Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 00:08 Ingvar Smári Birgisson er fulltrúi í stjórn Ríkisútvarpsins fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varaformaður stjórnarinnar. Hann telur Rúv þurfa að svara betur fyrir ásakanir á hendur stofuninni. Vísir/Vilhelm og aðsend Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi Ríkisútvarpsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttastofa Rúv fjallaði fyrst um málið. Sjötti og síðasti liður fundarins hét „sérumræða um mál sem var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra“ og var hann tekinn fyrir af einum stjórnarmanni, Ingvari Smára Birgissyni. Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, óskaði eftir því við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að stofnuð yrði rannsóknarnefnd um byrlunarmálið svokallað. Tekin verður ákvörðun um það hvort nefndin taki málið fyrir þegar starfsmaður hennar hefur unnið útdrátt úr gögnum málsins. Útvarpsstjóri ítrekaði fyrri yfirlýsingar Í sérumræðu fundarins gerði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, grein fyrir því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins hefðu vitneskju um málið umfram það sem fram hafi komið opinberlega og í rannsóknargögnum. Hann gerði í kjölfarið grein fyrir samskiptum sínum við lögreglu í tengslum við málið sem hefðu falist í þremur erindum og svörum við þeim. Þá sagði hann að fullyrðingar um að rannsókn málsins hafi tafist af þessum ástæðum vera rangar. Jafnframt væri rangt að símanúmer sem fréttamenn Kveiks notuðu hafi verið skráð í apríl 2021, það hafi verið skráð þremur árum fyrr. Útvarpsstjóri minnti síðan á yfirlýsingu hans og fréttastjóra frá febrúar 2022 þegar rannsókn lögreglu hófst. Þar hafi komið fram að forsenda fyrir því að fjölmiðlar gætu rækt hlutverk sitt væri að þeir gætu tekið við upplýsingum í trúnaði án þess að gera grein fyrir því hvaðan eða frá hverjum þær kæmu. Ásakanir sem þurfi að svara með skilmerkilegum hætti Eftir að útvarpsstjóri lauk máli sínu bókaði Ingvar Smári bókun sem hljóðaði svo: „Mikilvægt er að Ríkisútvarpið bregðist umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem eru hafðar uppi gagnvart stofnuninnni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er. Þannig telur undirritaður að best megi verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi Ríkisútvarpsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttastofa Rúv fjallaði fyrst um málið. Sjötti og síðasti liður fundarins hét „sérumræða um mál sem var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra“ og var hann tekinn fyrir af einum stjórnarmanni, Ingvari Smára Birgissyni. Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, óskaði eftir því við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að stofnuð yrði rannsóknarnefnd um byrlunarmálið svokallað. Tekin verður ákvörðun um það hvort nefndin taki málið fyrir þegar starfsmaður hennar hefur unnið útdrátt úr gögnum málsins. Útvarpsstjóri ítrekaði fyrri yfirlýsingar Í sérumræðu fundarins gerði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, grein fyrir því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins hefðu vitneskju um málið umfram það sem fram hafi komið opinberlega og í rannsóknargögnum. Hann gerði í kjölfarið grein fyrir samskiptum sínum við lögreglu í tengslum við málið sem hefðu falist í þremur erindum og svörum við þeim. Þá sagði hann að fullyrðingar um að rannsókn málsins hafi tafist af þessum ástæðum vera rangar. Jafnframt væri rangt að símanúmer sem fréttamenn Kveiks notuðu hafi verið skráð í apríl 2021, það hafi verið skráð þremur árum fyrr. Útvarpsstjóri minnti síðan á yfirlýsingu hans og fréttastjóra frá febrúar 2022 þegar rannsókn lögreglu hófst. Þar hafi komið fram að forsenda fyrir því að fjölmiðlar gætu rækt hlutverk sitt væri að þeir gætu tekið við upplýsingum í trúnaði án þess að gera grein fyrir því hvaðan eða frá hverjum þær kæmu. Ásakanir sem þurfi að svara með skilmerkilegum hætti Eftir að útvarpsstjóri lauk máli sínu bókaði Ingvar Smári bókun sem hljóðaði svo: „Mikilvægt er að Ríkisútvarpið bregðist umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem eru hafðar uppi gagnvart stofnuninnni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er. Þannig telur undirritaður að best megi verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira