„Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Tómas Arnar Þorláksson og Jón Þór Stefánsson skrifa 1. apríl 2025 20:10 Hermann viðurkennir að mögulega hafi hann aðeins streist á móti handtökunni. „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Þetta segir Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Einhverju seinna komu sérsveitarmenn í þeim tilgangi að handtaka Hermann sem skildi ekkert í því. „Þeir koma inn í lyftarann og ætla að draga mig út úr honum. Ég var aldeilis ekki tilbúinn í það. Ég bið þá um að leyfa mér að koma úr lyftaranum því ég er nýbúinn í aðgerð á öxlinni, með slitin tvö liðbönd,“ segir Hermann sem fékk að fara sjálfur úr lyftaranum. „Svo ætlar hann að handjárna mig. Ég var ekkert alveg til í það. Til hvers að vera að handjárna mig?“ Streitist þú þá á móti? „Mögulega gerði ég það eitthvað aðeins til að byrja með. Þeir náttúrulega sneru mig bara niður. Ég er allur krambúleraður á hnjánum og út um allt. Skrokkurinn er alveg í henglum.“ Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í Spilaranum hér fyrir neðan. „Í mínum huga gerir maður ekki svona“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætlaði sér ekki að draga frásögn Hermans í efa. „Það er nú bara þannig með upplifanir fólks af atburðum að hún er einstaklingsbundin. Þetta er hans upplifun og ég hef enga ástæðu til að andmæla henni á neinn hátt. Upplifun þeirra sem voru með honum á vettvangi er önnur. Það er alveg óumdeilt að byssu var lyft, það var ekki að beiðni björgunarsveitarfólks, alls ekki.“ Heldur þú að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi brugðist of harkalega við? „Ég get ekki á nokkurn hátt sett mig í dómarasæti um viðbrögð lögreglu. En ég held að viðbrögð þeirra sem þarna voru, kannski ekki alveg strax en það sökk inn eftir smá stund, að þeim hafi staðið ógn af því sem þarna fór fram, hafi verið kórrétt. Meðhöndlun á skotvopnum er ekkert gamanmál,“ sagði Jón Þór. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við manninn um hvernig hann upplifir þetta. Í mínum huga gerir maður ekki svona.“ Umfjöllun Stöðvar 2 um málið, og þar með viðtalið við Jón Þór, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þetta segir Hermann Ólafsson, bóndi frá Grindavík, sem var handtekinn fyrr í dag, grunaður um að ógna björgunarsveitarmönnum með byssu. Hann segir það alrangt. Að sögn Hermans komu björgunarsveitarmaður og bað hann um mynd. Hermann hafi boðist til að sýna haglabyssuna á myndinni, hann beint henni upp í loft og björgunarsveitarmaðurinn smellt af. Einhverju seinna komu sérsveitarmenn í þeim tilgangi að handtaka Hermann sem skildi ekkert í því. „Þeir koma inn í lyftarann og ætla að draga mig út úr honum. Ég var aldeilis ekki tilbúinn í það. Ég bið þá um að leyfa mér að koma úr lyftaranum því ég er nýbúinn í aðgerð á öxlinni, með slitin tvö liðbönd,“ segir Hermann sem fékk að fara sjálfur úr lyftaranum. „Svo ætlar hann að handjárna mig. Ég var ekkert alveg til í það. Til hvers að vera að handjárna mig?“ Streitist þú þá á móti? „Mögulega gerði ég það eitthvað aðeins til að byrja með. Þeir náttúrulega sneru mig bara niður. Ég er allur krambúleraður á hnjánum og út um allt. Skrokkurinn er alveg í henglum.“ Viðtalið við Hermann má sjá í heild sinni í Spilaranum hér fyrir neðan. „Í mínum huga gerir maður ekki svona“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætlaði sér ekki að draga frásögn Hermans í efa. „Það er nú bara þannig með upplifanir fólks af atburðum að hún er einstaklingsbundin. Þetta er hans upplifun og ég hef enga ástæðu til að andmæla henni á neinn hátt. Upplifun þeirra sem voru með honum á vettvangi er önnur. Það er alveg óumdeilt að byssu var lyft, það var ekki að beiðni björgunarsveitarfólks, alls ekki.“ Heldur þú að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hafi brugðist of harkalega við? „Ég get ekki á nokkurn hátt sett mig í dómarasæti um viðbrögð lögreglu. En ég held að viðbrögð þeirra sem þarna voru, kannski ekki alveg strax en það sökk inn eftir smá stund, að þeim hafi staðið ógn af því sem þarna fór fram, hafi verið kórrétt. Meðhöndlun á skotvopnum er ekkert gamanmál,“ sagði Jón Þór. „Ég ætla ekki að munnhöggvast við manninn um hvernig hann upplifir þetta. Í mínum huga gerir maður ekki svona.“ Umfjöllun Stöðvar 2 um málið, og þar með viðtalið við Jón Þór, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira