Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2025 19:47 Hafdís Renötudóttir gjörsamlega hatar að tapa. Vísir/Diego Hafdís Renötudóttir leyfði sér að slá á létta strengi eftir öruggan sex marka sigur Vals gegn Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Valskonur náðu góðu forskoti snemma leiks er liðið tók á móti Haukum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Valur vann að lokum sex marka sigur, 29-23, en Hafdís segir þó að það sé alltaf erfitt að mæta Haukum. „Mér finnst erfitt að koma inn í alla leiki og ég er bara sátt með að hafa unnið,“ sagði Hafdís í leikslok. „Var þetta auðveldara en ég bjóst við? Nei. Það er alltaf erfitt að spila á móti Haukum.“ „Það var gott að ná forskotinu í fyrri hálfleik, bara til þess að dempa niður slakari frammistöðu í seinni hálfleik. Við misstum aðeins markvörsluna niður í seinni, en sóknarleikurinn var bara heilt yfir flottur held ég. Stelpurnar voru ótrúlega flottar í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur eftir tapleik síðast.“ Valsliðið mátti þola tveggja marka tap gegn Fram í öðrum toppslag í síðustu umferð Olís-deildarinnar, en það var annað tap liðsins í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að tapleikirnir séu alls ekki margir eru Valskonur komnar með algjört ógeð af því að tapa. „Við erum ekki vanar því að tapa og nú erum við búnar að tapa nóg. Þetta er bara ógeðsleg tilfinning. Við erum búnar að tapa nóg til að vita hvað það er ógeðslega ömurlegt. Við erum allar setja auka tíu prósent í þetta því við ætlum að reyna að tapa ekki fleiri leikjum því það er svo vond tilfinning.“ „Við erum svo mikið keppnisfólk hérna og við erum í þessu til að standa okkur vel. Þegar við stöndum okkur vel þá kemur kannski sigur og við erum kannski að tengja þetta saman, en þegar við sýnum ekki frammistöðu þá vitum við alveg hvað getur gerst.“ Þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu eftir af deildarkeppninni er nóg á döfinni hjá Valsliðinu. Valur fer til Slóvakíu á næstu dögum og mætir Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarsins áður en deildarkeppnin klárast og svi í kjölfarið tekur úrslitakeppnin við. „Ég vona bara að við nýtum þessa leiki til að fá sjálfstraust og að allar fái að spila. Svo erum við náttúrulega að fara til Slóvakíu á föstudaginn í Evrópubikarinn og við þurfum að vera góðar þar og vonandi komum við heim með eitthvað forskot. En þetta er drullugott lið sem við erum að spila á móti.“ Hafdís þvertekur þó fyrir það að það sé einhver þreyta í liðinu. „Ertu ekki að grínast? Við erum aldrei þreyttar,“ sagði Hafdís að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
Valskonur náðu góðu forskoti snemma leiks er liðið tók á móti Haukum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Valur vann að lokum sex marka sigur, 29-23, en Hafdís segir þó að það sé alltaf erfitt að mæta Haukum. „Mér finnst erfitt að koma inn í alla leiki og ég er bara sátt með að hafa unnið,“ sagði Hafdís í leikslok. „Var þetta auðveldara en ég bjóst við? Nei. Það er alltaf erfitt að spila á móti Haukum.“ „Það var gott að ná forskotinu í fyrri hálfleik, bara til þess að dempa niður slakari frammistöðu í seinni hálfleik. Við misstum aðeins markvörsluna niður í seinni, en sóknarleikurinn var bara heilt yfir flottur held ég. Stelpurnar voru ótrúlega flottar í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigur eftir tapleik síðast.“ Valsliðið mátti þola tveggja marka tap gegn Fram í öðrum toppslag í síðustu umferð Olís-deildarinnar, en það var annað tap liðsins í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að tapleikirnir séu alls ekki margir eru Valskonur komnar með algjört ógeð af því að tapa. „Við erum ekki vanar því að tapa og nú erum við búnar að tapa nóg. Þetta er bara ógeðsleg tilfinning. Við erum búnar að tapa nóg til að vita hvað það er ógeðslega ömurlegt. Við erum allar setja auka tíu prósent í þetta því við ætlum að reyna að tapa ekki fleiri leikjum því það er svo vond tilfinning.“ „Við erum svo mikið keppnisfólk hérna og við erum í þessu til að standa okkur vel. Þegar við stöndum okkur vel þá kemur kannski sigur og við erum kannski að tengja þetta saman, en þegar við sýnum ekki frammistöðu þá vitum við alveg hvað getur gerst.“ Þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu eftir af deildarkeppninni er nóg á döfinni hjá Valsliðinu. Valur fer til Slóvakíu á næstu dögum og mætir Michalovce í undanúrslitum Evrópubikarsins áður en deildarkeppnin klárast og svi í kjölfarið tekur úrslitakeppnin við. „Ég vona bara að við nýtum þessa leiki til að fá sjálfstraust og að allar fái að spila. Svo erum við náttúrulega að fara til Slóvakíu á föstudaginn í Evrópubikarinn og við þurfum að vera góðar þar og vonandi komum við heim með eitthvað forskot. En þetta er drullugott lið sem við erum að spila á móti.“ Hafdís þvertekur þó fyrir það að það sé einhver þreyta í liðinu. „Ertu ekki að grínast? Við erum aldrei þreyttar,“ sagði Hafdís að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira