„Engin draumastaða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 09:32 Gunnar Magnússon tekur við Haukum í sumar. Hann mun að líkindum mæta þeim í úrslitakeppninni með Aftureldingu í vor. Vísir/Lýður Gunnar Magnússon mun taka við sem þjálfari handboltaliðs Hauka öðru sinni í sumar þegar hann lýkur störfum hjá Aftureldingu. Vera má að liðin mætist í úrslitakeppninni áður en að þjálfaraskiptunum verður. Haukar tilkynntu í dag að Gunnar myndi taka við liðinu í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Gunnar tekur við í annað sinn en hann stýrði Haukum frá 2015 til 2020 en skipti það ár til Aftureldingar þar sem hann hefur verið árin fimm síðan. „Ferlið tekur alltaf sinn tíma og þetta ferli var bara flott og faglegt eins og Haukum sæmir. Ákvörðunin á endanum hjá mér var ekkert mjög erfið. Ég var þarna í fimm ár og átti frábært samstarf við fólkið þarna. Það er sama fólk í stjórn og voru þá, ég bara hlakka til að vinna með þeim aftur á næsta tímabili,“ segir Gunnar. Fimm ár virðist þá vera vitjunartími Gunnars í starfi, hann segir rétt að breyta til í sumar. „Ég hef aldrei farið í sjötta árið. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hætti núna með Aftureldingu. Ég veit ekki hvað gerist á sjötta árinu. Ég skildi við Hauka í góðu og það var þá hugmynd að geta komið aftur. Ég get komið inn ferskur aftur núna,“ segir Gunnar. Mætast líklega í úrslitakeppninni Haukar og Afturelding eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Líklegt er að liðin endi þar og mætist í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Gunnar muni því mæta verðandi liði sínu með allt undir. „Svona er því miður handboltinn. Leikmenn og þjálfarar gera samninga að vetri til fyrir næsta tímabil, þetta er svona bæði á Íslandi og erlendis. Það er engin draumastaða að mæta þeim í úrslitakeppninni en auðvitað er ég algjörlega á því að klára tímabilið með Aftureldingu á fullu. Það er einn titill í boði og við ætlum okkur að berjast um hann eins og alla hina,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar skiptir til Hauka í sumar Olís-deild karla Haukar Afturelding Handbolti Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Haukar tilkynntu í dag að Gunnar myndi taka við liðinu í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Gunnar tekur við í annað sinn en hann stýrði Haukum frá 2015 til 2020 en skipti það ár til Aftureldingar þar sem hann hefur verið árin fimm síðan. „Ferlið tekur alltaf sinn tíma og þetta ferli var bara flott og faglegt eins og Haukum sæmir. Ákvörðunin á endanum hjá mér var ekkert mjög erfið. Ég var þarna í fimm ár og átti frábært samstarf við fólkið þarna. Það er sama fólk í stjórn og voru þá, ég bara hlakka til að vinna með þeim aftur á næsta tímabili,“ segir Gunnar. Fimm ár virðist þá vera vitjunartími Gunnars í starfi, hann segir rétt að breyta til í sumar. „Ég hef aldrei farið í sjötta árið. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hætti núna með Aftureldingu. Ég veit ekki hvað gerist á sjötta árinu. Ég skildi við Hauka í góðu og það var þá hugmynd að geta komið aftur. Ég get komið inn ferskur aftur núna,“ segir Gunnar. Mætast líklega í úrslitakeppninni Haukar og Afturelding eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Líklegt er að liðin endi þar og mætist í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Gunnar muni því mæta verðandi liði sínu með allt undir. „Svona er því miður handboltinn. Leikmenn og þjálfarar gera samninga að vetri til fyrir næsta tímabil, þetta er svona bæði á Íslandi og erlendis. Það er engin draumastaða að mæta þeim í úrslitakeppninni en auðvitað er ég algjörlega á því að klára tímabilið með Aftureldingu á fullu. Það er einn titill í boði og við ætlum okkur að berjast um hann eins og alla hina,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar skiptir til Hauka í sumar
Olís-deild karla Haukar Afturelding Handbolti Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira