Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2025 08:18 Spaug í garð Donald Trump hefur kostað Goff starfið. Getty/Belinda Jiao Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu. Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler. Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð. „Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra. Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust. Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands. Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti. Nýja-Sjáland Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu. Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler. Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð. „Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra. Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust. Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands. Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti.
Nýja-Sjáland Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira