Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 07:47 Cory Booker var ansi hreint uppgefinn þegar hann mætti blaðamönnum fyrir utan þingsal eftir 25 tíma ræðu sína. Getty Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur. Þegar hinn 55 ára Booker, sem hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 2013, steig upp í ræðustól sagðist hann ætla að vera þar eins lengi og hann þyldi líkamlega. Ræða Bookers snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem þingmaðurinn sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Meðal þess sem Booker gagnrýndi var tollastríð Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans um að taka yfir bæði Grænland og Kanada og hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins. Fastaði í marga daga fyrir ræðuna „Þetta eru ekki venjulegir tímar í landi okkar,“ sagði Booker í upphafi ræðu sinnar. „Og við eigum ekki að láta eins og svo sé í Bandaríska þinginu. Ógnir við Bandarísku þjóðina og bandarískt lýðræði eru alvarlegar og aðkallandi, og við þurfum öll að gera meira til að bregðast við þeim.“ Booker fékk aðstoð frá kollegum sínum í Demókrataflokknum sem spurðu hann spurninga til að hann gæti hvílt sig tímabundið frá ræðuhöldum. Booker blaðraði lengi í ræðustól. Ekki var um beint málþóf að ræða heldur frekar um táknrænan gjörning.AP Eftir 25 klukkutíma og fimm mínútur sagði Booker: „Þetta er stund siðferðis. Þetta er ekki vinstri eða hægri. Þetta er rétt eða rangt. Frú forseti, ég gef eftir gólfið,“ áður en hann haltraði úr þingsalnum. Á meðan á ræðunni stóð drakk Booker aðeins nokkur glös af vatni. Eftir að ræðunni lauk sagði Booker við fréttamenn að hann hefði fastað í nokkra daga fyrir ræðuna. Áður en Booker sló metið í nótt hafði Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Suður-Karólínu, átt ræðumetið. Thurmond hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn. Ólíkt ræðu Thurmond var markmið Booker ekki að tefja frumvarp stjórnarinnar heldur var fremur um táknræna yfirlýsingu að ræða. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Þegar hinn 55 ára Booker, sem hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 2013, steig upp í ræðustól sagðist hann ætla að vera þar eins lengi og hann þyldi líkamlega. Ræða Bookers snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem þingmaðurinn sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Meðal þess sem Booker gagnrýndi var tollastríð Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans um að taka yfir bæði Grænland og Kanada og hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins. Fastaði í marga daga fyrir ræðuna „Þetta eru ekki venjulegir tímar í landi okkar,“ sagði Booker í upphafi ræðu sinnar. „Og við eigum ekki að láta eins og svo sé í Bandaríska þinginu. Ógnir við Bandarísku þjóðina og bandarískt lýðræði eru alvarlegar og aðkallandi, og við þurfum öll að gera meira til að bregðast við þeim.“ Booker fékk aðstoð frá kollegum sínum í Demókrataflokknum sem spurðu hann spurninga til að hann gæti hvílt sig tímabundið frá ræðuhöldum. Booker blaðraði lengi í ræðustól. Ekki var um beint málþóf að ræða heldur frekar um táknrænan gjörning.AP Eftir 25 klukkutíma og fimm mínútur sagði Booker: „Þetta er stund siðferðis. Þetta er ekki vinstri eða hægri. Þetta er rétt eða rangt. Frú forseti, ég gef eftir gólfið,“ áður en hann haltraði úr þingsalnum. Á meðan á ræðunni stóð drakk Booker aðeins nokkur glös af vatni. Eftir að ræðunni lauk sagði Booker við fréttamenn að hann hefði fastað í nokkra daga fyrir ræðuna. Áður en Booker sló metið í nótt hafði Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Suður-Karólínu, átt ræðumetið. Thurmond hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn. Ólíkt ræðu Thurmond var markmið Booker ekki að tefja frumvarp stjórnarinnar heldur var fremur um táknræna yfirlýsingu að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira