Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 15:16 Baldur Fritz Bjarnason var langmarkahæstur í Olís-deild karla í vetur. Hann skoraði 211 mörk. Næstu menn, Reynir Þór Stefánsson úr Fram og Gróttumaðurinn Jón Ómar Gíslason, skoruðu 159 mörk hvor. ír ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla. Eftir því sem næst verður komist á hann metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili í efstu deild karla í handbolta. Baldur skoraði tíu mörk þegar ÍR tapaði fyrir FH, 33-29, í lokaumferð Olís-deildarinnar í gær. Tapið kom ekki að sök fyrir ÍR-inga sem enduðu í 10. sæti og leika þar með í Olís-deildinni á næsta tímabili. Baldur, sem er aðeins átján ára (fæddur 2007) fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni og varð markakóngur hennar með 211 mörk. Hann lék alla 22 leiki ÍR og var því með 9,59 mörk að meðaltali í leik. Eftir því sem næst verður komist er það met í efstu deild á Íslandi. Metið yfir flest mörk á einu tímabili var, og er enn, í eigu Arnórs Atlasonar. Hann skoraði 237 mörk fyrir KA tímabilið 2003-04, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Arnór Atlason var markahæstur á sínu síðasta tímabili hér heima.vísir/vilhelm Baldur sló ekki metið yfir flest mörk á einu tímabili, enda voru leikirnir í deildinni fjórum fleiri tímabilið 2003-04. En metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili virðist nú vera í eigu hans. Gagnagrunnur HSÍ nær þrjátíu ár aftur í tímann, eða til tímabilsins 1994-95. Upplýsingar um markakónga fyrir þann tíma eru ekki aðgengilegar. Það má þó áætla með nokkurri vissu að metið sé komið í eigu Baldurs enda voru mun færri mörk skoruð í handbolta í fyrndinni. Flest mörk að meðaltali í leik frá 1995 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88 Þrír leikmenn hafa rofið tvö hundruð marka múrinn í efstu deild frá 1995. Baldur og Arnór hafa áður verið nefndir en auk þeirra náði Theodór Sigurbjörnsson því með ÍBV tímabilið 2016-17 (233 mörk). Baldur er sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, sem varð tvívegis markakóngur efstu deildar á sínum ferli. Fyrst tímabilið 2009-10 með FH (149 mörk) og svo með Akureyri tímabilið 2011-12 (163 mörk). Baldur virðist hafa erft markagenið frá föður sínum, Bjarna Fritzsyni.vísir/vilhelm Baldur er jafnframt fyrsti markakóngur ÍR í efstu deild síðan 2014-15 þegar Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 168 mörk, eða 7,64 mörk að meðaltali í leik. Sturla Ásgeirsson varð markakóngur tímabilið á undan (2013-14) og Ragnar Óskarsson tímabilið 1999-00. Olís-deild karla ÍR Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Baldur skoraði tíu mörk þegar ÍR tapaði fyrir FH, 33-29, í lokaumferð Olís-deildarinnar í gær. Tapið kom ekki að sök fyrir ÍR-inga sem enduðu í 10. sæti og leika þar með í Olís-deildinni á næsta tímabili. Baldur, sem er aðeins átján ára (fæddur 2007) fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni og varð markakóngur hennar með 211 mörk. Hann lék alla 22 leiki ÍR og var því með 9,59 mörk að meðaltali í leik. Eftir því sem næst verður komist er það met í efstu deild á Íslandi. Metið yfir flest mörk á einu tímabili var, og er enn, í eigu Arnórs Atlasonar. Hann skoraði 237 mörk fyrir KA tímabilið 2003-04, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Arnór Atlason var markahæstur á sínu síðasta tímabili hér heima.vísir/vilhelm Baldur sló ekki metið yfir flest mörk á einu tímabili, enda voru leikirnir í deildinni fjórum fleiri tímabilið 2003-04. En metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili virðist nú vera í eigu hans. Gagnagrunnur HSÍ nær þrjátíu ár aftur í tímann, eða til tímabilsins 1994-95. Upplýsingar um markakónga fyrir þann tíma eru ekki aðgengilegar. Það má þó áætla með nokkurri vissu að metið sé komið í eigu Baldurs enda voru mun færri mörk skoruð í handbolta í fyrndinni. Flest mörk að meðaltali í leik frá 1995 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88 Þrír leikmenn hafa rofið tvö hundruð marka múrinn í efstu deild frá 1995. Baldur og Arnór hafa áður verið nefndir en auk þeirra náði Theodór Sigurbjörnsson því með ÍBV tímabilið 2016-17 (233 mörk). Baldur er sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, sem varð tvívegis markakóngur efstu deildar á sínum ferli. Fyrst tímabilið 2009-10 með FH (149 mörk) og svo með Akureyri tímabilið 2011-12 (163 mörk). Baldur virðist hafa erft markagenið frá föður sínum, Bjarna Fritzsyni.vísir/vilhelm Baldur er jafnframt fyrsti markakóngur ÍR í efstu deild síðan 2014-15 þegar Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 168 mörk, eða 7,64 mörk að meðaltali í leik. Sturla Ásgeirsson varð markakóngur tímabilið á undan (2013-14) og Ragnar Óskarsson tímabilið 1999-00.
Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88
Olís-deild karla ÍR Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti