Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2025 12:33 Arnór tók lífið í gegn eftir áfallið. Kaflaskil urðu í lífi Arnórs Sveinssonar fyrir um fimmtán árum þegar að hann missti náinn frænda sinn í djammferð áhafnar sem þeir tilheyrðu báðir. Arnór hafði þá unnið á sjó í um ellefu ár en ákvað að snúa við blaðinu. Lífið sem sjómaður hafi einkennst af miklu djammi og lítilli sjálfsvinnu en nú starfar hann við að leiða fólk í átt að bættu lífi og minni streitu. Tómas Arnar Þorláksson hitti Arnór í Íslandi í dag í vikunni. „Það sem leiddi mig áfram í þetta var áfall. Frændi minn dó. Við vorum saman á sjó og vorum í utanlandsferð sem öll áhöfnin var í. Til að gera langa sögu stutta þá fékk þetta áfall mig til að horfa öðruvísi á lífið. Ég fór að ferðast um heiminn, fór til Taílands og þar kemst ég í kynni við munk sem ég byrja að læra hugleiðslu hjá,“ segir Arnór sem heldur úti vefíðsunni Anda.is. Hann segir lífsstíl hans í dag öðruvísi en þegar hann var sjómaður. Mikill munur sé á honum í dag. „Maður var á frystitogara og því voru túrarnir þrjátíu til fjörutíu dagar. Svo var maður í frí í mánuð eða meira og ég var bara mikið að djamma og ekki mikið að spá í heilsunni,“ segir Arnór. Á þeim fimmtán árum sem Arnór hefur kynnt sér sjálfsrækt hefur hann kynnst allskyns aðferðum og má þar helst nefna jóga, öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, líffæranudd, markþjálfun og kuldaþjálfun. „Það sem hefur mestu áhrifin er öndun. Þú getur alltaf valið að breyta öndun. Ef þú andar krónískt með munninum, þá til að mynda breytir miklu fyrir taugakerfið að byrja anda með nefinu. Að breyta öndun getur haft mjög róandi áhrif á taugakerfið,“ segir Arnór. Innslagið má sjá í heild að ofan. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sveinsson (@arnorsveinsson) Heilsa Ísland í dag Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Arnór hafði þá unnið á sjó í um ellefu ár en ákvað að snúa við blaðinu. Lífið sem sjómaður hafi einkennst af miklu djammi og lítilli sjálfsvinnu en nú starfar hann við að leiða fólk í átt að bættu lífi og minni streitu. Tómas Arnar Þorláksson hitti Arnór í Íslandi í dag í vikunni. „Það sem leiddi mig áfram í þetta var áfall. Frændi minn dó. Við vorum saman á sjó og vorum í utanlandsferð sem öll áhöfnin var í. Til að gera langa sögu stutta þá fékk þetta áfall mig til að horfa öðruvísi á lífið. Ég fór að ferðast um heiminn, fór til Taílands og þar kemst ég í kynni við munk sem ég byrja að læra hugleiðslu hjá,“ segir Arnór sem heldur úti vefíðsunni Anda.is. Hann segir lífsstíl hans í dag öðruvísi en þegar hann var sjómaður. Mikill munur sé á honum í dag. „Maður var á frystitogara og því voru túrarnir þrjátíu til fjörutíu dagar. Svo var maður í frí í mánuð eða meira og ég var bara mikið að djamma og ekki mikið að spá í heilsunni,“ segir Arnór. Á þeim fimmtán árum sem Arnór hefur kynnt sér sjálfsrækt hefur hann kynnst allskyns aðferðum og má þar helst nefna jóga, öndun, líkamsrækt, tónheilun, stoðkerfislausnir, líffæranudd, markþjálfun og kuldaþjálfun. „Það sem hefur mestu áhrifin er öndun. Þú getur alltaf valið að breyta öndun. Ef þú andar krónískt með munninum, þá til að mynda breytir miklu fyrir taugakerfið að byrja anda með nefinu. Að breyta öndun getur haft mjög róandi áhrif á taugakerfið,“ segir Arnór. Innslagið má sjá í heild að ofan. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sveinsson (@arnorsveinsson)
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira