Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 09:30 Elín Rósa klárar vorið með Valskonum og heldur svo utan. Vísir/Bjarni „Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu. „Stuttu eftir EM hafa þau samband og þetta gerðist frekar fljótt eftir það,“ segir Elín um áhuga þýska liðsins. Hún segist ávallt hafa stefnt á atvinnumennsku en það sé þó snúið að yfirgefa lið Vals. „Já og nei. Maður stefndi alltaf að þessu. En samt er ótrúlega erfitt að fara úr búbblunni hérna í Val þar sem maður hefur verið í sex ár. Og að fara frá fjölskyldunni og svona. En það er mjög gott að hafa Andreu og Díönu þarna,“ segir Elín. Líkt og hún nefnir þá hittir hún hjá þýska liðinu þær Díönu Dögg Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen sem leika með henni í landsliðinu. Það hjálpi til þegar stórt stökk er tekið úr heimahögunum. Díana Dögg hefur verið Elínu innan handar í tengslum við skiptin.Vísir/EPA „Ég er búin að tala við þær báðar og fá allskonar svör við hinum ýmsu spurningum og góð ráð við hlutum sem maður sjálfur hugsaði ekkert endilega út í. Það verður mjög gott að hafa þær,“ „Ég náttúrulega kann ekki stakt orð í þýsku. Díana er sleip þar þannig að hún hefur hjálpað mjög mikið til við að þýða allskonar og það hefur komið sér mjög vel,“ Þú verður á Duolingo næstu mánuðina? „Já, ég er strax byrjuð,“ segir Elín og hlær. Klárar stakan áfanga samhliða atvinnumennskunni Elín Rósa hefur verið burðarás í liði Vals sem hefur raðað inn titlum undanfarin ár. Hún klárar megnið af sálfræðigráðu við HÍ í sumar og segir nú rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hugsaði þetta alveg líka fyrir síðasta tímabil. En þetta er ghóður tímapunktur varðandi námið mitt, sem ég er að klára. Líkamlega og andlega finnst mér ég meira tilbúin núna og finnst ég vera á þeim stað núna að taka næsta skref,“ segir Elín sem er á þriðja ári í sálfræði við Háskóla Íslands en mun eftir vorönnina eiga stakan áfanga eftir sem hún vonast til að klára í haust. „Ég mun eiga einn áfanga eftir. Það er smá vesen en vonandi reddast.“ Lært margt á Hlíðarenda Elín Rósa er 22 ára en hefur verið hjá Val frá árinu 2019. 16 ára gömul skipti hún þangað frá Fylki en segir að erfitt verði að kveðja Valskonur eftir góðan tíma þar. „Það er mjög erfitt. Þetta er orðið mjög mikið comfort zone. Síðustu sex ár hafa verið frábær. Ég hef fengið ótrúlega góð tækifæri og er þakklát fyrir það. Gústi [Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals] er búinn að vera öll þessi ár og hefur kennt mér ótrúlega margt og svo náttúrulega Dagur [Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari liðsins] líka og allir aðrir sem koma að þessu,“ segir Elín Vonast til að kveðja með Evróputitli Þrátt fyrir að skiptin í Bundesliguna liggi fyrir er nóg eftir af tímabilinu hér heima. Valskonur eru á toppi Olís-deildarinnar og komnar í undanúrslit EHF-bikarsins. Tap í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum sitja þó aðeins í Elínu. „Klárlega. Þetta var frekar súrt en það er nóg eftir. Við stefnum á að taka næstu titla. Það er tengt frammistöðunni þannig að við einblínum á frammistöðuna. Bara á næstu æfingu og næsta leik sem er alltaf það mikilvægasta,“ segir Elín. Klippa: Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Það væri ekki amalegt að kveðja með Íslandsmeistaratitli og hvað þá Evróputitli? „Nei, það væri ekki leiðinlegt. En maður tekur einn dag í einu, það er ekki hægt að fara fram úr sér,“ segir Elín. Viðtalið má sjá í heild í neðri spilaranum. Landslið kvenna í handbolta Valur Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Sjá meira
„Stuttu eftir EM hafa þau samband og þetta gerðist frekar fljótt eftir það,“ segir Elín um áhuga þýska liðsins. Hún segist ávallt hafa stefnt á atvinnumennsku en það sé þó snúið að yfirgefa lið Vals. „Já og nei. Maður stefndi alltaf að þessu. En samt er ótrúlega erfitt að fara úr búbblunni hérna í Val þar sem maður hefur verið í sex ár. Og að fara frá fjölskyldunni og svona. En það er mjög gott að hafa Andreu og Díönu þarna,“ segir Elín. Líkt og hún nefnir þá hittir hún hjá þýska liðinu þær Díönu Dögg Magnúsdóttur og Andreu Jacobsen sem leika með henni í landsliðinu. Það hjálpi til þegar stórt stökk er tekið úr heimahögunum. Díana Dögg hefur verið Elínu innan handar í tengslum við skiptin.Vísir/EPA „Ég er búin að tala við þær báðar og fá allskonar svör við hinum ýmsu spurningum og góð ráð við hlutum sem maður sjálfur hugsaði ekkert endilega út í. Það verður mjög gott að hafa þær,“ „Ég náttúrulega kann ekki stakt orð í þýsku. Díana er sleip þar þannig að hún hefur hjálpað mjög mikið til við að þýða allskonar og það hefur komið sér mjög vel,“ Þú verður á Duolingo næstu mánuðina? „Já, ég er strax byrjuð,“ segir Elín og hlær. Klárar stakan áfanga samhliða atvinnumennskunni Elín Rósa hefur verið burðarás í liði Vals sem hefur raðað inn titlum undanfarin ár. Hún klárar megnið af sálfræðigráðu við HÍ í sumar og segir nú rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hugsaði þetta alveg líka fyrir síðasta tímabil. En þetta er ghóður tímapunktur varðandi námið mitt, sem ég er að klára. Líkamlega og andlega finnst mér ég meira tilbúin núna og finnst ég vera á þeim stað núna að taka næsta skref,“ segir Elín sem er á þriðja ári í sálfræði við Háskóla Íslands en mun eftir vorönnina eiga stakan áfanga eftir sem hún vonast til að klára í haust. „Ég mun eiga einn áfanga eftir. Það er smá vesen en vonandi reddast.“ Lært margt á Hlíðarenda Elín Rósa er 22 ára en hefur verið hjá Val frá árinu 2019. 16 ára gömul skipti hún þangað frá Fylki en segir að erfitt verði að kveðja Valskonur eftir góðan tíma þar. „Það er mjög erfitt. Þetta er orðið mjög mikið comfort zone. Síðustu sex ár hafa verið frábær. Ég hef fengið ótrúlega góð tækifæri og er þakklát fyrir það. Gústi [Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals] er búinn að vera öll þessi ár og hefur kennt mér ótrúlega margt og svo náttúrulega Dagur [Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari liðsins] líka og allir aðrir sem koma að þessu,“ segir Elín Vonast til að kveðja með Evróputitli Þrátt fyrir að skiptin í Bundesliguna liggi fyrir er nóg eftir af tímabilinu hér heima. Valskonur eru á toppi Olís-deildarinnar og komnar í undanúrslit EHF-bikarsins. Tap í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum sitja þó aðeins í Elínu. „Klárlega. Þetta var frekar súrt en það er nóg eftir. Við stefnum á að taka næstu titla. Það er tengt frammistöðunni þannig að við einblínum á frammistöðuna. Bara á næstu æfingu og næsta leik sem er alltaf það mikilvægasta,“ segir Elín. Klippa: Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Það væri ekki amalegt að kveðja með Íslandsmeistaratitli og hvað þá Evróputitli? „Nei, það væri ekki leiðinlegt. En maður tekur einn dag í einu, það er ekki hægt að fara fram úr sér,“ segir Elín. Viðtalið má sjá í heild í neðri spilaranum.
Landslið kvenna í handbolta Valur Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Sjá meira