Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. mars 2025 13:32 Kristbjörg segir óumbeðnar ráðleggingar um fegrunaraðgerðir geta haft áhrif á sjálfstraust fólks. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum. Kristbjörg segir frá heimsókn sinni í fegrunarmeðferð erlendis, þar sem hún fór í LPG-tíma, nuddmeðferð sem eykur blóðflæðið og styrkir húðina. Hún hafði ekki komið á stofuna í tæpt ár þegar snyrtifræðingurinn tók á móti henni með orðunum: „Fröken, þú hefur þyngst,“ á sama tíma og hún kleip Kristbjörgu í handlegginn, magann og innanverð læri. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur í gegnum meðferðina endurtók hún þetta og lagði til aðrar meðferðir til að láta hana líta „grennri út.“ Kristbjörg hefur áður lent í sambærilegum aðstæðum. Hún segir að tveir mismunandi húðlæknar sem hún hafi heimsótt á síðasta ári hafi sagt henni að hún þyrfti nauðsynlega á bótoxi að halda til að líta betur út, þrátt fyrir að hún hafi aldrei beðið um slíkt ráð. Hún hafði einungis verið að leita leiða til að örva kollagenframleiðslu án þess að láta sprauta neinu í sig. „Ég er nokkuð örugg með sjálfa mig – en verum hreinskilin, við eigum öll okkar daga þar sem við upplifum okkur ekki sem okkar besta sjálf. Hefði þetta gerst þegar ég var yngri eða á einhvern af þeim viðkvæmari dögum, hefði þetta getað haft mikil áhrif á mig.“ „Og það er einmitt málið. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Þyngdaraukning, breytingar á húð, þreytt augu – þetta getur stafað af streitu, veikindum, hormónabreytingum, lífsbreytingum eða einfaldlega því að vera mannleg. Samt eru svona athugasemdir oft látnar falla af léttúð, oft dulbúnar sem „faglegt ráð“ eða sölumál. Það er pirrandi. Það er skaðlegt. Og það er ekki í lagi. Sem einkaþjálfari myndi ég aldrei labba upp að manneskju og tjá mig á þennan hátt um líkama hennar. Það eru til hlýlegri og virðingarmeiri leiðir til að styðja við fólk. Auðvitað er ekkert að því að veita faglega ráðgjöf þegar eftir henni er óskað og hún er gefin af alúð.“ Kristbjörg hvetur fólk til að vanda orð sín, vera mild í nálgun og hætta að gera ráð fyrir að fegurð sé bundin við eina stærð, lögun eða aldur. „Sjálfstraust á að byggja upp, ekki brjóta niður. Og enginn á rétt á að græða á því að láta þér líða eins og þú sért ekki nóg.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness) Heilsa Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Kristbjörg segir frá heimsókn sinni í fegrunarmeðferð erlendis, þar sem hún fór í LPG-tíma, nuddmeðferð sem eykur blóðflæðið og styrkir húðina. Hún hafði ekki komið á stofuna í tæpt ár þegar snyrtifræðingurinn tók á móti henni með orðunum: „Fröken, þú hefur þyngst,“ á sama tíma og hún kleip Kristbjörgu í handlegginn, magann og innanverð læri. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur í gegnum meðferðina endurtók hún þetta og lagði til aðrar meðferðir til að láta hana líta „grennri út.“ Kristbjörg hefur áður lent í sambærilegum aðstæðum. Hún segir að tveir mismunandi húðlæknar sem hún hafi heimsótt á síðasta ári hafi sagt henni að hún þyrfti nauðsynlega á bótoxi að halda til að líta betur út, þrátt fyrir að hún hafi aldrei beðið um slíkt ráð. Hún hafði einungis verið að leita leiða til að örva kollagenframleiðslu án þess að láta sprauta neinu í sig. „Ég er nokkuð örugg með sjálfa mig – en verum hreinskilin, við eigum öll okkar daga þar sem við upplifum okkur ekki sem okkar besta sjálf. Hefði þetta gerst þegar ég var yngri eða á einhvern af þeim viðkvæmari dögum, hefði þetta getað haft mikil áhrif á mig.“ „Og það er einmitt málið. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Þyngdaraukning, breytingar á húð, þreytt augu – þetta getur stafað af streitu, veikindum, hormónabreytingum, lífsbreytingum eða einfaldlega því að vera mannleg. Samt eru svona athugasemdir oft látnar falla af léttúð, oft dulbúnar sem „faglegt ráð“ eða sölumál. Það er pirrandi. Það er skaðlegt. Og það er ekki í lagi. Sem einkaþjálfari myndi ég aldrei labba upp að manneskju og tjá mig á þennan hátt um líkama hennar. Það eru til hlýlegri og virðingarmeiri leiðir til að styðja við fólk. Auðvitað er ekkert að því að veita faglega ráðgjöf þegar eftir henni er óskað og hún er gefin af alúð.“ Kristbjörg hvetur fólk til að vanda orð sín, vera mild í nálgun og hætta að gera ráð fyrir að fegurð sé bundin við eina stærð, lögun eða aldur. „Sjálfstraust á að byggja upp, ekki brjóta niður. Og enginn á rétt á að græða á því að láta þér líða eins og þú sért ekki nóg.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)
Heilsa Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira