Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 23:20 Sjálfa sem Curiosity tók á mars árið 2023. NASA/JPL-Caltech/MSSS Könnunarfarið Curiosity, sem er statt á yfirborð Mars, hefur fundið stærstu lífrænu sameindirnar hingað til. Fundurinn gefur til kynna að líffræðilegir ferlar hafi verið komnir lengra á Mars en áður hefur verið talið. Um er að ræða langar sameindir kolefna sem fundust í grjóti og er talið að hafi verið brot úr fitusýru. Slíkar sýrur eru meðal frumeininga lífs á jörðinni, samkvæmt grein á vef Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) um uppgötvunina. I came, I saw, I detected some of the largest organic molecules on Mars using my onboard science lab. 👀It could be the best evidence yet that organic chemistry advanced toward the kind of complexity required for an origin of life on the Red Planet. https://t.co/gheRVvhmrd pic.twitter.com/2bWEkkK9zm— Curiosity Rover (@MarsCuriosity) March 25, 2025 Lífverur mynda frumuhimnur úr fitusýrum, meðal annars til að verja frumuveggi. Þær geta þó einnig orðið til í lífrænum ferlum án lífvera, eins og þegar vatn blandast við steinefni í kringum við hveri neðansjávar. Sýnið var tekið í maí 2013 á stað í Gale-gígnum sem var eitt sinn botn stöðuvatns. Sýni sem tekin voru þar innihalda fjölmörg efni sem hafa varpað ljósi á sögu svæðisins. Í grein NASA segir ómögulegt að skera úr um við hvaða aðstæður þessar sameindir urðu til en fundurinn hefur þó gert vísindamenn spennta. Þessar stóru sameindir auka líkurnar á því að líf hafi fundist á Mars á árum áður. Sömuleiðis þykir þessi uppgötvun auka líkurnar á því að hægt verði að finna ummerki lífs einhvern tímann og dregur hún úr áhyggjum vísindamanna varðandi það að allar slíkar sameindir hafi eyðilagst vegna mikillar geislunar og slæmra aðstæðna á Mars undanfarna tuga milljóna ára. „Það eru vísbendingar um að fljótandi vatn hafi mátt finna í Gale-gíg í milljónir ára og jafnvel mun lengur, sem þýðir að það var nægur tími fyrir líffræðilega ferla í þessum gígum á Mars,“ er haft eftir einum vísindamannanna sem greindu sýnið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Curiosity finnur lífrænar sameindir á Mars en það hefur bandaríski könnunarjeppinn Perseverence einnig gert. Sjá einnig: Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Uppgötvunin þykir einnig jákvæð varðandi ætlanir forsvarsmanna NASA þegar kemur að því að sækja sýni til Mars. Perseverance hefur safnað sýnum í og við Jezero-gíginn, sem var fullur af vatni á árum áður. Með því að koma sýnunum til jarðar vonast vísindamenn til að geta grandskoðað þau og mögulega svara þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. Sjá einnig: Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sýnið sem stóru sameindirnar fundust í gætu innihaldið enn stærri sameindir en rannsóknarbúnaður Curiosity er ekki nægilega öflugur til að greina það betur. Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. 19. janúar 2024 14:22 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Um er að ræða langar sameindir kolefna sem fundust í grjóti og er talið að hafi verið brot úr fitusýru. Slíkar sýrur eru meðal frumeininga lífs á jörðinni, samkvæmt grein á vef Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) um uppgötvunina. I came, I saw, I detected some of the largest organic molecules on Mars using my onboard science lab. 👀It could be the best evidence yet that organic chemistry advanced toward the kind of complexity required for an origin of life on the Red Planet. https://t.co/gheRVvhmrd pic.twitter.com/2bWEkkK9zm— Curiosity Rover (@MarsCuriosity) March 25, 2025 Lífverur mynda frumuhimnur úr fitusýrum, meðal annars til að verja frumuveggi. Þær geta þó einnig orðið til í lífrænum ferlum án lífvera, eins og þegar vatn blandast við steinefni í kringum við hveri neðansjávar. Sýnið var tekið í maí 2013 á stað í Gale-gígnum sem var eitt sinn botn stöðuvatns. Sýni sem tekin voru þar innihalda fjölmörg efni sem hafa varpað ljósi á sögu svæðisins. Í grein NASA segir ómögulegt að skera úr um við hvaða aðstæður þessar sameindir urðu til en fundurinn hefur þó gert vísindamenn spennta. Þessar stóru sameindir auka líkurnar á því að líf hafi fundist á Mars á árum áður. Sömuleiðis þykir þessi uppgötvun auka líkurnar á því að hægt verði að finna ummerki lífs einhvern tímann og dregur hún úr áhyggjum vísindamanna varðandi það að allar slíkar sameindir hafi eyðilagst vegna mikillar geislunar og slæmra aðstæðna á Mars undanfarna tuga milljóna ára. „Það eru vísbendingar um að fljótandi vatn hafi mátt finna í Gale-gíg í milljónir ára og jafnvel mun lengur, sem þýðir að það var nægur tími fyrir líffræðilega ferla í þessum gígum á Mars,“ er haft eftir einum vísindamannanna sem greindu sýnið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Curiosity finnur lífrænar sameindir á Mars en það hefur bandaríski könnunarjeppinn Perseverence einnig gert. Sjá einnig: Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Uppgötvunin þykir einnig jákvæð varðandi ætlanir forsvarsmanna NASA þegar kemur að því að sækja sýni til Mars. Perseverance hefur safnað sýnum í og við Jezero-gíginn, sem var fullur af vatni á árum áður. Með því að koma sýnunum til jarðar vonast vísindamenn til að geta grandskoðað þau og mögulega svara þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. Sjá einnig: Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sýnið sem stóru sameindirnar fundust í gætu innihaldið enn stærri sameindir en rannsóknarbúnaður Curiosity er ekki nægilega öflugur til að greina það betur.
Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. 19. janúar 2024 14:22 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. 19. janúar 2024 14:22