Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2025 21:21 Horft frá Hafnarnesi í Hornafirði til vesturs í átt til Mýra. Næst er nýja brúin yfir ósa Bergár. Fjær sést í nýju brúna yfir Hoffellsá. Egill Aðalsteinsson Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er orðin 64 ára gömul, byggð 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er lengsta einbreiða brú landsins.Egill Aðalsteinsson En núna er verið að leggja nýja leið mun nær sjónum. Á drónamyndum Egils Aðalsteinssonar sjáum við hvar sveigt verður af núverandi þjóðvegi yfir á þann nýja þegar ekið er frá Mýrum í austurátt til Hornafjarðar. Hér sést hvar nýi vegurinn liggur frá Mýrum til Hornafjarðar. Núverandi þjóðvegur til vinstri. Ný gatnamót sjást neðst til vinstri.Egill Aðalsteinsson Um fimmtíu manns hafa unnið að verkinu á vegum verktakans Ístaks, sem er með yfir tuttugu stórar vinnuvélar á svæðinu, en framkvæmdir hófust síðsumars 2022. Ný leið yfir Hornafjörð styttir hringveginn um tólf kílómetra. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr..Grafík/Stöð 2 Ný brú yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng, er stærsti hluti verksins. Jafnframt koma þrjár aðrar brýr, yfir Hoffellsá, Djúpá og Bergá, og er búið að steypa upp þær allar. Nýja brúin yfir ósa Bergár milli Árnaness og Hafnarness.Egill Aðalsteinsson Verkinu fylgir umtalsverð lagning nýrra vega; nítján kílómetrar af þjóðvegi og níu kílómetrar af hliðarvegum. Ný gatnamót hringvegarins og afleggjarans að Höfn koma svo rétt fyrir utan bæinn. Það þýðir að hringvegurinn verður sneiddur framhjá Nesjahverfi. Nýi þjóðvegurinn um Hornafjörð verður nítján kílómetra langur og styttir leiðina um tólf kílómetra. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson Heildarkostnaður er núna áætlaður um níu milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Verklok eru áætluð í desember á þessu ári og þá styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Stefnt er að því að innheimta veggjald strax frá opnun vegarins. Fjárhæð þess hefur ekki verið ákveðin. Hér er frétt Stöðvar 2: Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er orðin 64 ára gömul, byggð 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er lengsta einbreiða brú landsins.Egill Aðalsteinsson En núna er verið að leggja nýja leið mun nær sjónum. Á drónamyndum Egils Aðalsteinssonar sjáum við hvar sveigt verður af núverandi þjóðvegi yfir á þann nýja þegar ekið er frá Mýrum í austurátt til Hornafjarðar. Hér sést hvar nýi vegurinn liggur frá Mýrum til Hornafjarðar. Núverandi þjóðvegur til vinstri. Ný gatnamót sjást neðst til vinstri.Egill Aðalsteinsson Um fimmtíu manns hafa unnið að verkinu á vegum verktakans Ístaks, sem er með yfir tuttugu stórar vinnuvélar á svæðinu, en framkvæmdir hófust síðsumars 2022. Ný leið yfir Hornafjörð styttir hringveginn um tólf kílómetra. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr..Grafík/Stöð 2 Ný brú yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng, er stærsti hluti verksins. Jafnframt koma þrjár aðrar brýr, yfir Hoffellsá, Djúpá og Bergá, og er búið að steypa upp þær allar. Nýja brúin yfir ósa Bergár milli Árnaness og Hafnarness.Egill Aðalsteinsson Verkinu fylgir umtalsverð lagning nýrra vega; nítján kílómetrar af þjóðvegi og níu kílómetrar af hliðarvegum. Ný gatnamót hringvegarins og afleggjarans að Höfn koma svo rétt fyrir utan bæinn. Það þýðir að hringvegurinn verður sneiddur framhjá Nesjahverfi. Nýi þjóðvegurinn um Hornafjörð verður nítján kílómetra langur og styttir leiðina um tólf kílómetra. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson Heildarkostnaður er núna áætlaður um níu milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Verklok eru áætluð í desember á þessu ári og þá styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Stefnt er að því að innheimta veggjald strax frá opnun vegarins. Fjárhæð þess hefur ekki verið ákveðin. Hér er frétt Stöðvar 2:
Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45