Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 09:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Viktor Freyr Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra. Davíð sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann gerði ráð fyrir að veðmál væru töluvert algengari á meðal leikmanna í íslenskum fótbolta en komið hefur í ljós. Veðmál séu orðin svo samofin flestallri fótboltatengdri umræðu að það komi vart annað til greina. „Ég held það viti allir að það eru einhverjir í þessu að veðja á leiki. Auðvitað er þetta bannað en því miður er þetta eitthvað sem fylgir íþróttinni. Það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ sagði Davíð við Vísi fyrr í vikunni. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var dæmdur í tveggja mánaða bann vegna brota á veðmálareglum og mun hann missa af sjö deildarleikjum vestanliðsins í upphafi móts. Áður hafa Sigurður Gísli Bond Snorrason og Steinþór Freyr Þorsteinsson sætt lengri bönnum vegna brota á veðmálareglum. Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, lauk nýlega tíu mánaða banni vegna veðmálabrota og Ivan Toney, fyrrum framherji Brentford, fór í átta mánaða bann vegna samskonar konar. Daniel Sturridge, Joey Barton og Kieran Trippier eru dæmi um aðra leikmenn sem hafa sætt bönnum. Fengi aðstoð í almennu réttarkerfi Davíð Smári segir skjóta skökku við að KSÍ og önnur íþróttasambönd beiti leikbönnum sem viðurlögum við brotum á reglunum. „Ég velti því fyrir mér hvort það væri meiri lausn, fremur en að setja menn í bönn fyrir svona hluti, hvort það væri ekki hægt að skikka þá til að sitja einhverskonar meðferð við þessu. Að það sé verið að reyna að hjálpa leikmönnum fremur en að refsa þeim,“ segir Davíð í samtali við íþróttadeild. „Við lítil og væg brot í almennu réttarkerfi þá fá menn einhversskonar sekt, samfélagsþjónustu eða slíkt til að reyna að hjálpa mönnum. Mér fyndist það miklu eðlilegra,“ „Svo má ekki gleyma því að það er ekki aðeins verið að refsa honum, heldur einnig verið að refsa félaginu. Það finnst mér ótrúlega skakkt. Það er auðvitað gríðarlegur missir fyrir okkur að missa fyrirliðann okkar. Fremur en að hann sitji einhverja fundi, fái upplýsingar og einhver verkfæri til nýta sér gegn þeirri fíkn sem þetta virðist nú vera í okkar íþróttaumhverfi,“ segir Davíð Smári jafnframt. Líkt fram kemur í fyrri frétt Vísis hafa íþróttayfirvöld víða um Evrópu lagt sig fram við að takmarka veðmálaauglýsingar. Ákall hefur heyrst um að slaka á reglum um slíkar auglýsingar hér en sem stendur mega Íslenskar getraunir (Lengjan, Lottó, 1X2) einar auglýsa slíka starfsemi hérlendis. Lesa má nánar um það hér. Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34 Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Davíð sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann gerði ráð fyrir að veðmál væru töluvert algengari á meðal leikmanna í íslenskum fótbolta en komið hefur í ljós. Veðmál séu orðin svo samofin flestallri fótboltatengdri umræðu að það komi vart annað til greina. „Ég held það viti allir að það eru einhverjir í þessu að veðja á leiki. Auðvitað er þetta bannað en því miður er þetta eitthvað sem fylgir íþróttinni. Það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ sagði Davíð við Vísi fyrr í vikunni. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var dæmdur í tveggja mánaða bann vegna brota á veðmálareglum og mun hann missa af sjö deildarleikjum vestanliðsins í upphafi móts. Áður hafa Sigurður Gísli Bond Snorrason og Steinþór Freyr Þorsteinsson sætt lengri bönnum vegna brota á veðmálareglum. Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, lauk nýlega tíu mánaða banni vegna veðmálabrota og Ivan Toney, fyrrum framherji Brentford, fór í átta mánaða bann vegna samskonar konar. Daniel Sturridge, Joey Barton og Kieran Trippier eru dæmi um aðra leikmenn sem hafa sætt bönnum. Fengi aðstoð í almennu réttarkerfi Davíð Smári segir skjóta skökku við að KSÍ og önnur íþróttasambönd beiti leikbönnum sem viðurlögum við brotum á reglunum. „Ég velti því fyrir mér hvort það væri meiri lausn, fremur en að setja menn í bönn fyrir svona hluti, hvort það væri ekki hægt að skikka þá til að sitja einhverskonar meðferð við þessu. Að það sé verið að reyna að hjálpa leikmönnum fremur en að refsa þeim,“ segir Davíð í samtali við íþróttadeild. „Við lítil og væg brot í almennu réttarkerfi þá fá menn einhversskonar sekt, samfélagsþjónustu eða slíkt til að reyna að hjálpa mönnum. Mér fyndist það miklu eðlilegra,“ „Svo má ekki gleyma því að það er ekki aðeins verið að refsa honum, heldur einnig verið að refsa félaginu. Það finnst mér ótrúlega skakkt. Það er auðvitað gríðarlegur missir fyrir okkur að missa fyrirliðann okkar. Fremur en að hann sitji einhverja fundi, fái upplýsingar og einhver verkfæri til nýta sér gegn þeirri fíkn sem þetta virðist nú vera í okkar íþróttaumhverfi,“ segir Davíð Smári jafnframt. Líkt fram kemur í fyrri frétt Vísis hafa íþróttayfirvöld víða um Evrópu lagt sig fram við að takmarka veðmálaauglýsingar. Ákall hefur heyrst um að slaka á reglum um slíkar auglýsingar hér en sem stendur mega Íslenskar getraunir (Lengjan, Lottó, 1X2) einar auglýsa slíka starfsemi hérlendis. Lesa má nánar um það hér.
Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34 Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34
Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45
Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04