Eygló í þyngri flokki en samt best allra Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 12:46 Íslenski hópurinn rakaði til sín verðlaunum á Smáþjóðamótinu í lyftingum á Möltu. LSÍ Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð. Ísland vann einnig liðakeppni kvenna og varð í 2. sæti í liðakeppni karla. Eygló varð stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að keppa í -76 kg flokki en yfirleitt keppir hún í -71 kg flokki. Hún létti sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. Eygló, sem er ríkjandi Evrópumeistari ungmenna og varð í 4. sæti á HM í desember, lyfti mest 106 kg í snörun um helgina og 130 kg í jafnhendingu en þar rétt missti hún lokatilraun sína, við 134 kg. Samanlagt lyfti Eygló því 236 kg og á hún nú öll þrjú Íslandsmetin í -76 kg flokki, rétt eins og í sínum vanalega þyngdarflokki. Nálægt Norðurlandametum Eygló tók metin af Guðnýju Björk Stefánsdóttur sem varð í 2. sæti í stigakeppni kvenna á mótinu á Möltu. Bergur Sverrisson varð í 2. sæti í stigakeppni karla. Ef Eygló hefði náð 134 kg í jafhendingu, og verið að keppa í sínum -71 kg flokki, þá hefði verið um að ræða 1 kg bætingu á Norðurlandameti hennar í samanlögðu. Hún lyfti nefnilega samtals 239 kg þegar hún varð í 4. sæti á HM í desember. Einnig hefði 134 kg verið bæting á Norðurlandameti Patriciu Strenius í jafnhendingu sem er 133 kg. Ísland endaði með 1.244,02 stig á Smáþjóðamótinu, Malta með 1.195,80 stig, Kýpur með 1.158,09 stig, Færeyjar 1.047,80 stig, Lúxemborg með 958,74 stig, Mónakó með 766,53 stig og San Marínó með 752,20 stig. Lyftingar Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Ísland vann einnig liðakeppni kvenna og varð í 2. sæti í liðakeppni karla. Eygló varð stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að keppa í -76 kg flokki en yfirleitt keppir hún í -71 kg flokki. Hún létti sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. Eygló, sem er ríkjandi Evrópumeistari ungmenna og varð í 4. sæti á HM í desember, lyfti mest 106 kg í snörun um helgina og 130 kg í jafnhendingu en þar rétt missti hún lokatilraun sína, við 134 kg. Samanlagt lyfti Eygló því 236 kg og á hún nú öll þrjú Íslandsmetin í -76 kg flokki, rétt eins og í sínum vanalega þyngdarflokki. Nálægt Norðurlandametum Eygló tók metin af Guðnýju Björk Stefánsdóttur sem varð í 2. sæti í stigakeppni kvenna á mótinu á Möltu. Bergur Sverrisson varð í 2. sæti í stigakeppni karla. Ef Eygló hefði náð 134 kg í jafhendingu, og verið að keppa í sínum -71 kg flokki, þá hefði verið um að ræða 1 kg bætingu á Norðurlandameti hennar í samanlögðu. Hún lyfti nefnilega samtals 239 kg þegar hún varð í 4. sæti á HM í desember. Einnig hefði 134 kg verið bæting á Norðurlandameti Patriciu Strenius í jafnhendingu sem er 133 kg. Ísland endaði með 1.244,02 stig á Smáþjóðamótinu, Malta með 1.195,80 stig, Kýpur með 1.158,09 stig, Færeyjar 1.047,80 stig, Lúxemborg með 958,74 stig, Mónakó með 766,53 stig og San Marínó með 752,20 stig.
Lyftingar Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira