Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2025 16:59 Líklega vita fáir eins mikið um mataræði og hreyfingu líkt og Egill Einarsson. Egill Einarsson betur þekktur sem Gillzenegger segist sakna þess að sjá meiri áherslu lagða á óhollustu unnar kjötvöru í nýútgefinni skýrslu Landlæknis þar sem landsmönnum er meðal annars ráðlagt að takmarka neyslu á rauðu kjöti. Hann segir margt gott í skýrslunni en augljóst sé hvað sé ástæða þess að Íslendingar eru feitasta þjóð í heimi og segir hann það ekki vera rautt kjöt. Þetta er meðal þess sem fram kom í Brennslunni á FM957 í morgun. Þar lögðu þeir Rikki G og Egill Ploder skýrsluna fyrir Gillz sem hefur verið einkaþjálfari og ráðlagt fólki í áraraðir um það hvernig hægt sé að koma sér í betra form. Egill segist meðal annars efins um að skynsamlegt sé að ráðleggja fólki að hætta alfarið áfengisneyslu, Íslendingar ættu að reyna að minnka hana. Boð og bönn fari öfugt ofan í fólk „Mér finnst ekki virka mjög vel að banna fólki hluti. Maður hefði frekar viljað sjá þarna að það væri mælt með að fólk skrúfi kannski aðeins niður. Ef þú ert að æfa, borða hollt og hreyfir þig þá er einn og einn Lite bjór eða rauðvínsglas ekki að fara að drepa þig.“ Gillz segir boð og bönn oft fara öfugt ofan í fólk. Áfengi sé augljóslega ekki hollt. Það þurfi að skrúfa neysluna niður en fólk þurfi líka að hafa gaman og segist Egill frekar hafa viljað sjá þær ráðleggingar í skýrslu Landlæknis. Borðum of mikið af brauði „Það eru allir sammála um að minnka unnið kjöt en þú setur það ekki í sömu nærbuxur og þegar þú ferð í lambalæri til mömmu. Það er ótrúlegt að við séum ennþá að díla við þetta. Taktu fram unnið kjöt, rautt unnið kjöt. Landlæknir er væntanlega ekki að halda því fram að íslenskt lambakjöt sé óhollt. Hreint íslenskt lambakjöt er ekki það sama og pepperóní.“ Hann segir ástæðu þess að Íslendingar séu feitasta þjóð Evrópu einfaldlega vera þá að við borðum of mikið af pizzu, pasta og brauði. Þetta hefur Egill séð í þau fleiri en tuttugu ár sem hann hefur starfað við að koma fólki í stand og skoðað mataræði skjólstæðinga sinna. „Það eina sem fólk borðar það er brauð, í nánast öll mál og pizza, pasta brauð, fólk er með þetta í æð.Þannig ef að brauðið myndi fara niður og rauða kjötið upp þá væru Íslendingar í töluvert betra standi.“ Þannig fari fólk í hitting, þar sé brauð á boðstólum. Það hoppi inn í sjoppu, brauð. Fari út að borða, brauðkarfa. Þetta sé einfaldlega út um allt. Hann segist ekki myndu mæla með því að fólk hætti alfarið að borða brauð, vandamálið sé einfaldlega að Íslendingar hrúgi því í sig. „Ég myndi aldrei kippa því af þér. Því um leið og ég myndi segja: Heyrðu, áfengi og brauð það er farið þá bara hrúgarðu því í þig.“ Sjálfur með skotheld ráð að heilbrigðari lífsstíl Egill tekur fram í Brennslunni að það sé margt jákvætt í skýrslunni, hún sé heilt yfir góð. Mælt sé með fiskáti tvisvar í viku, að borðaðir séu fleiri ávextir og mælt með því að Íslendingar taki meira D-vítamín. Það eina sem allir séu sammála um í skýrslunni sé að við séum að borða of mikið af sykri og unnu drasli. „Þannig það er margt mjög jákvætt í þessari skýrslu. Það er bara þreytt að taka ekki meira fram um unnið rautt kjöt og mjólkurvörurnar. Það er verið að mæla með því að þamba mjólk þarna, en af hverju, hvernig? Hleðsla, skyr og grískt jógúrt í millimál er ekki það sama og að þamba Nýmjólk.“ Egill veltir því upp í léttum tóni í Brennslunni að hann ætti kannski sjálfur að gefa út skýrslu með eigin ráðleggingum á nokkurra ára fresti. Ráðleggingum Gillza. „Það eru nokkrir hlutir sem ég myndi láta koma fram. Consistency í æfingum, ekkert sem toppar það. Íslendingurinn tekur kannski nokkrar vikur, dettur út í þrjá mánuði og byrjar aftur. Consistency. Minnka unnið drasl eins og við ræddum áðan, allir sammála því. Skrúfa próteininntökuna vel upp, lyfta lóðum í bland við cardio. Fyrr upp í rúm eins og Gillz, 21:30. Gufa þrisvar í viku og einn svindldagur í viku. Ef þú fylgir þessum ráðleggingum þá ertu í helvíti góðum málum.“ Brennslan FM957 Heilsa Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Fleiri fréttir Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Brennslunni á FM957 í morgun. Þar lögðu þeir Rikki G og Egill Ploder skýrsluna fyrir Gillz sem hefur verið einkaþjálfari og ráðlagt fólki í áraraðir um það hvernig hægt sé að koma sér í betra form. Egill segist meðal annars efins um að skynsamlegt sé að ráðleggja fólki að hætta alfarið áfengisneyslu, Íslendingar ættu að reyna að minnka hana. Boð og bönn fari öfugt ofan í fólk „Mér finnst ekki virka mjög vel að banna fólki hluti. Maður hefði frekar viljað sjá þarna að það væri mælt með að fólk skrúfi kannski aðeins niður. Ef þú ert að æfa, borða hollt og hreyfir þig þá er einn og einn Lite bjór eða rauðvínsglas ekki að fara að drepa þig.“ Gillz segir boð og bönn oft fara öfugt ofan í fólk. Áfengi sé augljóslega ekki hollt. Það þurfi að skrúfa neysluna niður en fólk þurfi líka að hafa gaman og segist Egill frekar hafa viljað sjá þær ráðleggingar í skýrslu Landlæknis. Borðum of mikið af brauði „Það eru allir sammála um að minnka unnið kjöt en þú setur það ekki í sömu nærbuxur og þegar þú ferð í lambalæri til mömmu. Það er ótrúlegt að við séum ennþá að díla við þetta. Taktu fram unnið kjöt, rautt unnið kjöt. Landlæknir er væntanlega ekki að halda því fram að íslenskt lambakjöt sé óhollt. Hreint íslenskt lambakjöt er ekki það sama og pepperóní.“ Hann segir ástæðu þess að Íslendingar séu feitasta þjóð Evrópu einfaldlega vera þá að við borðum of mikið af pizzu, pasta og brauði. Þetta hefur Egill séð í þau fleiri en tuttugu ár sem hann hefur starfað við að koma fólki í stand og skoðað mataræði skjólstæðinga sinna. „Það eina sem fólk borðar það er brauð, í nánast öll mál og pizza, pasta brauð, fólk er með þetta í æð.Þannig ef að brauðið myndi fara niður og rauða kjötið upp þá væru Íslendingar í töluvert betra standi.“ Þannig fari fólk í hitting, þar sé brauð á boðstólum. Það hoppi inn í sjoppu, brauð. Fari út að borða, brauðkarfa. Þetta sé einfaldlega út um allt. Hann segist ekki myndu mæla með því að fólk hætti alfarið að borða brauð, vandamálið sé einfaldlega að Íslendingar hrúgi því í sig. „Ég myndi aldrei kippa því af þér. Því um leið og ég myndi segja: Heyrðu, áfengi og brauð það er farið þá bara hrúgarðu því í þig.“ Sjálfur með skotheld ráð að heilbrigðari lífsstíl Egill tekur fram í Brennslunni að það sé margt jákvætt í skýrslunni, hún sé heilt yfir góð. Mælt sé með fiskáti tvisvar í viku, að borðaðir séu fleiri ávextir og mælt með því að Íslendingar taki meira D-vítamín. Það eina sem allir séu sammála um í skýrslunni sé að við séum að borða of mikið af sykri og unnu drasli. „Þannig það er margt mjög jákvætt í þessari skýrslu. Það er bara þreytt að taka ekki meira fram um unnið rautt kjöt og mjólkurvörurnar. Það er verið að mæla með því að þamba mjólk þarna, en af hverju, hvernig? Hleðsla, skyr og grískt jógúrt í millimál er ekki það sama og að þamba Nýmjólk.“ Egill veltir því upp í léttum tóni í Brennslunni að hann ætti kannski sjálfur að gefa út skýrslu með eigin ráðleggingum á nokkurra ára fresti. Ráðleggingum Gillza. „Það eru nokkrir hlutir sem ég myndi láta koma fram. Consistency í æfingum, ekkert sem toppar það. Íslendingurinn tekur kannski nokkrar vikur, dettur út í þrjá mánuði og byrjar aftur. Consistency. Minnka unnið drasl eins og við ræddum áðan, allir sammála því. Skrúfa próteininntökuna vel upp, lyfta lóðum í bland við cardio. Fyrr upp í rúm eins og Gillz, 21:30. Gufa þrisvar í viku og einn svindldagur í viku. Ef þú fylgir þessum ráðleggingum þá ertu í helvíti góðum málum.“
Brennslan FM957 Heilsa Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Fleiri fréttir Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Sjá meira