Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. mars 2025 07:02 Anora Mikheeva er 23 ára fatafella frá Brighton Beach í New York. Líf hennar umturnast þegar hún kynnist ungæðislega Rússanum Ivan Zakharov. Neon Anora vinnur sem fatafella í Brooklyn við að skemmta körlum sjö kvöld í viku. Ungi rússneski auðkýfingurinn Ivan kemur á nektarbúlluna og heillast af Anoru. Öskubuska hittir prinsinn, þau gifta sig í Las Vegas og lifa hamingjusöm til æviloka. Eða hvað? Þannig myndi kannski týpísk rómantísk gamanmynd enda, ekki ósvipað og Pretty Woman (sem eldist vægast sagt illa), en það er ekki raunin í Anoru. Foreldrar Ivans frétta af hjónabandinu og senda þrjá skósveina til að hafa uppi á nýbökuðu hjónunum. Við tekur ævintýraferðalag sem leiðir áhorfendur um New York að næturþeli Stjarna myndarinnar er Mikey Madison sem leikur hina kjaftforu og viljasterku Anoru. Madison er 25 ára og hefur einungis leikið í níu myndum frá 2017, þeirra helstar eru Once Upon a Time in Hollywood (2019) og Scream (2022). Fyrir utan Madison eru flestir leikarar myndarinnar lítið sem ekkert þekktir. Ekki hefðbundin verðlaunamynd Anora var frumsýnd á Cannes í maí 2024 og hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann. Myndin fór í bíóhús vestanhafs í október og var frumsýnd hérlendis í desember í Bíó Paradís. Þar sem myndin er farsakennt grín-drama bjuggust kannski ekki margir við því að hún yrði sérleg verðlaunamynd utan Cannes. Annað kom á daginn og var hún verðlaunuð sem besta mynd ársins af samtökum bandarískra leikstjóra (DGA) og framleiðenda (PGA) og hjá samtökum gagnrýnenda (Critics‘ Choice). Myndin skaust því snemma á toppinn hjá veðbönkum yfir líklegan sigurvegara Óskarsverðlaunanna. Þrátt fyrir að hljóta mun færri tilnefningar en Emilia Pérez (13 stykki) og Wicked (10 talsins) fór svo að Anora var óumdeilanlegur sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar fyrir rúmri viku síðan með alls fimm verðlaun (úr sex tilnefningum). Madison var valin besta leikkonan fyrir túlkun sína á Anoru og Sean Baker varð annar í sögunni (á eftir Walt Disney) til að taka við fernum verðlaunum sama kvöldið: verðlaunum fyrir bestu mynd, leikstjórn, klippingu og frumsamið handrit. Undirritaður trassaði að fara að sjá myndina í desember og hugsaði því að það væri of seint að fjalla um hana á nýju ári. Eftir alla þessa velgengni var ekki lengur hægt að hunsa Anoru og nauðsynlegt að sjá hvort hún stæði undir nafni. Sem hún gerir. Walt Disney tók á móti fjórum Óskarsverðlaunum sama kvöldið en ólíkt Sean Baker var það fyrir fjórar ólíkar myndir.Getty Leikstjóri, handritshöfundur, klippari og fleira Áður en fjallað er um Anoru ber að fjalla um Sean Baker sem er ekki aðeins leikstjóri hennar heldur einnig handritshöfundur, framleiðandi og klippari. Í ofanálag sá hann um að velja í hlutverk myndarinnar (e. casting) sem er iðulega í höndum sérstaks ráðningarfulltrúa. Þessi alt-muligt-mand-lenska hefur einkennt Baker allan hans feril: hann leikstýrir, skrifar og klippir allar sínar myndir og hefur þar að auki skotið þrjár þeirra. Hann er gott dæmi um kvikmyndahöfund (fr. auteur) en það er yfirleitt notað um leikstjóra sem hafa það mikla listræna stjórn yfir framleiðslunni að þeir eru í raun höfundar mynda sinna. Baker á Óskarnum ásamt eiginkonu sinni, Samönthu Quan, sem hefur framleitt síðustu þrjár mynda hans.Getty Kvikmyndahöfundar-hugtakið mótaðist í Frakklandi á fyrri hluta síðustu aldar og er talið hafa náð hámarki í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum og til loka þess áttunda, tímabil sem hefur verið kallað Nýja Hollywood og einkenndist af miklu frelsi leikstjóra þess. Eftir röð mynda sem ollu miklu fjárhagslegu tjóni endurheimtu stúdíóin völdin (oft er talað um að skipsbrot Heavens Gate hafi verið vendipunkturinn). Hér er þó farið hratt yfir sögu. Höfundarhugtakið er líka einföldun á eðli kvikmyndagerðar sem byggist á samstarfi fjölda fólks. Það er þó enn notað um ákveðna leikstjóra sem gera myndir með sterkum höfundareinkennum. Þekktustu „höfundar“ samtímans eru sennilega Tarantino, Nolan, Scorsese og Wes Anderson (en hægt væri að nefna fjöldamarga aðra, t.d. Campion, Ducournau og Coppola) Eitt helsta höfundareinkenni Baker er að hann segir sögur af fólki sem er utangarðs, ýmist sögur innflytjenda (Take Out og Prince of Broadway) eða kynlífsverkafólks (Tangerine, Starlet og Red Rocket). Annað stórt einkenni er raunsæislegur stíll sem hann fær fram með hráum samtölum persóna sem eru oft leiknar af óreyndum leikurum, heimildamyndalegri kvikmyndatöku og vönduðu staðarvali. Mæðgurnar Halley og Moonee sem búa á mótelinu Magic Castle í Kissimee í Flórída.A24 Fyrsta mynd Baker kom út um aldamótin og hefur hann gert átta myndir í fullri lengd. Fyrsta mynd hans sem vakti töluverða athygli var Tangerine (2015) sem fjallar um kynlífsverkakonuna Sin-Dee Rella, sem er nýlosnuð úr fangelsi og leit hennar að kærasta sínum. Á eftir henni gerði Baker Florida Project (2017) sem kom honum almennilega á kortið. Hún fjallar um mæðgur sem búa á móteli skammt frá Disney World í Flórída, ævintýri stúlkunnar með jafnöldrum sínum og ýmsar leiðir móðurinnar, sem er fyrrverandi fatafella, til að afla sér tekna. Henni fylgdi Baker eftir með svörtu grínmyndinni Red Rocket (2017) sem fjallar um miðaldra karlkyns klámstjörnu sem snýr aftur í heimabæ sinn í Texas til að snúa við blaðinu. Vandræðagemsinn Mikey kynnist hinni ungu Raylee sem gengur undir viðurnefninu Strawberry í Red Rocket.Neon Anora er náttúrulegt framhald af þessum þremur kvikmyndum hvað varðar umfjöllunarefni, tón og húmor nema hér er hinum lægra settu stillt til móts við þá ofurríku. Um leið má segja að Anora sé innhverfa hinna myndanna, í stað þess að fylgjast með hversdaglegu harki þá lendir söguhetjan strax í lukkupottinum og eftir það fer að halla undan fæti. Vilji fólk ekki láta spilla myndinni fyrir sér er best að hoppa yfir næsta kafla þar sem söguþráðurinn er rakinn og fara beint í niðurstöður. Strípibúlluferð sem endar með hjónabandi Anora hefst á hefðbundinni vakt á strippklúbbnum þar sem Anora dansar á súlu og í kjöltum karla fram á rauðanótt. Dansinn er endurtekningasamur, samtölin við kúnnana innihaldslítil og einkennast af sölumennsku. Baker klippir milli dansins og samskipta Anoru við kollega sína og kúnna. Þannig viðheldur hann góðu flæði og undirstrikar um leið einhæfni starfsins. Eitt kvöldið er Anora kölluð til þegar það vantar dansara sem talar rússnesku, sem hún gerir vegna rússneskrar ömmu sinnar, til að sinna hinum unga Ivan (Mark Edelshtyn). Þeim kemur vel saman og hann greiðir henni fyrir að sofa nokkrum sinnum hjá sér. Þó sambandið sé yfirborðskennt og viðskiptalegs eðlis myndast ákveðin væntumþykja milli Anoru og hins ungæðislega Ivans. Ó að vera ungur og nýgiftur í Las Vegas.Neon Eftir að Ivan borgar Anoru 15 þúsund dali til að vera kærasta sín í viku fara þau til Las Vegas. Þar sukka þau, stunda fjárhættuspil og mála bæinn rauðan. Það er svo gaman í Vegas að Ivan biður Anoru að giftast sér. Tilboðið er ansi gott, sennilega of gott til að vera satt. Anora veit það vel enda enginn kjáni. En í því felst líka leið fyrir Anoru út úr stétt sinni og slítandi vinnunni. Hún segir því já. Við tekur samklipp (e. montage) af nýgiftu hjónunum í sæluvímu undir dynjandi popptónlist. Sambandið hefur fram til þessa einkennst af kynlífi, djammi og vímuefnaneyslu og þar verður engin breyting á nema hún flytur inn til hans í risastórt einbýlishús í Brooklyn. Anora lætur Garnik finna fyrir því.Neon Fréttir af hjónabandinu berast til Rússlands og brjálaðir foreldrarnir skipa armenska prestinum Toros (Karren Karagulian) að ógilda hjónabandið. Toros sendir bróður sinn, Garnik (Vache Tovmasyan) og rússneska skósveininn Igor (Yura Borisov) heim til hjónanna. Ivan flýr heimilið meðan skósveinarnir lenda í vandræðum við að beisla óargardýrið Anoru. Fyrsti þriðjungur myndarinnar er uppfullur af lífsgleði og flótta frá raunveruleikanum en þarna bankar alvaran á dyrnar. Sjálf leitin að Ivan er hins vegar galsakennd og bráðfyndin þar sem seinheppnir skósveinarnir lenda í hverju óhappinu á fætur öðru og Anora bölvar þeim í sand og ösku. Hinn rússneski Yura Borisov er frábær sem hinn þögli en blíði Igor.Neon Einn kostur við Anoru eins og aðrar myndir Baker er vandað leikaravalið. Einhvern veginn virka allar persónurnar í myndum hans svo raunverulegar. Toros, Garnik og Igor eru sérstaklega góðar persónur en sá síðastnefndi er einna áhugaverðastur. Igor er í svipaðri stöðu og Anora, þau eru lágt sett þjónustufólk sem selja yfirstéttinni líkama sína. Hún selur sig til kynlífs en hann til ofbeldis. Hann er líka sá eini sem sér gegnum harðneskjulegt yfirborð Anoru. Baker kemur því rækilega til skila með ýmsum misaugljósum brögðum. Anora heldur allan tímann í þá veiku von að ástin og hjónabandið haldi. Ivan reynist svikull og lætur undan vilja foreldra sinna. Hún áttar sig ekki að kapítalið vinnur alltaf og það liggur ekki hjá Ivan heldur foreldrum hans. Skyldi hún streitast á móti þá kaffæra þau henni svo hún neyðist til að gefa eftir. Anora endar niðurlægð og beygð á upphafsstað. Myndin endar á nístandi senu þar sem Anora veit getur ekki brugðist við hlýju nema með kynferðislegu endurgjaldi. Þegar Igor reynir að sýna henni nánd brotnar hún saman og berskjaldar sig loksins. Niðurstaða Anora er bráðskemmtileg poppuð ódysseifsför uppfull af litríkum karakterum og eftirminnilegum senum. Myndin hefst á lífsglöðum raunveruleikaflótta, fer þaðan yfir í farsakennt ferðalag um næturhverfi New York-borgar og endar í sorglegum raunveruleikanum. Baker stýrir flæði myndarinnar vel og fangar New York frábærlega að vetri til. Helsti styrkleiki myndarinnar er fjölbreytt persónugallerýið. Þar er Mikey Madison fremst í broddi í afar líkamlegri frammistöðu sem kjaftfora fatafellan Anora með þykkan Brooklyn-hreiminn. Rússarnir Yura Borisov og Mark Eydelshteyn eru líka frábærir, sá fyrri sem stóískur og blíður þorpari og sá seinni sem barnalegur og æstur ólígarkasonur. Einn galli er þó á myndinni. Ólíkt fyrri myndum Baker fellur persónusköpun í skuggann á fléttunni. Anora hverfur aðeins of mikið í seinni hlutanum þegar öll einbeiting fer á leitina að eiginmanni hennar. Maður veltir fyrir sér hvort minnka hefði mátt sukkið í byrjun og fíflaganginn um miðja mynd til að koma fyrir fleiri senum þar sem við fáum tilfinningu fyrir innra lífi Anoru. Er Anora besta mynd ársins? Það er ómögulegt að segja en hún er allavega frábær skemmtun og því óhætt að mæla með henni. Madison er sannarlega stórkostleg og verður gaman að sjá hvað hún gerir næst. Þá verður sérstaklega spennandi að sjá hvaða verkefni Sean Baker tekur að sér eftir þetta. Þau hljóta að vera tveir eftirsóttustu bitar kvikmyndabransans þessa dagana. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Þannig myndi kannski týpísk rómantísk gamanmynd enda, ekki ósvipað og Pretty Woman (sem eldist vægast sagt illa), en það er ekki raunin í Anoru. Foreldrar Ivans frétta af hjónabandinu og senda þrjá skósveina til að hafa uppi á nýbökuðu hjónunum. Við tekur ævintýraferðalag sem leiðir áhorfendur um New York að næturþeli Stjarna myndarinnar er Mikey Madison sem leikur hina kjaftforu og viljasterku Anoru. Madison er 25 ára og hefur einungis leikið í níu myndum frá 2017, þeirra helstar eru Once Upon a Time in Hollywood (2019) og Scream (2022). Fyrir utan Madison eru flestir leikarar myndarinnar lítið sem ekkert þekktir. Ekki hefðbundin verðlaunamynd Anora var frumsýnd á Cannes í maí 2024 og hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann. Myndin fór í bíóhús vestanhafs í október og var frumsýnd hérlendis í desember í Bíó Paradís. Þar sem myndin er farsakennt grín-drama bjuggust kannski ekki margir við því að hún yrði sérleg verðlaunamynd utan Cannes. Annað kom á daginn og var hún verðlaunuð sem besta mynd ársins af samtökum bandarískra leikstjóra (DGA) og framleiðenda (PGA) og hjá samtökum gagnrýnenda (Critics‘ Choice). Myndin skaust því snemma á toppinn hjá veðbönkum yfir líklegan sigurvegara Óskarsverðlaunanna. Þrátt fyrir að hljóta mun færri tilnefningar en Emilia Pérez (13 stykki) og Wicked (10 talsins) fór svo að Anora var óumdeilanlegur sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar fyrir rúmri viku síðan með alls fimm verðlaun (úr sex tilnefningum). Madison var valin besta leikkonan fyrir túlkun sína á Anoru og Sean Baker varð annar í sögunni (á eftir Walt Disney) til að taka við fernum verðlaunum sama kvöldið: verðlaunum fyrir bestu mynd, leikstjórn, klippingu og frumsamið handrit. Undirritaður trassaði að fara að sjá myndina í desember og hugsaði því að það væri of seint að fjalla um hana á nýju ári. Eftir alla þessa velgengni var ekki lengur hægt að hunsa Anoru og nauðsynlegt að sjá hvort hún stæði undir nafni. Sem hún gerir. Walt Disney tók á móti fjórum Óskarsverðlaunum sama kvöldið en ólíkt Sean Baker var það fyrir fjórar ólíkar myndir.Getty Leikstjóri, handritshöfundur, klippari og fleira Áður en fjallað er um Anoru ber að fjalla um Sean Baker sem er ekki aðeins leikstjóri hennar heldur einnig handritshöfundur, framleiðandi og klippari. Í ofanálag sá hann um að velja í hlutverk myndarinnar (e. casting) sem er iðulega í höndum sérstaks ráðningarfulltrúa. Þessi alt-muligt-mand-lenska hefur einkennt Baker allan hans feril: hann leikstýrir, skrifar og klippir allar sínar myndir og hefur þar að auki skotið þrjár þeirra. Hann er gott dæmi um kvikmyndahöfund (fr. auteur) en það er yfirleitt notað um leikstjóra sem hafa það mikla listræna stjórn yfir framleiðslunni að þeir eru í raun höfundar mynda sinna. Baker á Óskarnum ásamt eiginkonu sinni, Samönthu Quan, sem hefur framleitt síðustu þrjár mynda hans.Getty Kvikmyndahöfundar-hugtakið mótaðist í Frakklandi á fyrri hluta síðustu aldar og er talið hafa náð hámarki í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum og til loka þess áttunda, tímabil sem hefur verið kallað Nýja Hollywood og einkenndist af miklu frelsi leikstjóra þess. Eftir röð mynda sem ollu miklu fjárhagslegu tjóni endurheimtu stúdíóin völdin (oft er talað um að skipsbrot Heavens Gate hafi verið vendipunkturinn). Hér er þó farið hratt yfir sögu. Höfundarhugtakið er líka einföldun á eðli kvikmyndagerðar sem byggist á samstarfi fjölda fólks. Það er þó enn notað um ákveðna leikstjóra sem gera myndir með sterkum höfundareinkennum. Þekktustu „höfundar“ samtímans eru sennilega Tarantino, Nolan, Scorsese og Wes Anderson (en hægt væri að nefna fjöldamarga aðra, t.d. Campion, Ducournau og Coppola) Eitt helsta höfundareinkenni Baker er að hann segir sögur af fólki sem er utangarðs, ýmist sögur innflytjenda (Take Out og Prince of Broadway) eða kynlífsverkafólks (Tangerine, Starlet og Red Rocket). Annað stórt einkenni er raunsæislegur stíll sem hann fær fram með hráum samtölum persóna sem eru oft leiknar af óreyndum leikurum, heimildamyndalegri kvikmyndatöku og vönduðu staðarvali. Mæðgurnar Halley og Moonee sem búa á mótelinu Magic Castle í Kissimee í Flórída.A24 Fyrsta mynd Baker kom út um aldamótin og hefur hann gert átta myndir í fullri lengd. Fyrsta mynd hans sem vakti töluverða athygli var Tangerine (2015) sem fjallar um kynlífsverkakonuna Sin-Dee Rella, sem er nýlosnuð úr fangelsi og leit hennar að kærasta sínum. Á eftir henni gerði Baker Florida Project (2017) sem kom honum almennilega á kortið. Hún fjallar um mæðgur sem búa á móteli skammt frá Disney World í Flórída, ævintýri stúlkunnar með jafnöldrum sínum og ýmsar leiðir móðurinnar, sem er fyrrverandi fatafella, til að afla sér tekna. Henni fylgdi Baker eftir með svörtu grínmyndinni Red Rocket (2017) sem fjallar um miðaldra karlkyns klámstjörnu sem snýr aftur í heimabæ sinn í Texas til að snúa við blaðinu. Vandræðagemsinn Mikey kynnist hinni ungu Raylee sem gengur undir viðurnefninu Strawberry í Red Rocket.Neon Anora er náttúrulegt framhald af þessum þremur kvikmyndum hvað varðar umfjöllunarefni, tón og húmor nema hér er hinum lægra settu stillt til móts við þá ofurríku. Um leið má segja að Anora sé innhverfa hinna myndanna, í stað þess að fylgjast með hversdaglegu harki þá lendir söguhetjan strax í lukkupottinum og eftir það fer að halla undan fæti. Vilji fólk ekki láta spilla myndinni fyrir sér er best að hoppa yfir næsta kafla þar sem söguþráðurinn er rakinn og fara beint í niðurstöður. Strípibúlluferð sem endar með hjónabandi Anora hefst á hefðbundinni vakt á strippklúbbnum þar sem Anora dansar á súlu og í kjöltum karla fram á rauðanótt. Dansinn er endurtekningasamur, samtölin við kúnnana innihaldslítil og einkennast af sölumennsku. Baker klippir milli dansins og samskipta Anoru við kollega sína og kúnna. Þannig viðheldur hann góðu flæði og undirstrikar um leið einhæfni starfsins. Eitt kvöldið er Anora kölluð til þegar það vantar dansara sem talar rússnesku, sem hún gerir vegna rússneskrar ömmu sinnar, til að sinna hinum unga Ivan (Mark Edelshtyn). Þeim kemur vel saman og hann greiðir henni fyrir að sofa nokkrum sinnum hjá sér. Þó sambandið sé yfirborðskennt og viðskiptalegs eðlis myndast ákveðin væntumþykja milli Anoru og hins ungæðislega Ivans. Ó að vera ungur og nýgiftur í Las Vegas.Neon Eftir að Ivan borgar Anoru 15 þúsund dali til að vera kærasta sín í viku fara þau til Las Vegas. Þar sukka þau, stunda fjárhættuspil og mála bæinn rauðan. Það er svo gaman í Vegas að Ivan biður Anoru að giftast sér. Tilboðið er ansi gott, sennilega of gott til að vera satt. Anora veit það vel enda enginn kjáni. En í því felst líka leið fyrir Anoru út úr stétt sinni og slítandi vinnunni. Hún segir því já. Við tekur samklipp (e. montage) af nýgiftu hjónunum í sæluvímu undir dynjandi popptónlist. Sambandið hefur fram til þessa einkennst af kynlífi, djammi og vímuefnaneyslu og þar verður engin breyting á nema hún flytur inn til hans í risastórt einbýlishús í Brooklyn. Anora lætur Garnik finna fyrir því.Neon Fréttir af hjónabandinu berast til Rússlands og brjálaðir foreldrarnir skipa armenska prestinum Toros (Karren Karagulian) að ógilda hjónabandið. Toros sendir bróður sinn, Garnik (Vache Tovmasyan) og rússneska skósveininn Igor (Yura Borisov) heim til hjónanna. Ivan flýr heimilið meðan skósveinarnir lenda í vandræðum við að beisla óargardýrið Anoru. Fyrsti þriðjungur myndarinnar er uppfullur af lífsgleði og flótta frá raunveruleikanum en þarna bankar alvaran á dyrnar. Sjálf leitin að Ivan er hins vegar galsakennd og bráðfyndin þar sem seinheppnir skósveinarnir lenda í hverju óhappinu á fætur öðru og Anora bölvar þeim í sand og ösku. Hinn rússneski Yura Borisov er frábær sem hinn þögli en blíði Igor.Neon Einn kostur við Anoru eins og aðrar myndir Baker er vandað leikaravalið. Einhvern veginn virka allar persónurnar í myndum hans svo raunverulegar. Toros, Garnik og Igor eru sérstaklega góðar persónur en sá síðastnefndi er einna áhugaverðastur. Igor er í svipaðri stöðu og Anora, þau eru lágt sett þjónustufólk sem selja yfirstéttinni líkama sína. Hún selur sig til kynlífs en hann til ofbeldis. Hann er líka sá eini sem sér gegnum harðneskjulegt yfirborð Anoru. Baker kemur því rækilega til skila með ýmsum misaugljósum brögðum. Anora heldur allan tímann í þá veiku von að ástin og hjónabandið haldi. Ivan reynist svikull og lætur undan vilja foreldra sinna. Hún áttar sig ekki að kapítalið vinnur alltaf og það liggur ekki hjá Ivan heldur foreldrum hans. Skyldi hún streitast á móti þá kaffæra þau henni svo hún neyðist til að gefa eftir. Anora endar niðurlægð og beygð á upphafsstað. Myndin endar á nístandi senu þar sem Anora veit getur ekki brugðist við hlýju nema með kynferðislegu endurgjaldi. Þegar Igor reynir að sýna henni nánd brotnar hún saman og berskjaldar sig loksins. Niðurstaða Anora er bráðskemmtileg poppuð ódysseifsför uppfull af litríkum karakterum og eftirminnilegum senum. Myndin hefst á lífsglöðum raunveruleikaflótta, fer þaðan yfir í farsakennt ferðalag um næturhverfi New York-borgar og endar í sorglegum raunveruleikanum. Baker stýrir flæði myndarinnar vel og fangar New York frábærlega að vetri til. Helsti styrkleiki myndarinnar er fjölbreytt persónugallerýið. Þar er Mikey Madison fremst í broddi í afar líkamlegri frammistöðu sem kjaftfora fatafellan Anora með þykkan Brooklyn-hreiminn. Rússarnir Yura Borisov og Mark Eydelshteyn eru líka frábærir, sá fyrri sem stóískur og blíður þorpari og sá seinni sem barnalegur og æstur ólígarkasonur. Einn galli er þó á myndinni. Ólíkt fyrri myndum Baker fellur persónusköpun í skuggann á fléttunni. Anora hverfur aðeins of mikið í seinni hlutanum þegar öll einbeiting fer á leitina að eiginmanni hennar. Maður veltir fyrir sér hvort minnka hefði mátt sukkið í byrjun og fíflaganginn um miðja mynd til að koma fyrir fleiri senum þar sem við fáum tilfinningu fyrir innra lífi Anoru. Er Anora besta mynd ársins? Það er ómögulegt að segja en hún er allavega frábær skemmtun og því óhætt að mæla með henni. Madison er sannarlega stórkostleg og verður gaman að sjá hvað hún gerir næst. Þá verður sérstaklega spennandi að sjá hvaða verkefni Sean Baker tekur að sér eftir þetta. Þau hljóta að vera tveir eftirsóttustu bitar kvikmyndabransans þessa dagana.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira