„Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2025 12:00 Viðtalið við rafvirkjann Oliver Heiðarsson var tekið í nýja landeldinu sem er í byggingu í Vestmannaeyjum. stöð 2 sport Oliver Heiðarsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, tók fótboltann ekki alvarlega fyrr en á unglingsaldri og var meira í öðrum íþróttum þegar hann var yngri. ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það lá hins vegar ekkert endilega fyrir að hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson. „Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby,“ sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson. En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn? „Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt að æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á að gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki,“ sagði Oliver. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Fótboltaáhuginn kviknaði seint „Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja að spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.“ Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn. Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla ÍBV Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það lá hins vegar ekkert endilega fyrir að hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson. „Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby,“ sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson. En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn? „Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt að æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á að gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki,“ sagði Oliver. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Fótboltaáhuginn kviknaði seint „Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja að spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.“ Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn. Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla ÍBV Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00