Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2025 09:03 Jóhann, til vinstri, og Björn, til hægri, ræddu stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu í Bítinu í morgun. Bylgjan Jóhann G. Jóhannsson, meðstofnandi og stjórnarformaður Alvotech og partner Aztiq og Björn Zoega, framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre, segja íslensk heilbrigðiskerfi eftir á. Það sé nauðsynlegt að skoða og taka ákvarðanir um innleiðingu stafrænna lausna. Með stafrænum lausnum eiga þeir við að heilbrigðisstarfsfólk noti tölvur, tækni og gervigreind til að veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Björn og Jóhann ræddu innleiðingu stafrænna lausna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alvotech heldur ráðstefnu um sama mál í dag. „Við ráðum ekkert við að þjónusta heilbrigðiskerfið með sama starfsfólki endalaust, það verður að nýta þessa þekkingu sem er á stafrænum hluta, alla tækniþekkingu,“ segir Björn. Hann segir það almenna þekkingu að heilbrigðiskerfið er eftir á þegar kemur að innleiðingu tækniþjónustu. Ef litið er til dæmis bankakerfisins sé hægt að sjá að möguleikarnir eru margir. Björn segir það ekki gilda bara um Ísland, þetta eigi við um heilbrigðiskerfi um allan heim. „Það viðurkenna allir að heilbrigðiskerfi um allan heim hafa verið sein að taka upp þessi kerfi. Það hefur með það að gera að fólk hefur viljað fara varlega í hlutina, þetta er meira líf og limi, en nú verðum við að hlaupa hraðar,“ segir Björn. Jóhann segir ýmislegt hægt að gera og segir frá til dæmis sænskri lausn um heilsugæslu á netinu. Þar fái fólk spjall við lækni og jafnvel greiningu í gegnum fjarviðtal. Þetta gæti til dæmis nýst fólki á landsbyggðinni vel. Hann segir þetta áhugaverðan kost og að einhverju leyti sé ekki val um að gera þetta ekki, það sé nauðsyn. Sjá einnig: Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Eykur öryggi og framleiðni Þá segir Jóhann einnig frá rafrænum sjúkraskrám sem geti aukið framleiðni og öryggi því kerfið er gagnsærra en þau sem hafa verið notuð áður. Björn segir stóra vandamálið að koma þessum kerfum í nýtingu og samþættingin sé það sem er flóknast við það, að hleypa bæði starfsfólki og sjúklingum inn í kerfin. Jóhann segir að fjárhagslega myndi svona lausn borga sig upp á nokkrum árum. Hann segir hægt að innleiða þessi tvö kerfi á Íslandi. Það séu innviðir, starfsfólk og tækni til staðar til að gera það. Það eina sem vanti er að taka ákvörðun. Björn segir að á Íslandi vanti ekki peninga, heldur að þora að taka skrefið og gera réttu hlutina. Á Íslandi sé líka ákveðin skammsýni og „passívar ákvarðanir“ eða ekki teknar ákvarðanir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn og Jóhann að ofan. Bítið Tækni Gervigreind Heilbrigðismál Stafræn þróun Bylgjan Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Með stafrænum lausnum eiga þeir við að heilbrigðisstarfsfólk noti tölvur, tækni og gervigreind til að veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Björn og Jóhann ræddu innleiðingu stafrænna lausna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alvotech heldur ráðstefnu um sama mál í dag. „Við ráðum ekkert við að þjónusta heilbrigðiskerfið með sama starfsfólki endalaust, það verður að nýta þessa þekkingu sem er á stafrænum hluta, alla tækniþekkingu,“ segir Björn. Hann segir það almenna þekkingu að heilbrigðiskerfið er eftir á þegar kemur að innleiðingu tækniþjónustu. Ef litið er til dæmis bankakerfisins sé hægt að sjá að möguleikarnir eru margir. Björn segir það ekki gilda bara um Ísland, þetta eigi við um heilbrigðiskerfi um allan heim. „Það viðurkenna allir að heilbrigðiskerfi um allan heim hafa verið sein að taka upp þessi kerfi. Það hefur með það að gera að fólk hefur viljað fara varlega í hlutina, þetta er meira líf og limi, en nú verðum við að hlaupa hraðar,“ segir Björn. Jóhann segir ýmislegt hægt að gera og segir frá til dæmis sænskri lausn um heilsugæslu á netinu. Þar fái fólk spjall við lækni og jafnvel greiningu í gegnum fjarviðtal. Þetta gæti til dæmis nýst fólki á landsbyggðinni vel. Hann segir þetta áhugaverðan kost og að einhverju leyti sé ekki val um að gera þetta ekki, það sé nauðsyn. Sjá einnig: Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Eykur öryggi og framleiðni Þá segir Jóhann einnig frá rafrænum sjúkraskrám sem geti aukið framleiðni og öryggi því kerfið er gagnsærra en þau sem hafa verið notuð áður. Björn segir stóra vandamálið að koma þessum kerfum í nýtingu og samþættingin sé það sem er flóknast við það, að hleypa bæði starfsfólki og sjúklingum inn í kerfin. Jóhann segir að fjárhagslega myndi svona lausn borga sig upp á nokkrum árum. Hann segir hægt að innleiða þessi tvö kerfi á Íslandi. Það séu innviðir, starfsfólk og tækni til staðar til að gera það. Það eina sem vanti er að taka ákvörðun. Björn segir að á Íslandi vanti ekki peninga, heldur að þora að taka skrefið og gera réttu hlutina. Á Íslandi sé líka ákveðin skammsýni og „passívar ákvarðanir“ eða ekki teknar ákvarðanir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn og Jóhann að ofan.
Bítið Tækni Gervigreind Heilbrigðismál Stafræn þróun Bylgjan Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira