Skara vann þá átta marka sigur á nágrönnum sínum í Hallby, 36-28,
Skara var átta mörkum yfir í hálfleik, 20-12, því snemma ljóst í hvað stefndi.
Aldís Ásta skoraði sjálf tvö mörk úr þremur skotum en gaf líka sjö stoðsendingar á liðsfélaga sína. Hún var með flestar stoðsendingar í sínu liði.
Þetta var fjórði sigur Skara liðsins í röð og enn fremur tólfti sigur liðsins í síðustu þrettán deildarleikjum.
Skara er komið upp í annað sætið deildarinnar og er nú einu stigi á eftir toppliði Savehof.