Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2025 20:07 Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með” og Rakel Magnúsdóttir,mótsstjóri Íslandsleikanna 2025, sem eru allt í öllu á Selfossi um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á Selfossi um helgina því þar fara fram Íslandsleikarnir 2025 þar sem keppt er í hjólastólarallý og fjölbreyttum íþróttagreinum. Leikarnir eru fyrir þá, sem að hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi eða eru með stuðningsþarfir. „Það er flott að fá ykkur hingað til okkar og ég óska ykkur alls hins besta í ykkar starfi. Ég segi velkomin á Selfoss og ég segi Íslandsleika númer tvö setta,“ sagði Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem þátttakendur reyndu sig í ýmsum þrautum og leikjum. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru leikar fyrir börn eða alla, sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þetta er í annað sinn, sem leikarnir eru haldnir, við fórum fyrst í fyrra á Akureyri,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með”. „Krakkar eru kannski að koma og prófa eitthvað, sem þau hafa aldrei prófað fyrr af því að við vorum ekki með svona mikið í fyrra. Nú erum við með fimm íþróttagreinar. Við erum að reyna að fá íþróttafélögin til að bjóða upp á æfingar fyrir fötluð börn eins og ófötluð börn,“ segir Rakel Magnúsdóttir, mótsstjóri Íslandsleikanna 2025. Svo er ýmis skemmtun og fjör eða hvað? „Fullt af fjöri, það er aðal ástæðan fyrir því að við ætlum að vera hérna um helgina, það er út af skemmtiatriðunum og skemmtuninni,“ bætir Rakel við hlæjandi. Í hverju ætlar þú að keppa? „Fótbolta, ég er svo góð í fótbolta“, segir Eiríka Eik Sigurðardóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Eiríka Eik Sigurðardóttir, sem keppir í fótbolta um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er mjög spennt fyrir þessu móti. Það eru krakkar hérna á öllum aldri og við erum að prófa allskonar leiki og það er bara mjög gaman,“ segir Embla Dögg Hannesdóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Embla Dögg Hannesdóttir mun keppa í nokkrum greinum um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá foreldrum með Íslandsleikana en Ingibjörg er með strákana sínum á leikunum eða þá Böðvar Manuel og Viktor Rúnar. „Það er bara æðislegt að fá að koma víða og vera með leika fyrir krakkana. Ég held að svona leikar hafi mikla þýðingu. Yngri strákurinn minn hefur engan sérstakan áhuga á körfu en honum finnst rosalega gaman að vera með vinunum að taka þátt í leikum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Böðvarsdóttir er foreldri tveggja stráka á leikunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
„Það er flott að fá ykkur hingað til okkar og ég óska ykkur alls hins besta í ykkar starfi. Ég segi velkomin á Selfoss og ég segi Íslandsleika númer tvö setta,“ sagði Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem þátttakendur reyndu sig í ýmsum þrautum og leikjum. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru leikar fyrir börn eða alla, sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þetta er í annað sinn, sem leikarnir eru haldnir, við fórum fyrst í fyrra á Akureyri,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með”. „Krakkar eru kannski að koma og prófa eitthvað, sem þau hafa aldrei prófað fyrr af því að við vorum ekki með svona mikið í fyrra. Nú erum við með fimm íþróttagreinar. Við erum að reyna að fá íþróttafélögin til að bjóða upp á æfingar fyrir fötluð börn eins og ófötluð börn,“ segir Rakel Magnúsdóttir, mótsstjóri Íslandsleikanna 2025. Svo er ýmis skemmtun og fjör eða hvað? „Fullt af fjöri, það er aðal ástæðan fyrir því að við ætlum að vera hérna um helgina, það er út af skemmtiatriðunum og skemmtuninni,“ bætir Rakel við hlæjandi. Í hverju ætlar þú að keppa? „Fótbolta, ég er svo góð í fótbolta“, segir Eiríka Eik Sigurðardóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Eiríka Eik Sigurðardóttir, sem keppir í fótbolta um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er mjög spennt fyrir þessu móti. Það eru krakkar hérna á öllum aldri og við erum að prófa allskonar leiki og það er bara mjög gaman,“ segir Embla Dögg Hannesdóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Embla Dögg Hannesdóttir mun keppa í nokkrum greinum um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá foreldrum með Íslandsleikana en Ingibjörg er með strákana sínum á leikunum eða þá Böðvar Manuel og Viktor Rúnar. „Það er bara æðislegt að fá að koma víða og vera með leika fyrir krakkana. Ég held að svona leikar hafi mikla þýðingu. Yngri strákurinn minn hefur engan sérstakan áhuga á körfu en honum finnst rosalega gaman að vera með vinunum að taka þátt í leikum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Böðvarsdóttir er foreldri tveggja stráka á leikunumMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira