Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. mars 2025 09:33 Elizabeth G. Oyer segist hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson sem hann missti eftir að hafa verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi. Degi síðar hafi hún misst vinnuna. DOJ/Getty Náðunarfulltrúi dómsmálaráðuneytisins var rekinn degi eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson, yfirlýsts stuðningsmanns Donalds Trump, en hann var sviptur því árið 2011 vegna heimilisofbeldisdóms. Ráðuneytið segir brottrekstur fulltrúans ekki tengjast Gibson. Náðunarfulltrúi (e. pardon attorney) er ópólitískt embætti sem fer með stjórn mála sem tengjast náðunum forsetans og hefur Elizabeth G. Oyer setið í embættinu frá því Joe Biden skipaði hana árið 2022. Oyer sagðist í samtali við New York Times hafa verið að vinna að því í síðustu viku að veita fólki aftur skotvopnaleyfi sem það hafði misst eftir að hafa verið sakfellt fyrir glæpi. Lögum samkvæmt mega dæmdir glæpamenn ekki kaupa eða eiga byssur en ráðuneytið hefur völd til þess að yfirstíga þá hindrun. Starfshópur á skrifstofu Oyer hafi upphaflega búið til lista með 95 einstaklingum sem áttu að fá skotvopnaleyfið sitt aftur. Þar hafi aðallega verið einstaklingar með áratugagamla dóma sem hafi óskað eftir því að fá leyfi sitt að nýju og voru taldir ólíklegir til að brjóta aftur af sér. Todd Blanche var verjandi Trump þegar hann var sakaður um að hafa falsað viðskiptaskjöl til að fela greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels. Blanche var skipaður aðstoðardómsmálaráðherra í síðustu viku.AP/Dave Sanders Sá listi var sendur á skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra, Todd Blanche, sem fækkaði nöfnunum úr 95 niður í níu. Oyer segist síðan hafa verið beðin um að gera minnisblað þar sem mælt væri með að þessir níu einstaklingar fengju vopnaleyfi að nýju. Hún hafi gert það fimmtudaginn 6. mars og skömmu síðar fengið aðra beiðni um að bæta einu nafni á listann, Mel Gibson. Persónulegt samband við Trump væri nægur grundvöllur Með beiðninni um viðbót Gibson segir Oyer að hafi fylgt bréf frá lögfræðingi leikarans sem hann hafði sent á tvo háttsetta embættismenn innan ráðuneytisins, James R. McHenry III og Emil Bove III, í janúar. Lögfræðingurinn talaði fyrir því í bréfinu að Gibson fengi aftur skotvopnaleyfið, hann hefði verið skipaður í Hollywood-sendinefnd af Trump og hefði gert fjölda stórra vinsælla mynda. Þann 16. janúar, fjórum dögum áður en Trump tók við forsetaembættinu, skipaði hann Gibson, Sylvester Stallone og Jon Voight sem „sérstaka sendiherra að hinum mikla en bágstadda stað, Hollywood í Kaliforníu.“ Stallone, Voight og Gibson voru allir skipaðir í sérstaka Hoolywood-nefnd Trump.Getty Oyer sagði það að gefa fólki byssur sem hefði gerst sekt um heimilisofbeldi ekki vera eitthvað sem hún gæti auðveldlega mælt með. Því gætu fylgdu raunverulegar afleiðingar þegar fólk með sögu af heimilisofbeldi hefði umráð yfir byssum. Hún hafi því lýst andstöðu sinni við að bæta nafni Gibson á listann. Fulltrúi af skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra hafi þá spurt hana hvort hún væri „sveigjanleg“. Þegar hún sagðist ekki vera það hafi fulltrúinn skipt um gír úr vinalegum í yfirlætislegan og loks yfirgangssaman. Hann hafi síðan útskýrt fyrir henni að Mel Gibson ætti persónulegt samband við Trump sem ætti að vera nægilegur grundvöllur fyrir því að hún mælti fyrir endurnýjun leyfisins og það væri best fyrir hana að gera það. Ákvörðunin hafi gert út um hana Oyer lýsir því hvernig hún hafi ekki getað sofið eftir samtalið meðvituð um að hún þyrfti annað hvort að gefa eftir og fara gegn eigin siðferði eða missa vinnuna. Á föstudeginum í síðustu viku, degi eftir ákvörðun hennar, var hún síðan rekin ásamt einum öðrum háttsettum embætti ráðuneytisins. The Times segir tvo nafnlausa heimildarmenn hafa staðfest frásögn Oyer af atburðunum. Kash Patel og Mel Gibson saman að horfa á UFC-bardaga. „Ég trúi þessu ekki en ég held í alvörunni að Mel Gibson muni verða mér til falls,“ segir Times að Oyer hafi sagt við kollega sinn. Hún telur að ráðuneytið muni á næstunni tilkynna hverjir fá endurnýjað skotvopnaleyfi en sú tilkynning hefur ekki enn borist. Á laugardaginn sást til Gibson á bardaga UFC í Las Vegas með Kash Patel, nýskipuðum forstjóra FBI. Dana White, forseti UFC, lýsti því yfir á viðburðinum að Patel væri „dauðans alvara“ um að fá starfsfólk UFC til að þjálfa starfsmenn Alríkislögreglunnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Náðunarfulltrúi (e. pardon attorney) er ópólitískt embætti sem fer með stjórn mála sem tengjast náðunum forsetans og hefur Elizabeth G. Oyer setið í embættinu frá því Joe Biden skipaði hana árið 2022. Oyer sagðist í samtali við New York Times hafa verið að vinna að því í síðustu viku að veita fólki aftur skotvopnaleyfi sem það hafði misst eftir að hafa verið sakfellt fyrir glæpi. Lögum samkvæmt mega dæmdir glæpamenn ekki kaupa eða eiga byssur en ráðuneytið hefur völd til þess að yfirstíga þá hindrun. Starfshópur á skrifstofu Oyer hafi upphaflega búið til lista með 95 einstaklingum sem áttu að fá skotvopnaleyfið sitt aftur. Þar hafi aðallega verið einstaklingar með áratugagamla dóma sem hafi óskað eftir því að fá leyfi sitt að nýju og voru taldir ólíklegir til að brjóta aftur af sér. Todd Blanche var verjandi Trump þegar hann var sakaður um að hafa falsað viðskiptaskjöl til að fela greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels. Blanche var skipaður aðstoðardómsmálaráðherra í síðustu viku.AP/Dave Sanders Sá listi var sendur á skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra, Todd Blanche, sem fækkaði nöfnunum úr 95 niður í níu. Oyer segist síðan hafa verið beðin um að gera minnisblað þar sem mælt væri með að þessir níu einstaklingar fengju vopnaleyfi að nýju. Hún hafi gert það fimmtudaginn 6. mars og skömmu síðar fengið aðra beiðni um að bæta einu nafni á listann, Mel Gibson. Persónulegt samband við Trump væri nægur grundvöllur Með beiðninni um viðbót Gibson segir Oyer að hafi fylgt bréf frá lögfræðingi leikarans sem hann hafði sent á tvo háttsetta embættismenn innan ráðuneytisins, James R. McHenry III og Emil Bove III, í janúar. Lögfræðingurinn talaði fyrir því í bréfinu að Gibson fengi aftur skotvopnaleyfið, hann hefði verið skipaður í Hollywood-sendinefnd af Trump og hefði gert fjölda stórra vinsælla mynda. Þann 16. janúar, fjórum dögum áður en Trump tók við forsetaembættinu, skipaði hann Gibson, Sylvester Stallone og Jon Voight sem „sérstaka sendiherra að hinum mikla en bágstadda stað, Hollywood í Kaliforníu.“ Stallone, Voight og Gibson voru allir skipaðir í sérstaka Hoolywood-nefnd Trump.Getty Oyer sagði það að gefa fólki byssur sem hefði gerst sekt um heimilisofbeldi ekki vera eitthvað sem hún gæti auðveldlega mælt með. Því gætu fylgdu raunverulegar afleiðingar þegar fólk með sögu af heimilisofbeldi hefði umráð yfir byssum. Hún hafi því lýst andstöðu sinni við að bæta nafni Gibson á listann. Fulltrúi af skrifstofu aðstoðardómsmálaráðherra hafi þá spurt hana hvort hún væri „sveigjanleg“. Þegar hún sagðist ekki vera það hafi fulltrúinn skipt um gír úr vinalegum í yfirlætislegan og loks yfirgangssaman. Hann hafi síðan útskýrt fyrir henni að Mel Gibson ætti persónulegt samband við Trump sem ætti að vera nægilegur grundvöllur fyrir því að hún mælti fyrir endurnýjun leyfisins og það væri best fyrir hana að gera það. Ákvörðunin hafi gert út um hana Oyer lýsir því hvernig hún hafi ekki getað sofið eftir samtalið meðvituð um að hún þyrfti annað hvort að gefa eftir og fara gegn eigin siðferði eða missa vinnuna. Á föstudeginum í síðustu viku, degi eftir ákvörðun hennar, var hún síðan rekin ásamt einum öðrum háttsettum embætti ráðuneytisins. The Times segir tvo nafnlausa heimildarmenn hafa staðfest frásögn Oyer af atburðunum. Kash Patel og Mel Gibson saman að horfa á UFC-bardaga. „Ég trúi þessu ekki en ég held í alvörunni að Mel Gibson muni verða mér til falls,“ segir Times að Oyer hafi sagt við kollega sinn. Hún telur að ráðuneytið muni á næstunni tilkynna hverjir fá endurnýjað skotvopnaleyfi en sú tilkynning hefur ekki enn borist. Á laugardaginn sást til Gibson á bardaga UFC í Las Vegas með Kash Patel, nýskipuðum forstjóra FBI. Dana White, forseti UFC, lýsti því yfir á viðburðinum að Patel væri „dauðans alvara“ um að fá starfsfólk UFC til að þjálfa starfsmenn Alríkislögreglunnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira