Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 25. mars 2025 10:30 Í ákærunni segir að bíl mannanna hafi verið ekið að Gróttuvita en síðan snúið við. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsisviptingu og tilraun til ráns í því skyni að afa verðmæti af fórnarlambi þeirra. Mennirnir, sem eru tveir á fimmtugsaldri og einn á þrítugsaldri, eru sagðir hafa framið þessi meintu brot sín í Reykjavík og reyndar líka á Seltjarnarnesi. Í ákæru, sem er birt í Lögbirtingablaðinu, segir að sunnudagskvöldið 14. júní 2020 hafi yngsti árásarmaðurinn hringt í fórnarlamb þeirra, annan mann, og mælt sér mót við hann við heimili hans í miðbænum. Þar hafi ungi árásarmaðurinn reynt að fá hinn manninn inn í bíl, en hann hörfað. Ungi árásarmaðurinn og einn þeirra eldri hafi þá náð honum á hlaupum, veist að honum með ofbeldi og sparkað í hann liggjandi. Sá ungi er sagður hafa slegið hann með felgulykli og síðan hafi þeir neytt manninn í bílinn gegn vilja hans. Þriðji árásarmaðurinn mun hafa ekið bílnum að Gróttuvita, en þar var henni snúið við. Ógeðfelldar lýsingar Á meðan ökuferðinni stóð mun annar eldri árásarmannanna hafa veitt manninum ítrekuð hnefahögg, og högg og stungur með felgulykli. Árásarmennirnir eru sagðir hafa krafist þess að maðurinn myndi greiða þeim peninga innan mánaðar. Þá hafi þeir hótað manninum því að líf hans væri í hættu ef hann leitaði til lögreglunnar. Bíllinn mun að endingu hafa verið stöðvaður af lögreglu í Tryggvagötu. Í ákæru segir að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið ýmsa áverka víðs vegar um líkamann, meðal annars „marbletti, eymsl og kúlur yfir hægra auga, skurð framan við og ofan við vinstra eyra sem þurfti að sauma.“ Þess er krafist fyrir hans hönd að mennirnir þrír greiði honum 1,5 milljónir króna í miskabætur. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Í ákæru, sem er birt í Lögbirtingablaðinu, segir að sunnudagskvöldið 14. júní 2020 hafi yngsti árásarmaðurinn hringt í fórnarlamb þeirra, annan mann, og mælt sér mót við hann við heimili hans í miðbænum. Þar hafi ungi árásarmaðurinn reynt að fá hinn manninn inn í bíl, en hann hörfað. Ungi árásarmaðurinn og einn þeirra eldri hafi þá náð honum á hlaupum, veist að honum með ofbeldi og sparkað í hann liggjandi. Sá ungi er sagður hafa slegið hann með felgulykli og síðan hafi þeir neytt manninn í bílinn gegn vilja hans. Þriðji árásarmaðurinn mun hafa ekið bílnum að Gróttuvita, en þar var henni snúið við. Ógeðfelldar lýsingar Á meðan ökuferðinni stóð mun annar eldri árásarmannanna hafa veitt manninum ítrekuð hnefahögg, og högg og stungur með felgulykli. Árásarmennirnir eru sagðir hafa krafist þess að maðurinn myndi greiða þeim peninga innan mánaðar. Þá hafi þeir hótað manninum því að líf hans væri í hættu ef hann leitaði til lögreglunnar. Bíllinn mun að endingu hafa verið stöðvaður af lögreglu í Tryggvagötu. Í ákæru segir að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið ýmsa áverka víðs vegar um líkamann, meðal annars „marbletti, eymsl og kúlur yfir hægra auga, skurð framan við og ofan við vinstra eyra sem þurfti að sauma.“ Þess er krafist fyrir hans hönd að mennirnir þrír greiði honum 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira