Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 07:46 Til eru myndir af flugvélum fullum af börnum á leið úr landi til ættleiðingar. Getty Suðurkóresk „sannleiksnefnd“ hefur komist að þeirri niðurstöðu að tugþúsundir barna hafi verið send úr landi eins og „farangur“, til ættleiðingar erlendis. Nefndarmenn hvetja stjórnvöld til að biðjast afsökunar. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru stjórnvöld svo áfram um að senda börn til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953, að ættleiðingarfyrirtækjum voru veitt óeðlilegt vald og komust upp með ýmis brot. Yfirmönnum fjögurra þeirra var heimilað að skrá sig sem forráðamenn barnanna, sem voru svo send jafnóðum út landi. Verðandi foreldrar greiddu það sem voru þá fúlgur fjár í Suður-Kóreu fyrir börnin. Um 200.000 börn voru ættleidd með þessum hætti, til að mynda 8.837 árið 1985. Upplýsingarnar sem fylgdu börnunum voru oft eintómur uppspuni og þá gerðist það að börn dóu eftir að þeim var úthlutað til foreldra og þá annað barn einfaldlega fundið í staðinn og sent út undir sama nafni. Þá var fullyrt að börnin væru munaðarlaus, þegar þau áttu í raun og veru foreldra. Í sumum tilvikum virðist þeim hreinlega hafa verið rænt og mæðrunum sagt að þau hefðu látist. Alls gáfu 367 ættleiddir einstaklingar sig fram við nefndina og óskuðu þess að mál þeirra yrðu rannsökuð. Margir þeirra voru ættleiddir til Danmerkur, meðal annars Mia Lee Sorensen, hvers blóðforeldrar voru á lífi þegar henni tókst að hafa upp á þeim árið 2022. Þau trúðu vart að Sorensen væri dóttir þeirra, þar sem þeim hafði verið sagt að hún hefði dáið í fæðingu. Anja Pedersen er önnur, en hún var send til Danmerkur árið 1976, undir nafni stúlku sem lést áður en ættleiðingin gekk í gegn. New York Times fjallar ítarlega um málið. Suður-Kórea Ættleiðingar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Nefndarmenn hvetja stjórnvöld til að biðjast afsökunar. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru stjórnvöld svo áfram um að senda börn til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953, að ættleiðingarfyrirtækjum voru veitt óeðlilegt vald og komust upp með ýmis brot. Yfirmönnum fjögurra þeirra var heimilað að skrá sig sem forráðamenn barnanna, sem voru svo send jafnóðum út landi. Verðandi foreldrar greiddu það sem voru þá fúlgur fjár í Suður-Kóreu fyrir börnin. Um 200.000 börn voru ættleidd með þessum hætti, til að mynda 8.837 árið 1985. Upplýsingarnar sem fylgdu börnunum voru oft eintómur uppspuni og þá gerðist það að börn dóu eftir að þeim var úthlutað til foreldra og þá annað barn einfaldlega fundið í staðinn og sent út undir sama nafni. Þá var fullyrt að börnin væru munaðarlaus, þegar þau áttu í raun og veru foreldra. Í sumum tilvikum virðist þeim hreinlega hafa verið rænt og mæðrunum sagt að þau hefðu látist. Alls gáfu 367 ættleiddir einstaklingar sig fram við nefndina og óskuðu þess að mál þeirra yrðu rannsökuð. Margir þeirra voru ættleiddir til Danmerkur, meðal annars Mia Lee Sorensen, hvers blóðforeldrar voru á lífi þegar henni tókst að hafa upp á þeim árið 2022. Þau trúðu vart að Sorensen væri dóttir þeirra, þar sem þeim hafði verið sagt að hún hefði dáið í fæðingu. Anja Pedersen er önnur, en hún var send til Danmerkur árið 1976, undir nafni stúlku sem lést áður en ættleiðingin gekk í gegn. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Suður-Kórea Ættleiðingar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira