Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 07:31 Óvíst er hvernig Cristiano Ronaldo leið þegar Rasmus Höjlund fagnaði með hans hætti, beint fyrir framan hann. Samsett/Getty Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni. Eftir mikla eyðimerkurgöngu með United náði Höjlund loks að skora í síðasta leik liðsins og hann endurtók leikinn á Parken í gærkvöld, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Í þetta sinn tók hann „siiiiiu“-fagnið sem flestir þekkja, úr smiðju Ronaldo, á meðan portúgalska goðið stóð með hendur á mjöðm og horfði á. „Mig hefur alltaf dreymt um að taka Ronaldo-fagnið, sérstaklega í leik á móti honum. Ekki til að nudda honum upp úr því eða eitthvað slíkt. Þvert á móti til að sýna virðingu. Ég er jú mikill aðdáandi,“ sagði Höjlund eftir leik í gær, samkvæmt Ekstra Bladet. RASMUS HOJLUND COMES OFF THE BENCH TO GIVE DENMARK THE LEAD VS. PORTUGAL 🔥HE HIT THE "SIUUU" IN FRONT OF RONALDO 😳 pic.twitter.com/FvOoe0jwZ1— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2025 Sá mynd af Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins „Ég varð United-aðdáandi út af honum og ég fór að fylgjast með Real Madrid og Juventus út af honum. Ég man að ég sá mynd af honum þar sem hann lá í nærbuxum og ég hugsaði með mér að svona vildi ég líta út, svo ég fór að gera armbeygjur og magaæfingar á hverjum degi áður en ég fór að sofa. Hann hefur haft svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Höjlund og leyndi ekki aðdáun sinni á Ronaldo. „Ég fór á leik árið 2009 þar sem hann skoraði úr aukaspyrnu og eftir það hef ég verið mikill aðdáandi. Besti vinur minn var líka á vellinum núna og við höfum alltaf haldið mikið upp á hann,“ sagði Höjlund ánægður. Ballið er ekki búið því liðin mætast aftur í Lissabon á sunnudaginn. Sigurvegari einvígisins kemst í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Eftir mikla eyðimerkurgöngu með United náði Höjlund loks að skora í síðasta leik liðsins og hann endurtók leikinn á Parken í gærkvöld, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Í þetta sinn tók hann „siiiiiu“-fagnið sem flestir þekkja, úr smiðju Ronaldo, á meðan portúgalska goðið stóð með hendur á mjöðm og horfði á. „Mig hefur alltaf dreymt um að taka Ronaldo-fagnið, sérstaklega í leik á móti honum. Ekki til að nudda honum upp úr því eða eitthvað slíkt. Þvert á móti til að sýna virðingu. Ég er jú mikill aðdáandi,“ sagði Höjlund eftir leik í gær, samkvæmt Ekstra Bladet. RASMUS HOJLUND COMES OFF THE BENCH TO GIVE DENMARK THE LEAD VS. PORTUGAL 🔥HE HIT THE "SIUUU" IN FRONT OF RONALDO 😳 pic.twitter.com/FvOoe0jwZ1— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2025 Sá mynd af Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins „Ég varð United-aðdáandi út af honum og ég fór að fylgjast með Real Madrid og Juventus út af honum. Ég man að ég sá mynd af honum þar sem hann lá í nærbuxum og ég hugsaði með mér að svona vildi ég líta út, svo ég fór að gera armbeygjur og magaæfingar á hverjum degi áður en ég fór að sofa. Hann hefur haft svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Höjlund og leyndi ekki aðdáun sinni á Ronaldo. „Ég fór á leik árið 2009 þar sem hann skoraði úr aukaspyrnu og eftir það hef ég verið mikill aðdáandi. Besti vinur minn var líka á vellinum núna og við höfum alltaf haldið mikið upp á hann,“ sagði Höjlund ánægður. Ballið er ekki búið því liðin mætast aftur í Lissabon á sunnudaginn. Sigurvegari einvígisins kemst í undanúrslit Þjóðadeildarinnar.
Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira