Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 15. mars 2025 19:22 Magnús Tumi Guðmundsson segir að það geti gosið á Reykjanesi á næstu klukkustundum eða næstu dögum. Fyrirvarinn verði stuttur og óvissan sé mikil. Á þessari mynd var hann á vettvangi við eldgosið við Litla-Hrút á Reykjanesi, 2023. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum. Ómögulegt sé að segja hvenær muni gjósi en það muni gerast með mjög stuttum fyrirvara. Íslendingar verði að lifa með óvissunni. Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2023. Það mælist nú um 40 milljón rúmmetrar, jarðskjálftavirkni fór að aukast um miðja viku en hefur dregist örlítið saman í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Muni gerast með „mjög stuttum fyrirvara“ Hvenær gætum við farið að sjá þetta gos, er að fara að gjósa? „Það mun að öllum líkindum gjósa á næstunni, það gæti verið á næstu dögum og ekki útilokað að það gerist á næstu klukkustundum en við sjáum engin sérstök merki sem eru að segja að það sé að fara að gerast, sagði Magnús. Magnús Tumi segir að Íslendingar verði að lifa með óvissunni.Vísir/Lýður „En þetta mun gerast væntanlega með mjög stuttum fyrirvara. Þetta getur verið á morgun, það getur verið eftir viku, við getum ekkert sagt um það,“ bætti hann við. Þetta eru þónokkur gos sem hafa verið á þessu svæði síðasta rúma árið. Þýðir það að við fáum alltaf styttri og styttri fyrirvara? „Já, það virðist nú vera ef að kvikan er að fara nokkurn veginn beint upp þá er þetta styttri og styttri fyrirvari vegna þess að leiðin er orðin svo greið,“ sagði Magnús. Þetta sé dæmi um kerfi sem verið alltaf opnara og opnara. Innstreymið geti haldið áfram í verulegan tíma Magnús segir enga leið að segja um það hvort næsta gos verði það síðasta. „Það er ljóst að kvikuinnstreymið hefur minnkað og er orðið núna einn fjórði af því sem það var fyrir tólf-fimmtán mánuðum. En það breytir ekki því að þetta getur alveg haldið áfram í verulegan tíma,“ sagði Magnús og nefndi Kröfluelda sem dæmi. „Síðasta gosið í Kröflueldum kom 1984 og gosið þar á undan 1981, næstum því þrjú ár á milli. Það var mjög hægt innstreymi yfir það tímabil og við getum ekkert sagt um það hvort að Reykjanes, eða þetta kerfi sem nú er í gangi, muni hegða sér með þessum hætti. Það mun verða óvissa, við verðum bara að lifa við það,“ sagði hann. „Ef það hættir algjörlega innstreymið og það eru engar mælingar þá vitum við að það fer ekki að gjósa einn, tveir og þrír. Það verður þá að byrja aftur að þenjast út. En þetta er bara óvissa sem við búum við.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2023. Það mælist nú um 40 milljón rúmmetrar, jarðskjálftavirkni fór að aukast um miðja viku en hefur dregist örlítið saman í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Muni gerast með „mjög stuttum fyrirvara“ Hvenær gætum við farið að sjá þetta gos, er að fara að gjósa? „Það mun að öllum líkindum gjósa á næstunni, það gæti verið á næstu dögum og ekki útilokað að það gerist á næstu klukkustundum en við sjáum engin sérstök merki sem eru að segja að það sé að fara að gerast, sagði Magnús. Magnús Tumi segir að Íslendingar verði að lifa með óvissunni.Vísir/Lýður „En þetta mun gerast væntanlega með mjög stuttum fyrirvara. Þetta getur verið á morgun, það getur verið eftir viku, við getum ekkert sagt um það,“ bætti hann við. Þetta eru þónokkur gos sem hafa verið á þessu svæði síðasta rúma árið. Þýðir það að við fáum alltaf styttri og styttri fyrirvara? „Já, það virðist nú vera ef að kvikan er að fara nokkurn veginn beint upp þá er þetta styttri og styttri fyrirvari vegna þess að leiðin er orðin svo greið,“ sagði Magnús. Þetta sé dæmi um kerfi sem verið alltaf opnara og opnara. Innstreymið geti haldið áfram í verulegan tíma Magnús segir enga leið að segja um það hvort næsta gos verði það síðasta. „Það er ljóst að kvikuinnstreymið hefur minnkað og er orðið núna einn fjórði af því sem það var fyrir tólf-fimmtán mánuðum. En það breytir ekki því að þetta getur alveg haldið áfram í verulegan tíma,“ sagði Magnús og nefndi Kröfluelda sem dæmi. „Síðasta gosið í Kröflueldum kom 1984 og gosið þar á undan 1981, næstum því þrjú ár á milli. Það var mjög hægt innstreymi yfir það tímabil og við getum ekkert sagt um það hvort að Reykjanes, eða þetta kerfi sem nú er í gangi, muni hegða sér með þessum hætti. Það mun verða óvissa, við verðum bara að lifa við það,“ sagði hann. „Ef það hættir algjörlega innstreymið og það eru engar mælingar þá vitum við að það fer ekki að gjósa einn, tveir og þrír. Það verður þá að byrja aftur að þenjast út. En þetta er bara óvissa sem við búum við.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira