mikið á þessu, þær eru fá opnari skot af því það er verið að reyna að stoppa hana,“ sagði Hákon. Þrír úrslitaleikir eftir Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir fyrir Hamar/Þór, þar sem þær munu keppa í undanúrslitum bikarsins. Auk þess sem það er aðeins einn leikur eftir af deildarkeppni þar sem úrslitakeppnissæti er í húfi. „Við förum og gerum okkur klára fyrir undanúrslit í bikar, svo eigum við Grindavík í síðustu umferð. Það verður duga eða drepast leikur. Við erum komin með innbyrðis á Tindastól og Stjörnuna en erum jöfn þeim að stigum,“ sagði Hákon. Tveir gríðarlega mikilvægir leikir framundan en Hákon vill helst hafa þá þrjá. „Við eigum reyndar þrjá úrslitaleiki eftir áður en úrslitakeppnin byrjar. Það er ss. undanúrslit í bikar, úrslitin í bikar og svo einn úrslitaleikur í deildinni,“ sagði Hákon. Bónus-deild kvenna Hamar Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
„Það var bara frábært að koma hérna í Ásgarð að vinna þetta sterka og vel þjálfaða lið. Ég er bara mjög ánægður með stelpurnar mínar,“ sagði Hákon. Hamar/Þór var með yfirhöndina allan leikinn fram að lokakaflanum í fjórða leikhluta. Þá komu Stjörnu konur af fullum krafti og voru nálægt því að stela sigrinum. „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu og eitthvað svona. Undanfarnir tveir leikir hafa verið þannig, við töpum fyrir Aþenu þegar við erum fjórum stigum eftir og 30 sekúndur eftir. Við gerðum líka heiðarlega tilraun að klúðra Tindastóls leiknum um helgina. Þannig það fór auðvitað um mann. En þegar Abby setur þristinn þá róaðist maður aðeins,“ sagði Hákon. Abby Beeman átti algjöran stjörnuleik fyrir Hamar/Þór í kvöld þar sem hún setti 32 stig, 13 fráköst og var með 12 stoðsendingar. Gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir þetta lið. „Hún er bara sturlaður karakter líka, hún er að þjálfa hjá okkur og maður þarf stundum aðeins að klípa í hana til að athuga hvort hún sé lifandi. Manni finnst ekki renna í henni blóðið, eina skiptið sem hún verður reið, það er þegar hún tapar. Hún hatar ekkert meira en að tapa. Stelpurnar græða líka mikið á þessu, þær eru fá opnari skot af því það er verið að reyna að stoppa hana,“ sagði Hákon. Þrír úrslitaleikir eftir Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir fyrir Hamar/Þór, þar sem þær munu keppa í undanúrslitum bikarsins. Auk þess sem það er aðeins einn leikur eftir af deildarkeppni þar sem úrslitakeppnissæti er í húfi. „Við förum og gerum okkur klára fyrir undanúrslit í bikar, svo eigum við Grindavík í síðustu umferð. Það verður duga eða drepast leikur. Við erum komin með innbyrðis á Tindastól og Stjörnuna en erum jöfn þeim að stigum,“ sagði Hákon. Tveir gríðarlega mikilvægir leikir framundan en Hákon vill helst hafa þá þrjá. „Við eigum reyndar þrjá úrslitaleiki eftir áður en úrslitakeppnin byrjar. Það er ss. undanúrslit í bikar, úrslitin í bikar og svo einn úrslitaleikur í deildinni,“ sagði Hákon.
Bónus-deild kvenna Hamar Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira