„Þetta er bara klúður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 09:05 Vilhjálmur segir málið eitt allsherjarklúður. Vísir „Ég var alltaf svolítið fastur í þessu, því ég sá þetta ekki geta gengið upp,“ segir Vilhjálmur Arason, heimilislæknir og sérfræðingur í bráðalækningum, um þá staðreynd að ekki er gert ráð fyrir þyrlupalli á Nýja Landspítala. Vilhjálmur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist hafa verið að starfa á bráðamóttökunni í Fossvogi þegar sjúkraflutningar með þyrlum hófust upp úr 1980. Um hafi verið að ræða byltingu; það hafi aðeins tekið nokkrar mínútur að flytja fólk úr þyrlunni og inn á stofu. Þegar fyrir lá að byggja ætti nýjan spítala hafi menn fljótt farið að gera athugasemdir hvað varðaði þyrluflugið, bæði læknar og samtökin Betri spítali á betri stað, sem Vilhjálmur tilheyrði. Samtökin gerðu ýmsar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda en að sögn Vilhjálms var hann ekki síst uggandi vegna þyrluflugsins. „Spítalahópurinn“ hafi látið hanna þyrlupall á 5. hæð rannsóknarhússins en aðeins hafi verið gert ráð fyrir fjórum til tíu lendingum á ári, sem sé í engum takti við raunveruleikan. Þá hafi ekki verið tekið tillit til aðflugs þyrlanna, sem séu stórar og miklar. „Ég er að vinna mikið úti á landi og verð stundum að kalla til þyrlu þar sem eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður,“ segir Vilhjálmur. Þyrluflugið sé mikilvægt og stór þáttur í sjúkraflutningum, ekki síst eftir að margir flugvellir hafi verið lagðir niður. Aðspurður um hugmyndir um þyrlupall í Nauthólsvík eða 35 metra háan turn við Nýja Landspítalann segir Vilhjálmur: „Þetta yrði aldrei boðlegt. Þetta er bara klúður.“ Lausnin hefði falist í opnum aðflugsleiðum, sem nú væri búið að loka með uppbyggingu. „Það er búið að loka öllum möguleikum því það er búið að byggja kraga í kringum spítalann,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að ég sé ekki hvernig sjúkraþyrluflug á að geta gengið á þessu svæði.“ Bæði aðstandendur verkefnisins og stjórnvöld hafi blásið á áhyggjur í meira en áratug og nú sé staðan sú að verið sé að byggja hátæknisjúkrahús fyrir mörg hundruð milljarða, sem geti ekki tekið almennilega á móti bráðveikum sjúklingum. „Því svo eru það sjúkrabílarnir, með heftan aðgang hérna í gegnum borgina. Og þetta er eitthvað sem á að vera tilbúið eftir 20 til 30 ár, með Borgarlínu.“ Nefnd um nýjan spítala hafi lagt upp með það í kringum 2008 að það þyrfti að vera búið að greiða úr umferðarmálum og útfæra sjúkraþyrluflugið áður en ráðist yrði í framkvæmdir. „Þetta voru megin forsendur fyrir staðarvalinu,“ segir Vilhjálmur en hvorugt málið hafi verið leyst. Vilhjálmur segir málið hafa verið „keyrt áfram í blindni“ og sífellt fleiri skorður reistar með auknu byggingarmagni í kringum spítalann, sem upphaflega hafi átt að vera aukasvæði til að spítalinn gæti stækkað. Hann segir sjúkraflutningana strax munu verða mikið vandamál þegar Nýi Landspítalinn opnar. „Hver mínúta getur skipt máli. Og að þurfa ekki að þvæla sjúklingnum úr flugvél í sjúkrabíl og svo keyra og svo aftur... þetta er „crucial“. Og sérstaklega þegar við erum að hanna meðferðarsjúkrahús, aðalbráðamóttöku landsins, sem hefur ekki þetta aðgengi. Þetta er alveg með ólíkindum.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Bítið Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Vilhjálmur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist hafa verið að starfa á bráðamóttökunni í Fossvogi þegar sjúkraflutningar með þyrlum hófust upp úr 1980. Um hafi verið að ræða byltingu; það hafi aðeins tekið nokkrar mínútur að flytja fólk úr þyrlunni og inn á stofu. Þegar fyrir lá að byggja ætti nýjan spítala hafi menn fljótt farið að gera athugasemdir hvað varðaði þyrluflugið, bæði læknar og samtökin Betri spítali á betri stað, sem Vilhjálmur tilheyrði. Samtökin gerðu ýmsar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda en að sögn Vilhjálms var hann ekki síst uggandi vegna þyrluflugsins. „Spítalahópurinn“ hafi látið hanna þyrlupall á 5. hæð rannsóknarhússins en aðeins hafi verið gert ráð fyrir fjórum til tíu lendingum á ári, sem sé í engum takti við raunveruleikan. Þá hafi ekki verið tekið tillit til aðflugs þyrlanna, sem séu stórar og miklar. „Ég er að vinna mikið úti á landi og verð stundum að kalla til þyrlu þar sem eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður,“ segir Vilhjálmur. Þyrluflugið sé mikilvægt og stór þáttur í sjúkraflutningum, ekki síst eftir að margir flugvellir hafi verið lagðir niður. Aðspurður um hugmyndir um þyrlupall í Nauthólsvík eða 35 metra háan turn við Nýja Landspítalann segir Vilhjálmur: „Þetta yrði aldrei boðlegt. Þetta er bara klúður.“ Lausnin hefði falist í opnum aðflugsleiðum, sem nú væri búið að loka með uppbyggingu. „Það er búið að loka öllum möguleikum því það er búið að byggja kraga í kringum spítalann,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að ég sé ekki hvernig sjúkraþyrluflug á að geta gengið á þessu svæði.“ Bæði aðstandendur verkefnisins og stjórnvöld hafi blásið á áhyggjur í meira en áratug og nú sé staðan sú að verið sé að byggja hátæknisjúkrahús fyrir mörg hundruð milljarða, sem geti ekki tekið almennilega á móti bráðveikum sjúklingum. „Því svo eru það sjúkrabílarnir, með heftan aðgang hérna í gegnum borgina. Og þetta er eitthvað sem á að vera tilbúið eftir 20 til 30 ár, með Borgarlínu.“ Nefnd um nýjan spítala hafi lagt upp með það í kringum 2008 að það þyrfti að vera búið að greiða úr umferðarmálum og útfæra sjúkraþyrluflugið áður en ráðist yrði í framkvæmdir. „Þetta voru megin forsendur fyrir staðarvalinu,“ segir Vilhjálmur en hvorugt málið hafi verið leyst. Vilhjálmur segir málið hafa verið „keyrt áfram í blindni“ og sífellt fleiri skorður reistar með auknu byggingarmagni í kringum spítalann, sem upphaflega hafi átt að vera aukasvæði til að spítalinn gæti stækkað. Hann segir sjúkraflutningana strax munu verða mikið vandamál þegar Nýi Landspítalinn opnar. „Hver mínúta getur skipt máli. Og að þurfa ekki að þvæla sjúklingnum úr flugvél í sjúkrabíl og svo keyra og svo aftur... þetta er „crucial“. Og sérstaklega þegar við erum að hanna meðferðarsjúkrahús, aðalbráðamóttöku landsins, sem hefur ekki þetta aðgengi. Þetta er alveg með ólíkindum.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Bítið Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira