Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 00:08 Ingvar Smári Birgisson er fulltrúi í stjórn Ríkisútvarpsins fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varaformaður stjórnarinnar. Hann telur Rúv þurfa að svara betur fyrir ásakanir á hendur stofuninni. Vísir/Vilhelm og aðsend Stjórnarmaður í stjórn Ríkisútvarpsins bókaði á fundi stjórnarinnar að stofnunin þyrfti að bregðast við alvarlegum ásökunum á hendur henni vegna byrlunarmálsins umfram það sem þegar hefði verið gert með ítarlegri upplýsingagjöf. Þannig mætti verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi Ríkisútvarpsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttastofa Rúv fjallaði fyrst um málið. Sjötti og síðasti liður fundarins hét „sérumræða um mál sem var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra“ og var hann tekinn fyrir af einum stjórnarmanni, Ingvari Smára Birgissyni. Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, óskaði eftir því við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að stofnuð yrði rannsóknarnefnd um byrlunarmálið svokallað. Tekin verður ákvörðun um það hvort nefndin taki málið fyrir þegar starfsmaður hennar hefur unnið útdrátt úr gögnum málsins. Útvarpsstjóri ítrekaði fyrri yfirlýsingar Í sérumræðu fundarins gerði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, grein fyrir því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins hefðu vitneskju um málið umfram það sem fram hafi komið opinberlega og í rannsóknargögnum. Hann gerði í kjölfarið grein fyrir samskiptum sínum við lögreglu í tengslum við málið sem hefðu falist í þremur erindum og svörum við þeim. Þá sagði hann að fullyrðingar um að rannsókn málsins hafi tafist af þessum ástæðum vera rangar. Jafnframt væri rangt að símanúmer sem fréttamenn Kveiks notuðu hafi verið skráð í apríl 2021, það hafi verið skráð þremur árum fyrr. Útvarpsstjóri minnti síðan á yfirlýsingu hans og fréttastjóra frá febrúar 2022 þegar rannsókn lögreglu hófst. Þar hafi komið fram að forsenda fyrir því að fjölmiðlar gætu rækt hlutverk sitt væri að þeir gætu tekið við upplýsingum í trúnaði án þess að gera grein fyrir því hvaðan eða frá hverjum þær kæmu. Ásakanir sem þurfi að svara með skilmerkilegum hætti Eftir að útvarpsstjóri lauk máli sínu bókaði Ingvar Smári bókun sem hljóðaði svo: „Mikilvægt er að Ríkisútvarpið bregðist umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem eru hafðar uppi gagnvart stofnuninnni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er. Þannig telur undirritaður að best megi verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi Ríkisútvarpsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttastofa Rúv fjallaði fyrst um málið. Sjötti og síðasti liður fundarins hét „sérumræða um mál sem var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra“ og var hann tekinn fyrir af einum stjórnarmanni, Ingvari Smára Birgissyni. Málið var til rannsóknar í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla, sem ríkissaksóknari staðfesti. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, óskaði eftir því við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að stofnuð yrði rannsóknarnefnd um byrlunarmálið svokallað. Tekin verður ákvörðun um það hvort nefndin taki málið fyrir þegar starfsmaður hennar hefur unnið útdrátt úr gögnum málsins. Útvarpsstjóri ítrekaði fyrri yfirlýsingar Í sérumræðu fundarins gerði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, grein fyrir því að hvorki hann né aðrir stjórnendur Ríkisútvarpsins hefðu vitneskju um málið umfram það sem fram hafi komið opinberlega og í rannsóknargögnum. Hann gerði í kjölfarið grein fyrir samskiptum sínum við lögreglu í tengslum við málið sem hefðu falist í þremur erindum og svörum við þeim. Þá sagði hann að fullyrðingar um að rannsókn málsins hafi tafist af þessum ástæðum vera rangar. Jafnframt væri rangt að símanúmer sem fréttamenn Kveiks notuðu hafi verið skráð í apríl 2021, það hafi verið skráð þremur árum fyrr. Útvarpsstjóri minnti síðan á yfirlýsingu hans og fréttastjóra frá febrúar 2022 þegar rannsókn lögreglu hófst. Þar hafi komið fram að forsenda fyrir því að fjölmiðlar gætu rækt hlutverk sitt væri að þeir gætu tekið við upplýsingum í trúnaði án þess að gera grein fyrir því hvaðan eða frá hverjum þær kæmu. Ásakanir sem þurfi að svara með skilmerkilegum hætti Eftir að útvarpsstjóri lauk máli sínu bókaði Ingvar Smári bókun sem hljóðaði svo: „Mikilvægt er að Ríkisútvarpið bregðist umfram það sem þegar hefur verið gert við þeim alvarlegu ásökunum, sem eru hafðar uppi gagnvart stofnuninnni í málinu. Um alvarlegar ásakanir er að ræða sem nauðsynlegt er að svara með skilmerkilegum hætti og ítarlegri upplýsingagjöf, með það að markmiði að staðreyndir málsins liggi fyrir og málið verði upplýst eins og kostur er. Þannig telur undirritaður að best megi verja orðspor og heiður Ríkisútvarpsins.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira