Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2025 20:06 Svavar G. Jónsson myndavélasafnari með meiru í Hafnarfirði á ótrúlega flott safn af myndavélum, sem eru til sýnis í sérstökum skápum á veitingastaðnum hans í Hafnarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem fólki dettur í hug þegar kemur að því að safna hlutum en gott dæmi um það er Hafnfirðingur, sem á vel yfir fimm hundruð filmu ljósmyndavélar. Elsta vélin er frá 1896 en uppáhalds myndavél safnarans er sú, sem hann fékk í fermingargjöf þegar hann var þrettán ára gamall. Á veitingastaðnum Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði, sem Svavar G. Jónsson á og rekur er hann með allar myndavélarnar sínar til sýnis í skápum en hann setti sýninguna upp á Safnanótt í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Það sem meira er, Svavar er með sérstaka möppu þar sem hægt er að lesa sig til hverja einustu myndavél, sem hann á. En hvað eru myndavélarnar margar? „525 stykki, þær voru 523 þegar ég opnaði sýninguna en svo bættust tvær við. Fólk er að koma með vélar til mín. Ég segi að þetta sé öldrunarstofnun fyrir myndavélar,” segir Svavar hlæjandi. Hvaðan hefur þú fengið allar þessar myndavélar? „Kúninn hefur verið ansi duglegur að hjálpa mér við þetta. Ég hef náttúrulega keypt eitthvað en byrjaði snemma að safna eða 13 ára gamall,” segir hann. Svavar segist hafa tekið myndir af öllu mögulegu í gegnum árin en hann missti svolítið áhugann þegar digital myndavélarnar komu á markað en hann tekur þó fram að enn sé verið að taka myndir á filmuvélar og það sé að aukast ef eitthvað er. Eigum við að halda upp á svona gamla muni eða hvað? „Já, ekki spurning, þetta er reyndar ekki það eina, sem ég safna af gömlu en þetta er mitt aðalsafn, aðaláhugamálið”, segir Svavar. Uppáhalds myndavél Svavar er vél, sem hann keypti þegar hann var 13 ára gamall. Vélin er í fullkomnu lagi og stefni Svavar á að vera duglegur að taka myndir á hana í sumar. Svo er önnu vél í miklu uppáhaldi hjá honum en sú vél er frá 1896, mjög sjaldgæf vél. Hér er Svavar að smella mynd á uppáhalds myndavélina sína, sem hann keypti 13 ára gamall.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svavar segist þiggja fleiri gamlar myndavélar ef einhverjir eiga í skúffunni eða geymslunni hjá sér en þá er best að koma með þær á Ban Kúnn veitingastaðinn hans á Völlunum í Hafnarfirði, sem er í sama húsnæði og Bónus. Allar myndavélarnar eru til sýnis á veitingastað Svavars í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Söfn Ljósmyndun Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Á veitingastaðnum Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði, sem Svavar G. Jónsson á og rekur er hann með allar myndavélarnar sínar til sýnis í skápum en hann setti sýninguna upp á Safnanótt í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Það sem meira er, Svavar er með sérstaka möppu þar sem hægt er að lesa sig til hverja einustu myndavél, sem hann á. En hvað eru myndavélarnar margar? „525 stykki, þær voru 523 þegar ég opnaði sýninguna en svo bættust tvær við. Fólk er að koma með vélar til mín. Ég segi að þetta sé öldrunarstofnun fyrir myndavélar,” segir Svavar hlæjandi. Hvaðan hefur þú fengið allar þessar myndavélar? „Kúninn hefur verið ansi duglegur að hjálpa mér við þetta. Ég hef náttúrulega keypt eitthvað en byrjaði snemma að safna eða 13 ára gamall,” segir hann. Svavar segist hafa tekið myndir af öllu mögulegu í gegnum árin en hann missti svolítið áhugann þegar digital myndavélarnar komu á markað en hann tekur þó fram að enn sé verið að taka myndir á filmuvélar og það sé að aukast ef eitthvað er. Eigum við að halda upp á svona gamla muni eða hvað? „Já, ekki spurning, þetta er reyndar ekki það eina, sem ég safna af gömlu en þetta er mitt aðalsafn, aðaláhugamálið”, segir Svavar. Uppáhalds myndavél Svavar er vél, sem hann keypti þegar hann var 13 ára gamall. Vélin er í fullkomnu lagi og stefni Svavar á að vera duglegur að taka myndir á hana í sumar. Svo er önnu vél í miklu uppáhaldi hjá honum en sú vél er frá 1896, mjög sjaldgæf vél. Hér er Svavar að smella mynd á uppáhalds myndavélina sína, sem hann keypti 13 ára gamall.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svavar segist þiggja fleiri gamlar myndavélar ef einhverjir eiga í skúffunni eða geymslunni hjá sér en þá er best að koma með þær á Ban Kúnn veitingastaðinn hans á Völlunum í Hafnarfirði, sem er í sama húsnæði og Bónus. Allar myndavélarnar eru til sýnis á veitingastað Svavars í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Söfn Ljósmyndun Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira