Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2025 22:56 Það hafa komið upp dæmi þar sem mjög ung börn finna nikótínpúða á leikvelli og stingi upp í sig. Vísir/Rakel Ósk Símtöl í eitrunarsímann eru að færast í aukana, meðal annars vegna nikótínpúða. Bæði gerist það að símtöl berist um ungbörn hafa komist í snertingu við púða, og um eldri einstaklinga sem verði fyrir nikótíneitrun, meðal annars vegna þess að þeir gleypi slíka púða í svefni. Helena Líndal, lyfjafræðingur og sérfræðingur í klíníkskri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans ræddi um þetta, og önnur vandamál sem berast eitrunarsímanum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er algengast að verið sé að hringja út af litlum börnum sem hafa komist í einhver hreinsiefni á heimilinu, uppþvottavélatöflu, eða þvottaefni, eða klósetthreinsiefni. Það er alltaf hætta þegar verið er að þrífa heimili. Það þarf alltaf að passa að líta ekki af litlu börnunum.“ Að sögn Helenu þarf að grípa til mjög mismunandi aðgerða eftir atvikum. Þess vegna sé mikilvægt að hringt sé í eitrunarsímann svo fólk geti fengið ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þurfi ekki að grípa til mikilla aðgerða en svo þurfi stundum að leggja börn inn á gjörgæslu. Líkt og áður segir er hluti símtalanna vegna nikótínpúða, en Helena segir að það endurspegli tíðarandann. Fyrir fimmtán árum hafi oftar verið hringt vegna sígaretta. „Fólk er að henda þessu út um allt. Við höfum fengið símtöl þar sem börn undir eins árs hafi verið að leika sér á róló og fundið svona og sett upp í sig. Svo er fólk ekki að ganga vel frá þessu á heimilunum. Það er jafnvel að henda þessu stöku í ruslafötu. Krakkarnir fara svo ofan í ruslafötuna og sækja. Eða þau sækja jafnvel dollu. Það eru nokkuð mörg símtöl þar sem barn hefur bara setið í stofunni með fullt af púðum í kringum sig.“ Hver er fyrsta hjálpin ef mann grunar þetta? „Þá á að hringja í okkur. Við erum með ákveðna prótókóla sem við förum eftir. Það fer eftir aldri barnsins, þyngd þess og hvaða efni þetta er, sígaretta, púði eða eitthvað annað. Við metum hvort barnið þurfi að fara á bráðamóttökuna, eða hvort það sé hægt að fylgjast með því heima. Og þá látum við fólk vita hvaða einkennum á að fylgjast með.“ Í alvarlegustu tilfellunum þar sem púðar eiga í hlut, hversu alvarlegt getur það orðið? „Þetta getur verið lífshættulegt. Það gæti þurft að senda barnið á bráðamóttöku barna og setja það í algjöra gjörgæslu. Þar sem þarf að fylgjast með öllum lífsmörkum. Það getur fengið krampa og orðið rosalega veikt. Í verstu tilfellum, sem betur fer hefur það ekki enn gerst á Íslandi, þá veldur nikótín dauða.“ Þetta er þó ekki bara vandamál hjá ungum börnum, heldur verða fullorðnir líka fyrir nikótíneitrunum. „Við erum að fá símtöl frá fólki sem sofnaði með púða uppi í sér, og kyngdi í svefni.“ Börn og uppeldi Nikótínpúðar Heilbrigðismál Slysavarnir Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Helena Líndal, lyfjafræðingur og sérfræðingur í klíníkskri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans ræddi um þetta, og önnur vandamál sem berast eitrunarsímanum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er algengast að verið sé að hringja út af litlum börnum sem hafa komist í einhver hreinsiefni á heimilinu, uppþvottavélatöflu, eða þvottaefni, eða klósetthreinsiefni. Það er alltaf hætta þegar verið er að þrífa heimili. Það þarf alltaf að passa að líta ekki af litlu börnunum.“ Að sögn Helenu þarf að grípa til mjög mismunandi aðgerða eftir atvikum. Þess vegna sé mikilvægt að hringt sé í eitrunarsímann svo fólk geti fengið ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þurfi ekki að grípa til mikilla aðgerða en svo þurfi stundum að leggja börn inn á gjörgæslu. Líkt og áður segir er hluti símtalanna vegna nikótínpúða, en Helena segir að það endurspegli tíðarandann. Fyrir fimmtán árum hafi oftar verið hringt vegna sígaretta. „Fólk er að henda þessu út um allt. Við höfum fengið símtöl þar sem börn undir eins árs hafi verið að leika sér á róló og fundið svona og sett upp í sig. Svo er fólk ekki að ganga vel frá þessu á heimilunum. Það er jafnvel að henda þessu stöku í ruslafötu. Krakkarnir fara svo ofan í ruslafötuna og sækja. Eða þau sækja jafnvel dollu. Það eru nokkuð mörg símtöl þar sem barn hefur bara setið í stofunni með fullt af púðum í kringum sig.“ Hver er fyrsta hjálpin ef mann grunar þetta? „Þá á að hringja í okkur. Við erum með ákveðna prótókóla sem við förum eftir. Það fer eftir aldri barnsins, þyngd þess og hvaða efni þetta er, sígaretta, púði eða eitthvað annað. Við metum hvort barnið þurfi að fara á bráðamóttökuna, eða hvort það sé hægt að fylgjast með því heima. Og þá látum við fólk vita hvaða einkennum á að fylgjast með.“ Í alvarlegustu tilfellunum þar sem púðar eiga í hlut, hversu alvarlegt getur það orðið? „Þetta getur verið lífshættulegt. Það gæti þurft að senda barnið á bráðamóttöku barna og setja það í algjöra gjörgæslu. Þar sem þarf að fylgjast með öllum lífsmörkum. Það getur fengið krampa og orðið rosalega veikt. Í verstu tilfellum, sem betur fer hefur það ekki enn gerst á Íslandi, þá veldur nikótín dauða.“ Þetta er þó ekki bara vandamál hjá ungum börnum, heldur verða fullorðnir líka fyrir nikótíneitrunum. „Við erum að fá símtöl frá fólki sem sofnaði með púða uppi í sér, og kyngdi í svefni.“
Börn og uppeldi Nikótínpúðar Heilbrigðismál Slysavarnir Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira