Lífið

Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á í­búðar­kaup

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vel gekk að spara fyrsta mánuðinn.
Vel gekk að spara fyrsta mánuðinn.

Önnur þáttaröð af Viltu finna milljón? hóf göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þættirnir eru á dagskrá á mánudagskvöldum. Þar er fylgst með þremur pörum sem eru að taka fjármálin sín í gegn.

Í síðasta þætti voru föstu útgjöldin tekin í gegn og náðu þeir Jóhann Kristian Jóhannsson og Askur Árnason Nielsen að lækka þau um 34 þúsund krónur á mánuði. En Arnar og Hrefna þáttastjórnendur skoðuðu aftur á móti sparnað parsins yfir einn mánuð. 

Þeir náðu heilt yfir að leggja fyrir tæplega fimm hundruð þúsund krónur á einum mánuði. Í byrjun seríunnar var planið þeirra að ná að safna sér einni milljón á fimm mánuðum.

Nú er komið nýtt markmið að reyna safna sér um þremur milljónum og freista þess að fjárfesta í eign með aðstoð hlutdeildarláns. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Spöruðu tæplega fimm hundruð þúsund á mánuði og stefna á íbúðarkaup





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.