„Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2025 09:32 Ari Sigurpálsson er orðinn leikmaður Elfsborgar í Svíþjóð. Vísir/Sigurjón Ari Sigurpálsson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta en hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Ari kveður Víking með söknuði en tímapunkturinn réttur að taka næsta skref á hans ferli. Ari hefur spilað frábærlega með Víkingum undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Það virtist tímaspursmál hvenær hann tæki skrefið út og hefur nú fundið samastað í Svíþjóð. „Þetta eru búnar að vera dálítið skrýtnar vikur og dagar núna. En það er virkilega gaman að klára þetta,“ segir Ari. Elfsborg stefni hátt á komandi leiktíð eftir strembið síðasta tímabil heima fyrir. „Þeir voru í Evrópudeildinni núna, það var svolítið álag og enduðu í sjöunda sæti. Árið áður lentu þeir í öðru sæti. Þeir eru aftur að byggja upp lið og það er almennt mikil ástríða í Svíþjóð fyrir fótbolta. Mér líst vel á þetta skref,“ segir Ari. Það sé hins vegar erfitt að kveðja Víking eftir frábæran tíma í Fossvogi, hvar Ari átti frábær þrjú ár. „Maður hefði aldrei búist við því þegar maður skrifaði undir fyrir þremur árum að fara í útsláttarkeppni á móti Panathinaikos í Evrópukeppni. Að vinna þrjá titla, og hársbreidd frá því að vinna fimm titla af sex, þetta var bara draumi líkast,“ segir Ari. Sameinast Júlíusi á ný Fyrrum félagi hans hjá Víkingi Júlíus Magnússon verður þá liðsfélagi hans í Elfsborg en þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson hafa einnig leikið fyrir Elfsborg á síðustu árum. „Ég er búinn að heyra í Júlla og nokkrum öðrum strákum sem hafa verið þarna, það talar allir rosa vel um klúbbinn og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ari. Júlíus spilaði með Ara í Víkinni sumarið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hann fór í atvinnumennsku til Ítalíu á unglingsaldri áður en hann sneri heim í Víking. Hann kveðst nú vera tilbúinn í að taka stökkið. „Ég held ég sé alveg tilbúinn núna. Vonandi næ ég að koma mér inn í hlutina strax, að fá mínútur og gera alvöru hluti í Allsvenskunni. Þetta gæti í raun ekki verið betri tímapunktur, held ég,“ segir Ari. Viðtalið má sjá að ofan. Sænski boltinn Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Ari hefur spilað frábærlega með Víkingum undanfarin ár og vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Sambandsdeild Evrópu í vetur. Það virtist tímaspursmál hvenær hann tæki skrefið út og hefur nú fundið samastað í Svíþjóð. „Þetta eru búnar að vera dálítið skrýtnar vikur og dagar núna. En það er virkilega gaman að klára þetta,“ segir Ari. Elfsborg stefni hátt á komandi leiktíð eftir strembið síðasta tímabil heima fyrir. „Þeir voru í Evrópudeildinni núna, það var svolítið álag og enduðu í sjöunda sæti. Árið áður lentu þeir í öðru sæti. Þeir eru aftur að byggja upp lið og það er almennt mikil ástríða í Svíþjóð fyrir fótbolta. Mér líst vel á þetta skref,“ segir Ari. Það sé hins vegar erfitt að kveðja Víking eftir frábæran tíma í Fossvogi, hvar Ari átti frábær þrjú ár. „Maður hefði aldrei búist við því þegar maður skrifaði undir fyrir þremur árum að fara í útsláttarkeppni á móti Panathinaikos í Evrópukeppni. Að vinna þrjá titla, og hársbreidd frá því að vinna fimm titla af sex, þetta var bara draumi líkast,“ segir Ari. Sameinast Júlíusi á ný Fyrrum félagi hans hjá Víkingi Júlíus Magnússon verður þá liðsfélagi hans í Elfsborg en þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson hafa einnig leikið fyrir Elfsborg á síðustu árum. „Ég er búinn að heyra í Júlla og nokkrum öðrum strákum sem hafa verið þarna, það talar allir rosa vel um klúbbinn og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ari. Júlíus spilaði með Ara í Víkinni sumarið 2022.Vísir/Hulda Margrét Hann fór í atvinnumennsku til Ítalíu á unglingsaldri áður en hann sneri heim í Víking. Hann kveðst nú vera tilbúinn í að taka stökkið. „Ég held ég sé alveg tilbúinn núna. Vonandi næ ég að koma mér inn í hlutina strax, að fá mínútur og gera alvöru hluti í Allsvenskunni. Þetta gæti í raun ekki verið betri tímapunktur, held ég,“ segir Ari. Viðtalið má sjá að ofan.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira