Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 11:30 Hákon Arnar Haraldsson fagnar eftir að hafa skorað gegn Dortmund í Þýskalandi í síðustu viku. AP/Martin Meissner Hákon Arnar Haraldsson hefur verið ausinn lofi eftir magnaða frammistöðu að undanförnu með Lille sem í kvöld á möguleika á að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hákon hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og janúar af stuðningsmönnum Lille og hreint út sagt blómstrað eftir að hafa komist aftur á fulla ferð eftir meiðsli í haust. Þessi 21 árs Skagamaður skoraði mark Lille og átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu við Dortmund í síðustu viku en liðin mætast að nýju í Frakklandi klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þrátt fyrir að hafa farið á kostum að undanförnu þá viðurkenndi Hákon á blaðamannafundi síðasta föstudag að það hefði reynst sér erfitt að þurfa að kveðja litla bróður, Hauk Andra, sem eftir að hafa fylgt á eftir Hákoni til Lille haustið 2023 er nú kominn aftur heim í raðir ÍA. Á Akranesi lék Haukur Andri, sem er 19 ára, einnig sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. „Hann fór heim í janúar og hélt svo kyrru fyrir. Þetta var besta lausnin fyrir hann. Honum líður vel og spilar mikið fyrir félagið okkar [ÍA]. Hann glímdi við ákveðna erfiðleika hérna,“ sagði Hákon á blaðamannafundinum fyrir helgi, áður en Lille vann svo Montpellier í frönsku 1. deildinni. Ljóst er að hann saknar þess, skiljanlega, að hafa litla bróður hjá sér. „Það var ekki auðvelt að aðlagast, raunar frekar erfitt. Það tala fáir ensku í Frakklandi og það flækir hlutina. Það er ekki auðvelt að læra frönsku. Brotthvarf hans hafði áhrif á mig, það er á hreinu. Mér leið vel með að hafa hann hérna í Lille. Á sama tíma sá ég að hann naut sín ekki vel. Ég vildi sjá hann ánægðan úti á vellinum aftur og til þess þá þurfti hann að snúa heim. Það gleður mig að sjá hann kominn í gang á nýjan leik,“ sagði Hákon. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sjá meira
Hákon hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og janúar af stuðningsmönnum Lille og hreint út sagt blómstrað eftir að hafa komist aftur á fulla ferð eftir meiðsli í haust. Þessi 21 árs Skagamaður skoraði mark Lille og átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu við Dortmund í síðustu viku en liðin mætast að nýju í Frakklandi klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þrátt fyrir að hafa farið á kostum að undanförnu þá viðurkenndi Hákon á blaðamannafundi síðasta föstudag að það hefði reynst sér erfitt að þurfa að kveðja litla bróður, Hauk Andra, sem eftir að hafa fylgt á eftir Hákoni til Lille haustið 2023 er nú kominn aftur heim í raðir ÍA. Á Akranesi lék Haukur Andri, sem er 19 ára, einnig sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. „Hann fór heim í janúar og hélt svo kyrru fyrir. Þetta var besta lausnin fyrir hann. Honum líður vel og spilar mikið fyrir félagið okkar [ÍA]. Hann glímdi við ákveðna erfiðleika hérna,“ sagði Hákon á blaðamannafundinum fyrir helgi, áður en Lille vann svo Montpellier í frönsku 1. deildinni. Ljóst er að hann saknar þess, skiljanlega, að hafa litla bróður hjá sér. „Það var ekki auðvelt að aðlagast, raunar frekar erfitt. Það tala fáir ensku í Frakklandi og það flækir hlutina. Það er ekki auðvelt að læra frönsku. Brotthvarf hans hafði áhrif á mig, það er á hreinu. Mér leið vel með að hafa hann hérna í Lille. Á sama tíma sá ég að hann naut sín ekki vel. Ég vildi sjá hann ánægðan úti á vellinum aftur og til þess þá þurfti hann að snúa heim. Það gleður mig að sjá hann kominn í gang á nýjan leik,“ sagði Hákon.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sjá meira