Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2025 14:49 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður Lengsta undirbúningstímabils í heimi. stöð 2 sport Þriðja þáttaröð af Lengsta undirbúningstímabili í heimi hefst í kvöld. Í fyrsta þættinum verða nýliðar Aftureldingar í Bestu deild karla teknir fyrir. Eins og fyrstu tveimur þáttaröðunum af LUÍH verða sex lið tekin fyrir í þriðju þáttaröðinni; karlalið ÍBV, Aftureldingar og FH og kvennalið Þróttar, Þórs/KA og FHL. Baldur Sigurðsson er höfundur þáttanna ásamt Ólafi Þór Chelbat. Í fyrsta þættinum sem verður sýndur klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport í kvöld er Afturelding í aðalhlutverki. Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru áberandi í þættinum. Í klippunni hér fyrir neðan rifjar Jökull upp skemmtilega sögu af þorrablóti Aftureldingar. Bróðir hans manaði hann þá til að fara upp á svið með Audda og Steinda. Þar sem tíu þúsund krónur voru í boði var Jökull ekki lengi að ákveða sig og rauk upp á svið með bikarinn sem Afturelding fékk fyrir að vinna Keflavík í úrslitaleik umspils síðasta haust. „Ég var með bikarinn fyrir framan þúsund manns. Það var mögulega besta móment lífs míns,“ sagði Jökull. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Afturelding Þetta er bara fótbolti Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Baldur um þriðju þáttaröðina af LUÍH og við hverju áhorfendur mega búast. „Það er nýjung að hafa stelpurnar með og ég verð að segja að það er mjög góð og jákvæð breyting, sjá aðeins inn í þeirra heim. FHL er úti á landi og það eru venjulega uppáhalds þættirnir mínir. Það er mikil spenna hjá þeim en væntanlega krefjandi tímabil,“ sagði Baldur. En sá hann einhvern mun á því hvernig karlar og konur eru þjálfaðar? „Nei, ég gerði það ekki. Við reynum að spyrja þjálfarana að því en þetta er ekki mikill munur. Þetta er bara fótbolti. Það er ótrúlega gaman að fá innsýn og talandi við þær held ég að deildin kvennamegin í sumar verði mjög spennandi,“ sagði Baldur. Endaði í tognun Hann segir að grunnurinn að þáttunum sé sá sami og áður en einhverjar nýjungar bætist alltaf við. Klippa: LUÍH - Viðtal við Baldur „Konseptið heldur sér. Við fáum innsýn inn í aðstöðu félaganna. Við tölum við þjálfarana og valda leikmenn. Svo hef ég verið að fara í lyftingarnar á síðustu tveimur tímabilum en geri það ekki í ár. En við reynum að krydda það aðeins og breyta til og ég fer í létta boltakeppni með leikmönnum, mjög einfalda,“ sagði Baldur. „Þú talar um að vera með. Ég var með á einni æfingu, það vantaði mann, og það endaði í tognun. Þannig það er ein keppni sem ég næ ekki að vera með í,“ sagði Baldur léttur að lokum. Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Eins og fyrstu tveimur þáttaröðunum af LUÍH verða sex lið tekin fyrir í þriðju þáttaröðinni; karlalið ÍBV, Aftureldingar og FH og kvennalið Þróttar, Þórs/KA og FHL. Baldur Sigurðsson er höfundur þáttanna ásamt Ólafi Þór Chelbat. Í fyrsta þættinum sem verður sýndur klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport í kvöld er Afturelding í aðalhlutverki. Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru áberandi í þættinum. Í klippunni hér fyrir neðan rifjar Jökull upp skemmtilega sögu af þorrablóti Aftureldingar. Bróðir hans manaði hann þá til að fara upp á svið með Audda og Steinda. Þar sem tíu þúsund krónur voru í boði var Jökull ekki lengi að ákveða sig og rauk upp á svið með bikarinn sem Afturelding fékk fyrir að vinna Keflavík í úrslitaleik umspils síðasta haust. „Ég var með bikarinn fyrir framan þúsund manns. Það var mögulega besta móment lífs míns,“ sagði Jökull. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Afturelding Þetta er bara fótbolti Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Baldur um þriðju þáttaröðina af LUÍH og við hverju áhorfendur mega búast. „Það er nýjung að hafa stelpurnar með og ég verð að segja að það er mjög góð og jákvæð breyting, sjá aðeins inn í þeirra heim. FHL er úti á landi og það eru venjulega uppáhalds þættirnir mínir. Það er mikil spenna hjá þeim en væntanlega krefjandi tímabil,“ sagði Baldur. En sá hann einhvern mun á því hvernig karlar og konur eru þjálfaðar? „Nei, ég gerði það ekki. Við reynum að spyrja þjálfarana að því en þetta er ekki mikill munur. Þetta er bara fótbolti. Það er ótrúlega gaman að fá innsýn og talandi við þær held ég að deildin kvennamegin í sumar verði mjög spennandi,“ sagði Baldur. Endaði í tognun Hann segir að grunnurinn að þáttunum sé sá sami og áður en einhverjar nýjungar bætist alltaf við. Klippa: LUÍH - Viðtal við Baldur „Konseptið heldur sér. Við fáum innsýn inn í aðstöðu félaganna. Við tölum við þjálfarana og valda leikmenn. Svo hef ég verið að fara í lyftingarnar á síðustu tveimur tímabilum en geri það ekki í ár. En við reynum að krydda það aðeins og breyta til og ég fer í létta boltakeppni með leikmönnum, mjög einfalda,“ sagði Baldur. „Þú talar um að vera með. Ég var með á einni æfingu, það vantaði mann, og það endaði í tognun. Þannig það er ein keppni sem ég næ ekki að vera með í,“ sagði Baldur léttur að lokum.
Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira