Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2025 14:36 Svona var umhorfs þegar Ragnar Axelsson flaug yfir Grindavík og nágrenni á þriðja tímanum í dag. RAX Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík hafa fengið heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta og halda inn í bæinn. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi en ná ekki til orkuversins í Svartsengi, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Ferðamönnum er ekki hleypt inn til Grindavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, en ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjóra fyrir hádegi í dag að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig. Fram kemur að aðgangur sé því enn takmarkaður inn á hættusvæðið, en að Grindavíkurvegur sé opinn inn að Bláa lóni og orkuverinu í Svartsengi. „Viðbragðsaðilar, hópur vísindamanna og einstaklingar á vegum Blaðamannafélags Íslands, með vísan til samkomulags félagsins við lögreglustjórann á Suðurnesjum, er heimilt að fara inn fyrir lokunarpósta. Koma þarf við í björgunarhúsinu í Grindavík áður en farið er inn á merkt vinnusvæði. Hús björgunarsveitarinnar Þorbjörns er staðsett að Seljabót 10, Grindavík. Íbúar Grindavíkur og starfsmenn þar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta inn til Grindavíkur um Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Ákveðið með hliðsjón af stöðu jarðhræringa. Lokunarpóstar ná ekki til orkuversins, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Sem stendur er ferðamönnum ekki hleypt inn til Grindavíkur. Færð á vegum getur spillst með stuttum fyrirvara á þessum tíma árs. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelja inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Það sama gildir um ferðamenn. Vont veður og slæm færð dregur úr öryggi fólks inn á hættusvæðum jafnframt því að hafa áhrif á vöktunargetu Veðurstofu Íslands. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði meðfylgjandi hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra sem send var út 1. apríl sl. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi innan hættusvæða sem felast m.a. í hækkun varnagarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af,“ segir í tilkynningunni. Engin virkni er sjáanleg í gossprungu sem opnaðist í gær um klukkan 9:45 suðvestan af fjallinu Þorbirni, norðan við Grindavík. Enn logar þó glóð í nýju hrauni. Að mati vísindamanna flæðir kvika enn inn í kvikuganginn. Svæðið er óstöðugt og varasamt. Talsverð jarðskjálftavirkni mældist í gær á Reykjanesskaga en í gærkvöldi tók að draga úr þeirri virkni en hún heldur þó áfram. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Bláa lónið Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. 2. apríl 2025 12:11 Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. 2. apríl 2025 11:39 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, en ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjóra fyrir hádegi í dag að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig. Fram kemur að aðgangur sé því enn takmarkaður inn á hættusvæðið, en að Grindavíkurvegur sé opinn inn að Bláa lóni og orkuverinu í Svartsengi. „Viðbragðsaðilar, hópur vísindamanna og einstaklingar á vegum Blaðamannafélags Íslands, með vísan til samkomulags félagsins við lögreglustjórann á Suðurnesjum, er heimilt að fara inn fyrir lokunarpósta. Koma þarf við í björgunarhúsinu í Grindavík áður en farið er inn á merkt vinnusvæði. Hús björgunarsveitarinnar Þorbjörns er staðsett að Seljabót 10, Grindavík. Íbúar Grindavíkur og starfsmenn þar hafa heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta inn til Grindavíkur um Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Ákveðið með hliðsjón af stöðu jarðhræringa. Lokunarpóstar ná ekki til orkuversins, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Sem stendur er ferðamönnum ekki hleypt inn til Grindavíkur. Færð á vegum getur spillst með stuttum fyrirvara á þessum tíma árs. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelja inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Það sama gildir um ferðamenn. Vont veður og slæm færð dregur úr öryggi fólks inn á hættusvæðum jafnframt því að hafa áhrif á vöktunargetu Veðurstofu Íslands. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði meðfylgjandi hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra sem send var út 1. apríl sl. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi innan hættusvæða sem felast m.a. í hækkun varnagarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af,“ segir í tilkynningunni. Engin virkni er sjáanleg í gossprungu sem opnaðist í gær um klukkan 9:45 suðvestan af fjallinu Þorbirni, norðan við Grindavík. Enn logar þó glóð í nýju hrauni. Að mati vísindamanna flæðir kvika enn inn í kvikuganginn. Svæðið er óstöðugt og varasamt. Talsverð jarðskjálftavirkni mældist í gær á Reykjanesskaga en í gærkvöldi tók að draga úr þeirri virkni en hún heldur þó áfram.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Almannavarnir Bláa lónið Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. 2. apríl 2025 12:11 Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. 2. apríl 2025 11:39 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Sjá meira
Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. 2. apríl 2025 12:11
Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. 2. apríl 2025 11:39