Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2025 09:00 Sir Jim Ratcliffe hefur ekki áhuga á því að sitja undir sömu gagnrýni og kollegar hans hjá Manchester United. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að hann muni ganga út og segja skilið við félagið ef hann fær sömu meðferð frá stuðningsmönnum liðsins og Glazer-fjölskyldan. Glazer-fjölskyldan, sem enn er stærsti eigandi Manchester United, hefur ekki beint verið vinsæl meðal stuðningsmanna félagsins undanfarin ár. Glazerarnir keyptu félagið árið 2005 og síðan árið 2013 hefur félagið jafnt og þétt verið að falla aftur úr stærstu liðum Evrópu. Stuðningsmenn Manchester United hafa margir hverjir kallað eftir því að Glazer-fjölskyldan hverfi á brott og að nýir aðilar taki við eignarhaldi félagsins. Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu á síðasta ári og hefur ráðist í ýmsar breytingar innan klúbbsins. Breytingar snúa margar hverjar að niðurskurði og hafa nokkrar ákvarðanir hans farið öfugt ofan í stuðninsmenn liðsins. Ef marka má orð Ratcliffes var þó nauðsynlegt að ráðast í niðurskurði. Ákvarðanir hans hafa þó eins og áður segir ekki endilega allar verið vinsælar. Hann segist geta tekið gagnrýninni um stund, en að ef að hann fær sömu meðferð og Glazer-fjölskyldan þá muni hann á endanum gefast upp. „Ég get lifað með þessu um stund. Ég læt það ekki á mig fá að vera óvinsæll, því ég skil það vel að stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Manchester United á þeim stað þar sem félagið er núna,“ sagði Ratcliffe í samtali við BBC. „Ef ég kalla fram smá reiði þá get ég lifað með því. En ég er ekkert öðruvísi en annað venjulegt fólk. Þetta er ekki skemmtilegt. Sérstaklega ekki fyrir vini mín og fjölskyldu.“ „Þannig að ef þetta nær þeim hæðum sem Glazer-fjölskyldan hefur mátt þola þá myndi ég á endanum gefast upp, segja: „Nú er nóg komið,“ og leyfa einhverjum öðrum að taka við.“ Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira
Glazer-fjölskyldan, sem enn er stærsti eigandi Manchester United, hefur ekki beint verið vinsæl meðal stuðningsmanna félagsins undanfarin ár. Glazerarnir keyptu félagið árið 2005 og síðan árið 2013 hefur félagið jafnt og þétt verið að falla aftur úr stærstu liðum Evrópu. Stuðningsmenn Manchester United hafa margir hverjir kallað eftir því að Glazer-fjölskyldan hverfi á brott og að nýir aðilar taki við eignarhaldi félagsins. Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu á síðasta ári og hefur ráðist í ýmsar breytingar innan klúbbsins. Breytingar snúa margar hverjar að niðurskurði og hafa nokkrar ákvarðanir hans farið öfugt ofan í stuðninsmenn liðsins. Ef marka má orð Ratcliffes var þó nauðsynlegt að ráðast í niðurskurði. Ákvarðanir hans hafa þó eins og áður segir ekki endilega allar verið vinsælar. Hann segist geta tekið gagnrýninni um stund, en að ef að hann fær sömu meðferð og Glazer-fjölskyldan þá muni hann á endanum gefast upp. „Ég get lifað með þessu um stund. Ég læt það ekki á mig fá að vera óvinsæll, því ég skil það vel að stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Manchester United á þeim stað þar sem félagið er núna,“ sagði Ratcliffe í samtali við BBC. „Ef ég kalla fram smá reiði þá get ég lifað með því. En ég er ekkert öðruvísi en annað venjulegt fólk. Þetta er ekki skemmtilegt. Sérstaklega ekki fyrir vini mín og fjölskyldu.“ „Þannig að ef þetta nær þeim hæðum sem Glazer-fjölskyldan hefur mátt þola þá myndi ég á endanum gefast upp, segja: „Nú er nóg komið,“ og leyfa einhverjum öðrum að taka við.“
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira