Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. apríl 2025 12:11 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. vísir Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. Ekki hefur verið sjáanleg virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, og hefur almannavarnastig verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur líklegt að Grindavík verði opnuð á nýjan leik í dag. Heitavatnslögn fór í sundur í bænum í gær en það sé enn of snemmt sé að segja til um hvort frekari skemmdir hafi orðið. „Það voru hreyfingar þarna í austurhluta bæjarins og akkúrat núna er verið að fara yfir bæinn með tilliti til öryggis.“ Ennþá virkni á svæðinu Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir kvikuganginn sem myndaðist í gær sá lengsti síðan að eldsumbrot hófust á svæðinu árið 2021. Gangurinn nái frá Grindavík og norður að Vogum. Ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp í norðurenda kvikugangsins. „Það er nú ólíklegt að hún komi öll upp. Það er möguleiki að það opnist, það er enn þá virkni þarna en eftir því sem tíminn líður minnka þær líkur. Kvikan sem hefur farið inn í ganginn er líklegast mest öll að fara storkna.“ Ekki bráð hætta á ferð Mikið þurfi að koma til svo að það fari að gjósa frá norðurenda gangsins á næstu klukkutímum eða dögum áður en kvikan storknar. „Við erum með kviku á ferðinni og þá er möguleiki að hún komi upp í eldgosi. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ef það kemur upp þarna fyrir norðan þá eru svo sem engir innviðir í bráðri hættu, það tekur alveg tíma ef eitthvað kemur upp þar.“ Mesta jarðskjálftavirknin var í norðurenda kvikugangsins en þó nokkur gliðnun varð í gær. Í dag verði kortlagt hvaða sprunguhreyfingar urðu á svæðinu. „Það var gliðnun í Grindavík, ekki mikil. Miðað við það sem gerðist í janúar og nóvember allavega. Einhverjir tugir sentímetra þar sem það varð mest. Síðan á eftir að mæla hvað hefur opnast. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Ekki hefur verið sjáanleg virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, og hefur almannavarnastig verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur líklegt að Grindavík verði opnuð á nýjan leik í dag. Heitavatnslögn fór í sundur í bænum í gær en það sé enn of snemmt sé að segja til um hvort frekari skemmdir hafi orðið. „Það voru hreyfingar þarna í austurhluta bæjarins og akkúrat núna er verið að fara yfir bæinn með tilliti til öryggis.“ Ennþá virkni á svæðinu Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir kvikuganginn sem myndaðist í gær sá lengsti síðan að eldsumbrot hófust á svæðinu árið 2021. Gangurinn nái frá Grindavík og norður að Vogum. Ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp í norðurenda kvikugangsins. „Það er nú ólíklegt að hún komi öll upp. Það er möguleiki að það opnist, það er enn þá virkni þarna en eftir því sem tíminn líður minnka þær líkur. Kvikan sem hefur farið inn í ganginn er líklegast mest öll að fara storkna.“ Ekki bráð hætta á ferð Mikið þurfi að koma til svo að það fari að gjósa frá norðurenda gangsins á næstu klukkutímum eða dögum áður en kvikan storknar. „Við erum með kviku á ferðinni og þá er möguleiki að hún komi upp í eldgosi. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ef það kemur upp þarna fyrir norðan þá eru svo sem engir innviðir í bráðri hættu, það tekur alveg tíma ef eitthvað kemur upp þar.“ Mesta jarðskjálftavirknin var í norðurenda kvikugangsins en þó nokkur gliðnun varð í gær. Í dag verði kortlagt hvaða sprunguhreyfingar urðu á svæðinu. „Það var gliðnun í Grindavík, ekki mikil. Miðað við það sem gerðist í janúar og nóvember allavega. Einhverjir tugir sentímetra þar sem það varð mest. Síðan á eftir að mæla hvað hefur opnast.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira