Porto vann sannfærandi sjö marka sigur á Toulouse og er í virkilega góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna, lokatölur 35-28. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk í liði Porto og gaf eina stoðsendingu.
Benfica vann öllu naumari sigur á danska liðinu GOG, lokatölur 33-31 í Lissabon. Stiven Tobar Valencia fór mikinn og skoraði fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.
Síðari leikirnir fara fram 1. apríl næstkomandi. Þá ræðst hvaða lið komast í undanúrslit.