Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 21:24 Frans páfi hefur verið á spítala frá 14. febrúar og var þar á tímabili í bráðri lífshættu. AP/Andrew Medichini Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. Hinn 88 ára Frans var lagður inn á Gemelli-spítala þann 14. febrúar síðastliðinn vegna alvarlegrar öndunarfærasýkingar sem leiddi til lungnabólgu í báðum lungum hans. Dr. Sergio Alfieri, einn lækna páfans, sagði við BBC að páfinn hafi tvisvar verið í bráðri lífshættur á síðustu fimm vikum. Hins vegar hafi ekki þurft að barkaþræða hann og var hann allan tímann árvakur að sögn Alfieri. Frans er þó ekki alveg heill heilsu en er í stöðugu ásigkomulagi og laus við lungnabólguna. Endurhæfing og hvíld framundan Páfinn mun fara með blessunarorð úr glugga sínum á spítalanum á morgun en það verður í fyrsta skipti sem hann sést meðal almennings frá því hann var lagður inn. Sjúklingar með lungnabólgu í báðum lungum missa röddina að sögn Alfieri og mun það taka einhvern tíma fyrir hana að ná fyrri styrk. Kardinálinn Victor Fernandez sagði við Reuters í gær að súrefni úr öndunarvélum þurrki fólk og að páfinn muni þess vegna þurfa að læra að tala upp á nýtt. Páfagarður greindi frá því í gær að öndun páfans og hreyfigeta væri orðin betri. Hann þyrfti ekki lengur á öndunarvél að halda á næturnar og fengi í staðinn súrefni með slöngu gegnum nefnið. Páfagarður Ítalía Trúmál Tengdar fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34 Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41 Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Hinn 88 ára Frans var lagður inn á Gemelli-spítala þann 14. febrúar síðastliðinn vegna alvarlegrar öndunarfærasýkingar sem leiddi til lungnabólgu í báðum lungum hans. Dr. Sergio Alfieri, einn lækna páfans, sagði við BBC að páfinn hafi tvisvar verið í bráðri lífshættur á síðustu fimm vikum. Hins vegar hafi ekki þurft að barkaþræða hann og var hann allan tímann árvakur að sögn Alfieri. Frans er þó ekki alveg heill heilsu en er í stöðugu ásigkomulagi og laus við lungnabólguna. Endurhæfing og hvíld framundan Páfinn mun fara með blessunarorð úr glugga sínum á spítalanum á morgun en það verður í fyrsta skipti sem hann sést meðal almennings frá því hann var lagður inn. Sjúklingar með lungnabólgu í báðum lungum missa röddina að sögn Alfieri og mun það taka einhvern tíma fyrir hana að ná fyrri styrk. Kardinálinn Victor Fernandez sagði við Reuters í gær að súrefni úr öndunarvélum þurrki fólk og að páfinn muni þess vegna þurfa að læra að tala upp á nýtt. Páfagarður greindi frá því í gær að öndun páfans og hreyfigeta væri orðin betri. Hann þyrfti ekki lengur á öndunarvél að halda á næturnar og fengi í staðinn súrefni með slöngu gegnum nefnið.
Páfagarður Ítalía Trúmál Tengdar fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34 Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41 Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný. 3. mars 2025 23:34
Heilsu páfans hrakar skyndilega Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 1. mars 2025 08:41
Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18. febrúar 2025 21:05