Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2025 19:01 Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur var skipuð 22. desember síðastliðinn. Segja má að fyrsti mánuðurinn hafi verið nokkuð rólegur en það var áður en nýtt þing kom saman sem fyrsta hneykslismál Flokks fólksins reið yfir. Það var 21. janúar sem greint var frá því að flokkurinn hefði þegið 240 milljónir króna í styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu og gekk hvað harðast fram. Það vakti hörð viðbrögð hjá flokknum. Inga Sæland, formaðurinn sagði daginn eftir að blaðið væri óvandaður falsfréttamiðill í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla. Tveimur vikum síðar lagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins, það til að ríkisstyrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir vegna umfjöllunarinnar. „Sem að lyktar óneitanlega af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Það er alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjum,“ sagði Inga í ræðustóli á Alþingi 20. febrúar. Og það var engin lognmolla. 27. janúar birtist frétt á Vísi um að Inga hefði hringt í skólastjóra Borgarholtsskóla og meðal annars sagst hafa ítök í lögreglunni. Barnabarn Ingu nemur við skóna og hafði glatað Nike-skóm á göngum skólans. Skórnir höfðu verið teknir í misgripum og var skilað. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag.“ Undir lok febrúarmánaðar birtust svo fréttir af því að VR hefði greitt Ragnari Þór Ingólfssyni rúmar tíu milljónir króna þegar hann lét af embætti formanns til að taka sæti á þingi. Ragnar sagði biðlaunin færi beint í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Aðrir verkalýðsforingjar, til dæmis Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu, hneyksluðust á málinu. Það var svo í síðustu viku sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil í bótamáli Ásthildar Lóu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Eftir að dómurinn féll sagði Ásthildur Lóa á Facebook að hún væri löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum. „Eins og ég segi get ég alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum. Vegna þess að ég get ekki fullyrt svona um dómstólana yfir allt,“ sagði Ásthildur Lóa eftir ríkisstjórnarfund fyrir viku síðan. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur var skipuð 22. desember síðastliðinn. Segja má að fyrsti mánuðurinn hafi verið nokkuð rólegur en það var áður en nýtt þing kom saman sem fyrsta hneykslismál Flokks fólksins reið yfir. Það var 21. janúar sem greint var frá því að flokkurinn hefði þegið 240 milljónir króna í styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu og gekk hvað harðast fram. Það vakti hörð viðbrögð hjá flokknum. Inga Sæland, formaðurinn sagði daginn eftir að blaðið væri óvandaður falsfréttamiðill í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla. Tveimur vikum síðar lagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins, það til að ríkisstyrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir vegna umfjöllunarinnar. „Sem að lyktar óneitanlega af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Það er alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjum,“ sagði Inga í ræðustóli á Alþingi 20. febrúar. Og það var engin lognmolla. 27. janúar birtist frétt á Vísi um að Inga hefði hringt í skólastjóra Borgarholtsskóla og meðal annars sagst hafa ítök í lögreglunni. Barnabarn Ingu nemur við skóna og hafði glatað Nike-skóm á göngum skólans. Skórnir höfðu verið teknir í misgripum og var skilað. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag.“ Undir lok febrúarmánaðar birtust svo fréttir af því að VR hefði greitt Ragnari Þór Ingólfssyni rúmar tíu milljónir króna þegar hann lét af embætti formanns til að taka sæti á þingi. Ragnar sagði biðlaunin færi beint í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Aðrir verkalýðsforingjar, til dæmis Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu, hneyksluðust á málinu. Það var svo í síðustu viku sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil í bótamáli Ásthildar Lóu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Eftir að dómurinn féll sagði Ásthildur Lóa á Facebook að hún væri löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum. „Eins og ég segi get ég alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum. Vegna þess að ég get ekki fullyrt svona um dómstólana yfir allt,“ sagði Ásthildur Lóa eftir ríkisstjórnarfund fyrir viku síðan.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira