Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 20:51 Storknað hraun við Svartsengi en kvika heldur áfram að streyma inn í kvikusöfnunarhólf undir svæðinu. Kvikumagn í hólfinu hefur ekki verið meira síðan 2023. Vísir/Vilhelm Náttúruvársérfræðingur telur ekkert hægt að lesa í aukna jarðskjáftavirkni við Sundhnúka í dag. Skjálftavirkni hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur sem sé eðlilegt vegna áframhaldandi kvikuinnstreymis undir Svartsengi. Skjálftavirkni við Sundhnúka hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Ellefu skjálftar mældust á svæðinu fyrr í dag og voru þeir stærstu á bilinu 1-1,2 að stærð. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands, áhugamannahópur um jarðfræði, fjallaði um skjálftavirknina í Facebook-færslu í dag þar sem því var haldið fram að fjöldi uppsafnaðra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefði tekið mikinn sveig upp á við um helgina. Ekkert hægt að lesa í virknina Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur skjálftana í dag ekki benda til neins en undanfarnar vikur hafi skjálftavirkni aukist jafnt og þétt. Ekki sé hægt að horfa á virknina dag frá degi og reyna að túlka hana. „Vissulega núna viku frá viku hefur verið aukning og það er eðlilegt miðað við það að það er áframhaldandi kvikuinnstreymi undir Svartsengi og þar af leiðandi meiri spenna sem þarf að losna í formi fleiri skjálfta,“ segir Jóhanna. „Það er áfram mikil skjálftavirkni en ekki mesta skjálftavirkni á einum sólarhring sem við höfum séð í þessum mánuði, til dæmis,“ segir hún. Gos geti hafist hvenær sem er Við megum áfram eiga von á þessum skjálftum á meðan kvikumagnið eykst? „Jájá og við höfum séð það í undanfara allra gosa sem hafa orðið þarna að skjálftavirkni fer vaxandi á Sundhnúksgígaröðinni, sérstaklega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógafells, vikurnar og dagana áður en gos hefst,“ segir Jóhanna. „Auðvitað erum við í þeirri stöðu áfram að gos getur hafist hvenær sem er,“ sagði Jóhanna og bætti við: „En það er ekkert hægt að lesa út úr þessu neitt meira en að það er aukin spenna áfram.“ Í fyrri eldgosum hefur skjálftavirknin alla jafna haldið áfram að aukast þar til gos hefst. Kvikuhlaup hefur í öll skiptin hafist með ákafri skjálftahrinu en Jóhanna segir að þar sé miða við annan skjálfta- og tímaskala. „Þó hafi hægt á því á undanförnum vikum þá er áfram landris og þar af leiðandi er kvika að streyma inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er áfram aukin spenna og við erum áfram á tánum og bíðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Skjálftavirkni við Sundhnúka hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Ellefu skjálftar mældust á svæðinu fyrr í dag og voru þeir stærstu á bilinu 1-1,2 að stærð. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands, áhugamannahópur um jarðfræði, fjallaði um skjálftavirknina í Facebook-færslu í dag þar sem því var haldið fram að fjöldi uppsafnaðra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefði tekið mikinn sveig upp á við um helgina. Ekkert hægt að lesa í virknina Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur skjálftana í dag ekki benda til neins en undanfarnar vikur hafi skjálftavirkni aukist jafnt og þétt. Ekki sé hægt að horfa á virknina dag frá degi og reyna að túlka hana. „Vissulega núna viku frá viku hefur verið aukning og það er eðlilegt miðað við það að það er áframhaldandi kvikuinnstreymi undir Svartsengi og þar af leiðandi meiri spenna sem þarf að losna í formi fleiri skjálfta,“ segir Jóhanna. „Það er áfram mikil skjálftavirkni en ekki mesta skjálftavirkni á einum sólarhring sem við höfum séð í þessum mánuði, til dæmis,“ segir hún. Gos geti hafist hvenær sem er Við megum áfram eiga von á þessum skjálftum á meðan kvikumagnið eykst? „Jájá og við höfum séð það í undanfara allra gosa sem hafa orðið þarna að skjálftavirkni fer vaxandi á Sundhnúksgígaröðinni, sérstaklega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógafells, vikurnar og dagana áður en gos hefst,“ segir Jóhanna. „Auðvitað erum við í þeirri stöðu áfram að gos getur hafist hvenær sem er,“ sagði Jóhanna og bætti við: „En það er ekkert hægt að lesa út úr þessu neitt meira en að það er aukin spenna áfram.“ Í fyrri eldgosum hefur skjálftavirknin alla jafna haldið áfram að aukast þar til gos hefst. Kvikuhlaup hefur í öll skiptin hafist með ákafri skjálftahrinu en Jóhanna segir að þar sé miða við annan skjálfta- og tímaskala. „Þó hafi hægt á því á undanförnum vikum þá er áfram landris og þar af leiðandi er kvika að streyma inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er áfram aukin spenna og við erum áfram á tánum og bíðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira