Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2025 08:39 Björn Gíslason borgarfulltrúi hefur setið í stjórn Fylkis frá árinu 2001. Hann er nú formaður félagsins auk þess að eiga sæti í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis. Þetta kemur fram í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar til forsætisnefndar borgarstjórnar sem dagsett er 26. mars síðastliðinn. Vísir fjallaði um málið í þarsíðustu viku eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn Gíslason taki sæti í menningar- og íþróttaráði í stað Kjartans Magnússonar. Kosningunni var þó frestað. Björn sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði mikið verið í íþrótta- og tómstundaráði í mjög langan tíma, en hann er nú formaður Fylkis. Hann sagðist telja mikilvægt að að láta á það reyna hvort að álitið um vanhæfi stæðist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ sagði Björn. Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Ekki talin þörf á að uppfæra minnisblaðið Í minnisblaði skrifstofustjóra og borgarlögmanns frá mars 2023 kom fram að Björn teldist vanhæfur til að sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði sem þá hét. Minnisblaðið var afhent borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og varð ekki af boðuðum mannabreytingum í ráðinu á þeim tíma. Eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 18. mars síðastliðinn að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn tæki sæti í menningar- og íþróttaráði réðst skrifstofa borgarstjórnar og embætti borgarlögmanns í að yfirfara efni minnisblaðsins frá 2023. Örlítið breytt orðalag breytir ekki forsendum Í bréfinu til forsætisnefndar kemur nú fram að ekki sé talin þörf á uppfærslu minnisblaðsins þar sem efni uppfærðra samninga og nýrrar samþykktar fyrir ráðið sé áþekkt því sem var er minnisblaðið var ritað. „Örlítið breytt orðalag nýrrar samþykktar breytir því ekki forsendum og niðurstöðu minnisblaðsins. Það helgast af því að ákvæði gildandi samþykktar fyrir ráðið kveða enn á um eftirlitsskyldu ráðsins með mannvirkjum á sviði íþrótta sem eru í eigu Reykjavíkurborgar eða Reykjavíkurborg hefur veitt styrk til. Fyrir liggur að það á enn við í dag um Íþróttafélagið Fylki með sama hætti og fjallað er um á bls. 4 í minnisblaðinu. Þá liggur einnig fyrir að hlutaðeigandi borgarfulltrúi er enn í fyrirsvari fyrir Íþróttafélagið Fylki sem formaður félagsins og telst hann því enn í dag að auki vera vanhæfur til að fjalla um mál annarra íþróttafélaga sem stunda sömu atvinnustarfsemi og Íþróttafélagið Fylki,“ segir í bréfinu. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fylkir Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar til forsætisnefndar borgarstjórnar sem dagsett er 26. mars síðastliðinn. Vísir fjallaði um málið í þarsíðustu viku eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn Gíslason taki sæti í menningar- og íþróttaráði í stað Kjartans Magnússonar. Kosningunni var þó frestað. Björn sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði mikið verið í íþrótta- og tómstundaráði í mjög langan tíma, en hann er nú formaður Fylkis. Hann sagðist telja mikilvægt að að láta á það reyna hvort að álitið um vanhæfi stæðist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ sagði Björn. Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Ekki talin þörf á að uppfæra minnisblaðið Í minnisblaði skrifstofustjóra og borgarlögmanns frá mars 2023 kom fram að Björn teldist vanhæfur til að sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði sem þá hét. Minnisblaðið var afhent borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og varð ekki af boðuðum mannabreytingum í ráðinu á þeim tíma. Eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 18. mars síðastliðinn að tekin yrði á dagskrá kosning í menningar- og íþróttaráð þar sem lagt var til að Björn tæki sæti í menningar- og íþróttaráði réðst skrifstofa borgarstjórnar og embætti borgarlögmanns í að yfirfara efni minnisblaðsins frá 2023. Örlítið breytt orðalag breytir ekki forsendum Í bréfinu til forsætisnefndar kemur nú fram að ekki sé talin þörf á uppfærslu minnisblaðsins þar sem efni uppfærðra samninga og nýrrar samþykktar fyrir ráðið sé áþekkt því sem var er minnisblaðið var ritað. „Örlítið breytt orðalag nýrrar samþykktar breytir því ekki forsendum og niðurstöðu minnisblaðsins. Það helgast af því að ákvæði gildandi samþykktar fyrir ráðið kveða enn á um eftirlitsskyldu ráðsins með mannvirkjum á sviði íþrótta sem eru í eigu Reykjavíkurborgar eða Reykjavíkurborg hefur veitt styrk til. Fyrir liggur að það á enn við í dag um Íþróttafélagið Fylki með sama hætti og fjallað er um á bls. 4 í minnisblaðinu. Þá liggur einnig fyrir að hlutaðeigandi borgarfulltrúi er enn í fyrirsvari fyrir Íþróttafélagið Fylki sem formaður félagsins og telst hann því enn í dag að auki vera vanhæfur til að fjalla um mál annarra íþróttafélaga sem stunda sömu atvinnustarfsemi og Íþróttafélagið Fylki,“ segir í bréfinu.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fylkir Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent