Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 11:30 Dan Burn setti mikinn kraft í skallann og fagnaðarlætin í kjölfarið. AFP/Henry Nicholls Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær af hverju hinn tæplega tveggja metra hái Dan Burn hefði ekki verið betur dekkaður áður en hann skoraði frábært skallamark á Wembley í gær. Hollendingurinn var með svör á reiðum höndum. Burn skoraði með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu Kieran Trippier rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, frekar utarlega úr teignum eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Alexis Mac Allister virtist hafa það hlutverk að dekka Burn en hann er rúmum tuttugu sentímetrum lægri en Burn og var auk þess ekki nálægt honum í skallanum. Slot var fljótur að benda á að færið hjá Burn hefði nú ekki verið betra en svo að vænt mörk úr svona stöðu væru með gildið 0,03. Liverpool notast við svæðisvörn í hornspyrnum og því dekka sterkustu skallamenn liðsins, menn eins og Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté, ákveðin svæði í stað þess að dekka ákveðna menn. Aldrei séð mann skora skallamark af svona færi „Ég endurtek að Newcastle á hrós skilið en ég get útskýrt þetta. Við spilum svæðisvörn svo það eru fimm menn að dekka svæði nærri markinu okkar. Ef að boltinn kemur þangað þá er alltaf einn af okkar sterkustu mönnum klár í að ráðast á boltann. Svo erum við með þrjá í því að dekka leikmenn og Macca er einn af þeim. Vanalega koma leikmenn eins og Dan Burn og fleiri inn í svæðin og ég held að hann sé undantekning því ég hef aldrei á ævinni séð leikmann skora skallamark af svona löngu færi, með svona krafti, í fjærhornið,“ sagði Slot. Arne Slot has explained why 5ft 9in Alexis Mac Allister man-marked 6ft 7in Dan Burn in the Carabao Cup finalhttps://t.co/tmZZNe4Z7A pic.twitter.com/EDXWluWLs6— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2025 „Þeir þurfa sem sagt að fara langt frá hættulegasta svæðinu, sem í 99 af 100 skiptum skilar ekki marki, eða þá að koma inn á svæðið okkar og í jafna baráttu þar ef svo má segja. Hann á hrós skilið. Ég held að hann sé einn af fáum sem geta skorað skallamark af svona færi,“ sagði Slot. Hollendingurinn sagði leikinn hafa spilast nákvæmlega eins og Newcastle vildi en liðið komst í 2-0 með marki frá Alexander Isak áður en Federico Chiesa náði að minnka muninn í uppbótartíma. „Leikurinn var hægur, lítil ákefð. Leikurinn fór nákvæmlega eins og þeir vildu, með mörgum einvígum og boltinn mikið í loftinu. Ef við spilum tíu leiki með boltann svona mikið í loftinu þá vinna þeir níu þeirra. Þetta leiddi til fyrra marksins þeirra og þess seinna,“ sagði Slot. Liverpool er nú úr leik í öllum keppnum nema úrvalsdeildinni þar sem liðið er með tólf stiga forskot á toppnum. Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Burn skoraði með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu Kieran Trippier rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, frekar utarlega úr teignum eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Alexis Mac Allister virtist hafa það hlutverk að dekka Burn en hann er rúmum tuttugu sentímetrum lægri en Burn og var auk þess ekki nálægt honum í skallanum. Slot var fljótur að benda á að færið hjá Burn hefði nú ekki verið betra en svo að vænt mörk úr svona stöðu væru með gildið 0,03. Liverpool notast við svæðisvörn í hornspyrnum og því dekka sterkustu skallamenn liðsins, menn eins og Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté, ákveðin svæði í stað þess að dekka ákveðna menn. Aldrei séð mann skora skallamark af svona færi „Ég endurtek að Newcastle á hrós skilið en ég get útskýrt þetta. Við spilum svæðisvörn svo það eru fimm menn að dekka svæði nærri markinu okkar. Ef að boltinn kemur þangað þá er alltaf einn af okkar sterkustu mönnum klár í að ráðast á boltann. Svo erum við með þrjá í því að dekka leikmenn og Macca er einn af þeim. Vanalega koma leikmenn eins og Dan Burn og fleiri inn í svæðin og ég held að hann sé undantekning því ég hef aldrei á ævinni séð leikmann skora skallamark af svona löngu færi, með svona krafti, í fjærhornið,“ sagði Slot. Arne Slot has explained why 5ft 9in Alexis Mac Allister man-marked 6ft 7in Dan Burn in the Carabao Cup finalhttps://t.co/tmZZNe4Z7A pic.twitter.com/EDXWluWLs6— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2025 „Þeir þurfa sem sagt að fara langt frá hættulegasta svæðinu, sem í 99 af 100 skiptum skilar ekki marki, eða þá að koma inn á svæðið okkar og í jafna baráttu þar ef svo má segja. Hann á hrós skilið. Ég held að hann sé einn af fáum sem geta skorað skallamark af svona færi,“ sagði Slot. Hollendingurinn sagði leikinn hafa spilast nákvæmlega eins og Newcastle vildi en liðið komst í 2-0 með marki frá Alexander Isak áður en Federico Chiesa náði að minnka muninn í uppbótartíma. „Leikurinn var hægur, lítil ákefð. Leikurinn fór nákvæmlega eins og þeir vildu, með mörgum einvígum og boltinn mikið í loftinu. Ef við spilum tíu leiki með boltann svona mikið í loftinu þá vinna þeir níu þeirra. Þetta leiddi til fyrra marksins þeirra og þess seinna,“ sagði Slot. Liverpool er nú úr leik í öllum keppnum nema úrvalsdeildinni þar sem liðið er með tólf stiga forskot á toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira