Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 28. mars 2025 07:30 Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. Um fimmtíu einstaklingar eru nú í endurhæfingu á vegum Janusar og svipaður fjöldi er á biðlista eftir að komast þar að. Samkvæmt notendum og aðstandendum þeirra er um lífsnauðsynlegt úrræði að ræða fyrir viðkvæm ungmenni með fjölþættan vanda. Þeir eru því verulega uggandi yfir stöðunni. Hjá Janus hefur þessi hópur fengið einstaklingsmiðaða þjónustu með greiðum aðgangi að fagfólki, þ.m.t. geðlæknum. Undanfarið hefur Janus endurhæfingin verið veitt undir hatti Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Með því hefur þjónustan verið kostuð af atvinnulífinu, en framkvæmdastjóri sjóðsins hefur lýst því yfir að viðlíka þjónusta eigi heima í heilbrigðiskerfinu. Það er óhætt að samsinna því, en lokun Janusar verður hins vegar í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstaka áherslu á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurskurður á sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk sem á í engin önnur hús að venda rímar ekki vel við þau fögru fyrirheit. Þúsundir hafa nú skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hverfa frá áformum um lokun Janusar. Aðstandendur þessara viðkvæmu ungmenna og þau sjálf hafa reynt mikið vegna fjölþætts vanda sem þau glíma við. Baráttan við kerfið hefur verið þeim þungbær og sum hver hafa loksins fengið úrlausn sinna mála í Janusi; öðlast þar nýtt líf. Ungmenni sem var til viðtals í Kastljósi lýsti því að hafa stigið sín fyrstu skref út úr áralangri og alvarlegri einangrun og aftur út í lífið með aðstoð Janusar. Yfir helmingur notenda Janusar kemst í vinnu, nám eða virka atvinnuleit fyrir tilstilli endurhæfingarinnar. Forstöðulæknir þar hefur lýst því að lokun úrræðisins þýði áralanga afturför fyrir þverfaglega geðendurhæfingu. Það er óásættanleg niðurstaða fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp í samfélaginu og loðin svör um viðtöl og könnun á framhaldinu eru engin sárabót. Það er til lítils að gefa út háfleygar stefnuyfirlýsingar og setja á oddinn lögfestingu réttindasamnings fólks með fötlun. Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus. Um fimmtíu einstaklingar eru nú í endurhæfingu á vegum Janusar og svipaður fjöldi er á biðlista eftir að komast þar að. Samkvæmt notendum og aðstandendum þeirra er um lífsnauðsynlegt úrræði að ræða fyrir viðkvæm ungmenni með fjölþættan vanda. Þeir eru því verulega uggandi yfir stöðunni. Hjá Janus hefur þessi hópur fengið einstaklingsmiðaða þjónustu með greiðum aðgangi að fagfólki, þ.m.t. geðlæknum. Undanfarið hefur Janus endurhæfingin verið veitt undir hatti Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Með því hefur þjónustan verið kostuð af atvinnulífinu, en framkvæmdastjóri sjóðsins hefur lýst því yfir að viðlíka þjónusta eigi heima í heilbrigðiskerfinu. Það er óhætt að samsinna því, en lokun Janusar verður hins vegar í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstaka áherslu á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurskurður á sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk sem á í engin önnur hús að venda rímar ekki vel við þau fögru fyrirheit. Þúsundir hafa nú skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hverfa frá áformum um lokun Janusar. Aðstandendur þessara viðkvæmu ungmenna og þau sjálf hafa reynt mikið vegna fjölþætts vanda sem þau glíma við. Baráttan við kerfið hefur verið þeim þungbær og sum hver hafa loksins fengið úrlausn sinna mála í Janusi; öðlast þar nýtt líf. Ungmenni sem var til viðtals í Kastljósi lýsti því að hafa stigið sín fyrstu skref út úr áralangri og alvarlegri einangrun og aftur út í lífið með aðstoð Janusar. Yfir helmingur notenda Janusar kemst í vinnu, nám eða virka atvinnuleit fyrir tilstilli endurhæfingarinnar. Forstöðulæknir þar hefur lýst því að lokun úrræðisins þýði áralanga afturför fyrir þverfaglega geðendurhæfingu. Það er óásættanleg niðurstaða fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp í samfélaginu og loðin svör um viðtöl og könnun á framhaldinu eru engin sárabót. Það er til lítils að gefa út háfleygar stefnuyfirlýsingar og setja á oddinn lögfestingu réttindasamnings fólks með fötlun. Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun