Leikaraverkfalli aflýst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2025 09:38 Samninganefndir Leikfélags Reykjavíkur og FÍL ásamt ríkissáttasemjara eftir að samningar náðust seint í gærkvöldi. Kjarasamningar tókust á milli leikara og dansara við Leikfélag Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Ekki þarf að aflýsa neinum sýningum hjá Borgarleikhúsinu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks, staðfestir niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. „Þetta snerist að miklu leyti um launaliðinn, og almennt um starfsumhverfi leikara og dansara. Og þetta snerist um að jafna hlut dansara, að gera þá að jafningjum, sem tekst á samningstímabilinu. Það var ýmislegt sem náðist inn á lokasprettinum sem er mjög ánægjulegt,“ segir Birna. „Þá geta bara allir farið í leikhús og horft á þessa frábæru leikara og dansara í Borgarleikhúsinu í friði.“ Birna telur að allir ættu að geta gengið sáttir frá borði. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil, og þetta er búið að reyna mjög mikið á alla aðila. Blessunarlega tókst þetta í gær með aðstoð ríkissáttasemjara.“ Það var glatt á hjalla þegar skrifað hafði verið undir í Karphúsinu í gærkvöldi.Sólveig Arnarsdóttir Í sameiginlegri yfirlýsingu frá FÍL og stjórn LR segir að viðræður hafi staðið yfir undanfarna mánuði og lokið í gærkvöldi með farsælum hætti. „Stjórnir FÍL og LR fagna niðurstöðunni og lýsa yfir ánægju með að samstaða hafi náðst. Með þessum samningum er lagður traustur grunnur að áframhaldandi kraftmiklu og skapandi starfi innan veggja Borgarleikhússins,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Leikhús Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Menning Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks, staðfestir niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. „Þetta snerist að miklu leyti um launaliðinn, og almennt um starfsumhverfi leikara og dansara. Og þetta snerist um að jafna hlut dansara, að gera þá að jafningjum, sem tekst á samningstímabilinu. Það var ýmislegt sem náðist inn á lokasprettinum sem er mjög ánægjulegt,“ segir Birna. „Þá geta bara allir farið í leikhús og horft á þessa frábæru leikara og dansara í Borgarleikhúsinu í friði.“ Birna telur að allir ættu að geta gengið sáttir frá borði. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil, og þetta er búið að reyna mjög mikið á alla aðila. Blessunarlega tókst þetta í gær með aðstoð ríkissáttasemjara.“ Það var glatt á hjalla þegar skrifað hafði verið undir í Karphúsinu í gærkvöldi.Sólveig Arnarsdóttir Í sameiginlegri yfirlýsingu frá FÍL og stjórn LR segir að viðræður hafi staðið yfir undanfarna mánuði og lokið í gærkvöldi með farsælum hætti. „Stjórnir FÍL og LR fagna niðurstöðunni og lýsa yfir ánægju með að samstaða hafi náðst. Með þessum samningum er lagður traustur grunnur að áframhaldandi kraftmiklu og skapandi starfi innan veggja Borgarleikhússins,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikhús Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Menning Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira