Í skýjunum með að vera fyrstir Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. mars 2025 11:31 Væb bræður stíga fyrstir á stokk á stóra sviðinu á Eurovision í vor. Vísir/Hulda Margrét „Við erum í raun aldrei stressaðir fyrir neinu,“ segja Væb bræðurnir Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson sem eru nú á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision í vor. Strákar stíga fyrstir á svið og segjast í skýjunum með það. „Við reynum alltaf að halda í lífsgleðina og hafa gaman að lífinu en við erum extra peppaðir núna. Það er brjálað að gera og við erum bókstaflega á milljón alla daga,“ segja strákarnir en blaðamaður náði þeim í stutt viðtal á milli verkefna hjá þeim. Tölfræðin er ekki endilega að vinna með fyrsta atriði kvöldsins og tölfræðin um þessar mundir er VÆB strákunum ekki í hag. Frá 1998 hefur ekkert atriðið borið sigur úr bítum sem steig fyrst á svið og mikill meirihluti siguratriða voru í seinni hálfleik. Á heimasíðu Eurovision segir þó að það þýði ekkert að tengja uppröðun atriða við velgengni þeirra. Matthías og Hálfdán hafa í það minnsta engar áhyggjur af þessu og eru ekkert að láta spár og tölfræði flækjast fyrir sér. „Við höfum ekkert verið að skoða þetta en heyrðum einhvers staðar að það væru meiri líkur á að komast áfram í næsta riðil þegar maður er fyrstur á svið. Við erum sjúklega ánægðir með þetta og vorum að skoða forritið X áðan og allir voru í skýjunum með þetta þar. Við vorum einmitt búnir að vera að ræða þetta. Við viljum vera eins snemma og hægt er því það er svo geggjað að vera bara búnir og geta slakað á og notið þess að vera þarna. Að þurfa ekki að bíða stöðugt eftir því að stíga á svið. Okkur langar að njóta þess eins og við getum að vera þarna.“ View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Strákarnir voru fyrstir á svið í Söngvakeppninni í fyrra og segja að það hafi verið frábært. „Gaur, það er tryllt að fá að opna Eurovision 2025. Við erum bara að fara að gera það, það er geðveikt.“ Væb bræðurnir virðast ekki stressaðir að stíga á stokk en eru fullir tilhlökkunar. „Við erum í raun aldrei stressaðir fyrir neinu. Stundum er hægt að rugla spennu við stress, við erum alltaf spenntir en finnum aldrei að neitt stress taki yfir. Það er ekkert neikvætt sem tengist þessu hjá okkur. Á sama tíma er mjög óraunverulegt að við séum að fara að gera þetta, við erum ennþá að átta okkur á þessu.“ Frá því strákarnir sigruðu Söngvakeppnina hefur dagskráin verið ansi þétt og verða strákarnir á faraldsfæti fram að keppni. „Við erum búnir að vera á fullu í alls konar verkefnum og undirbúningi og samhliða því að gigga á fullu. Það er svo skemmtilegt og það er svo mikill heiður og mikil forréttindi að fá að vinna við þetta.“ Hér má sjá myndband sem Eurovision TV birti á Youtube þar sem Væb bræður taka ábreiðu af smellnum Jaja Ding Dong úr Eurivision stórmyndinni en myndbandið er komið með tæplega 80 þúsund áhorf: Aðspurðir að lokum hvað markmiðið sé í stóru keppninni segja þeir: „Við viljum væntanlega fyrst og fremst að þetta sé skemmtilegt. „Missionið“ er samt auðvitað að komast í úrslitin. Fólk verður að geta haldið almennilegt Eurovision partý,“ segja strákarnir að lokum. Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Tengdar fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Framlag Íslands í Eurovision í ár – lagið Róa með bræðrunum í Væb – er fyrsta lagið sem flutt verður á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í svissnesku borginni Basel í maí. 31. mars 2025 07:09 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við reynum alltaf að halda í lífsgleðina og hafa gaman að lífinu en við erum extra peppaðir núna. Það er brjálað að gera og við erum bókstaflega á milljón alla daga,“ segja strákarnir en blaðamaður náði þeim í stutt viðtal á milli verkefna hjá þeim. Tölfræðin er ekki endilega að vinna með fyrsta atriði kvöldsins og tölfræðin um þessar mundir er VÆB strákunum ekki í hag. Frá 1998 hefur ekkert atriðið borið sigur úr bítum sem steig fyrst á svið og mikill meirihluti siguratriða voru í seinni hálfleik. Á heimasíðu Eurovision segir þó að það þýði ekkert að tengja uppröðun atriða við velgengni þeirra. Matthías og Hálfdán hafa í það minnsta engar áhyggjur af þessu og eru ekkert að láta spár og tölfræði flækjast fyrir sér. „Við höfum ekkert verið að skoða þetta en heyrðum einhvers staðar að það væru meiri líkur á að komast áfram í næsta riðil þegar maður er fyrstur á svið. Við erum sjúklega ánægðir með þetta og vorum að skoða forritið X áðan og allir voru í skýjunum með þetta þar. Við vorum einmitt búnir að vera að ræða þetta. Við viljum vera eins snemma og hægt er því það er svo geggjað að vera bara búnir og geta slakað á og notið þess að vera þarna. Að þurfa ekki að bíða stöðugt eftir því að stíga á svið. Okkur langar að njóta þess eins og við getum að vera þarna.“ View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Strákarnir voru fyrstir á svið í Söngvakeppninni í fyrra og segja að það hafi verið frábært. „Gaur, það er tryllt að fá að opna Eurovision 2025. Við erum bara að fara að gera það, það er geðveikt.“ Væb bræðurnir virðast ekki stressaðir að stíga á stokk en eru fullir tilhlökkunar. „Við erum í raun aldrei stressaðir fyrir neinu. Stundum er hægt að rugla spennu við stress, við erum alltaf spenntir en finnum aldrei að neitt stress taki yfir. Það er ekkert neikvætt sem tengist þessu hjá okkur. Á sama tíma er mjög óraunverulegt að við séum að fara að gera þetta, við erum ennþá að átta okkur á þessu.“ Frá því strákarnir sigruðu Söngvakeppnina hefur dagskráin verið ansi þétt og verða strákarnir á faraldsfæti fram að keppni. „Við erum búnir að vera á fullu í alls konar verkefnum og undirbúningi og samhliða því að gigga á fullu. Það er svo skemmtilegt og það er svo mikill heiður og mikil forréttindi að fá að vinna við þetta.“ Hér má sjá myndband sem Eurovision TV birti á Youtube þar sem Væb bræður taka ábreiðu af smellnum Jaja Ding Dong úr Eurivision stórmyndinni en myndbandið er komið með tæplega 80 þúsund áhorf: Aðspurðir að lokum hvað markmiðið sé í stóru keppninni segja þeir: „Við viljum væntanlega fyrst og fremst að þetta sé skemmtilegt. „Missionið“ er samt auðvitað að komast í úrslitin. Fólk verður að geta haldið almennilegt Eurovision partý,“ segja strákarnir að lokum.
Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Tengdar fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Framlag Íslands í Eurovision í ár – lagið Róa með bræðrunum í Væb – er fyrsta lagið sem flutt verður á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í svissnesku borginni Basel í maí. 31. mars 2025 07:09 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Framlag Íslands í Eurovision í ár – lagið Róa með bræðrunum í Væb – er fyrsta lagið sem flutt verður á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í svissnesku borginni Basel í maí. 31. mars 2025 07:09