Lífið

Börn eigi ekki að ilma

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Una Emilsdóttir sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði, segir eiturefni allt í kring.
Una Emilsdóttir sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði, segir eiturefni allt í kring.

Við lifum í eitruðum heimi, þar sem óteljandi efni úr daglegu umhverfi okkar smjúga inn í líkama okkar – oft án þess að við áttum okkur á því. Við eigum umfram allt að vernda börnin okkar frá þessum efnum. Þetta segir Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði.

Una hefur helgað feril sinn baráttunni gegn áhrifum skaðlegra efna á heilsu fólks. Hún er gestur í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. „Við búum í eiturefnasúpu, það er bara staðreynd. En þetta snýst ekki um að hræða fólk, heldur valdefla það með upplýsingum,“ segir Una meðal annars í hlaðvarpinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.