„Við erum of mistækir“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 9. mars 2025 21:01 Mistökin fóru í Gunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var svekktur með tap sinna manna í Aftureldingu þegar liðið sótti Íslandsmeistara FH heim í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann segir sína menn einfaldlega hafa verið of mistæka. „Þetta var frábær fyrri hálfleikur, og auðvitað var mikið áfall að missa Þorvald eftir fimm mínútur. Engu að síður náum við góðum fyrri hálfleik, náum massífri vörn og gerum fá mistök. Sóknarleikurinn var líka góður, heildarbragurinn var bara góður. Ánægður að vera fyrir með einu marki í hálfleik. Svo er það bara seinni hálfleikurinn sem svíður.“ „Þessir feilar sem við gerum sóknarlega, við fáum mörg auðveld mörk í bakið þar sem við bara gefum færi á okkur. Það gerir þetta erfitt, svo erum við líka í miklum vandræðum með varnarleikinn í seinni. Ákveðnir hlutir sem við vorum lengi að leysa. Við fáum full auðveld mörk á okkur, og náum ekki sömu vörn og í fyrri hálfleik. Hvort sem það er orkuleysi eða hvað? Munurinn á þessum liðum er að FH eru bara massífari en við og gera færri mistök. Við erum of mistækir.“ Gunnar fórnar höndum.Vísir/Hulda Margrét FH skoraði mikið af mörkum í seinni hálfleik af línunni en varnarleikur Aftureldingar var oft ekki góður í þeim mörkum. „Þeir skora þarna fjögur í röð þar sem hann fer á vinstri bakvörðinn okkar og rykkir undir. Við bara náum ekki að bregðast við því, við reynum að skipta um mann og að leysa þetta, sem við gerum á endanum, en þá eru þeir búnir að skora fjögur-fimm mörk á okkur. Þegar við lokum á það, kemur Garðar einn á einn og við missum hann allt of auðveldlega inn. Þetta bara hélt ekki vatni í seinni hálfleik og við gerum of mikið af mistökum.“ Gunnar hefur tilkynnt að hann mun ekki halda áfram með Aftureldingu eftir þetta tímabil en það er Stefán Árnason sem mun taka við liðinu. „Ákvörðunin var tekin í byrjun Janúar, þá tilkynnti ég félaginu það. Félagið vildi bara taka sér tíma og tilkynna þetta um leið og þeir myndu tilkynna nýjan þjálfara. Þannig það hefur engin áhrif á okkur og það eru allir búnir að vita þetta nánast í tvo mánuði. Þannig það hafði engin áhrif í dag. Félagið bara tók sinn tíma í að finna eftirmann,“ sagði Gunnar að lokum. Gunnar í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
„Þetta var frábær fyrri hálfleikur, og auðvitað var mikið áfall að missa Þorvald eftir fimm mínútur. Engu að síður náum við góðum fyrri hálfleik, náum massífri vörn og gerum fá mistök. Sóknarleikurinn var líka góður, heildarbragurinn var bara góður. Ánægður að vera fyrir með einu marki í hálfleik. Svo er það bara seinni hálfleikurinn sem svíður.“ „Þessir feilar sem við gerum sóknarlega, við fáum mörg auðveld mörk í bakið þar sem við bara gefum færi á okkur. Það gerir þetta erfitt, svo erum við líka í miklum vandræðum með varnarleikinn í seinni. Ákveðnir hlutir sem við vorum lengi að leysa. Við fáum full auðveld mörk á okkur, og náum ekki sömu vörn og í fyrri hálfleik. Hvort sem það er orkuleysi eða hvað? Munurinn á þessum liðum er að FH eru bara massífari en við og gera færri mistök. Við erum of mistækir.“ Gunnar fórnar höndum.Vísir/Hulda Margrét FH skoraði mikið af mörkum í seinni hálfleik af línunni en varnarleikur Aftureldingar var oft ekki góður í þeim mörkum. „Þeir skora þarna fjögur í röð þar sem hann fer á vinstri bakvörðinn okkar og rykkir undir. Við bara náum ekki að bregðast við því, við reynum að skipta um mann og að leysa þetta, sem við gerum á endanum, en þá eru þeir búnir að skora fjögur-fimm mörk á okkur. Þegar við lokum á það, kemur Garðar einn á einn og við missum hann allt of auðveldlega inn. Þetta bara hélt ekki vatni í seinni hálfleik og við gerum of mikið af mistökum.“ Gunnar hefur tilkynnt að hann mun ekki halda áfram með Aftureldingu eftir þetta tímabil en það er Stefán Árnason sem mun taka við liðinu. „Ákvörðunin var tekin í byrjun Janúar, þá tilkynnti ég félaginu það. Félagið vildi bara taka sér tíma og tilkynna þetta um leið og þeir myndu tilkynna nýjan þjálfara. Þannig það hefur engin áhrif á okkur og það eru allir búnir að vita þetta nánast í tvo mánuði. Þannig það hafði engin áhrif í dag. Félagið bara tók sinn tíma í að finna eftirmann,“ sagði Gunnar að lokum. Gunnar í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira