Innlent

Sendi­herra, lektor og sviðs­stjórar sækja um em­bætti skrif­stofu­stjóra

Lovísa Arnardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa
Það er fjölbreyttur hópur sem sótti um embætti skrifstofustjóra. Frá vinstri er Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi þingmaður, Kristján Andri Stefánsson sendiherra, Kristrún Heimisdóttir, lektor og Hörður Ágústsson sem margir tengja við verslunina Macland.
Það er fjölbreyttur hópur sem sótti um embætti skrifstofustjóra. Frá vinstri er Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi þingmaður, Kristján Andri Stefánsson sendiherra, Kristrún Heimisdóttir, lektor og Hörður Ágústsson sem margir tengja við verslunina Macland. Samsett

Alls sóttu 22 um embætti skrifstofustjóra Alþingis en meðal þeirra eru Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi þingmaður, Kristrún Heimisdóttir lektor, Kristján Andri Stefánsson sendiherra í Brussel, og Hörður Ágústsson sem var áður hjá Macland og Hopp. Sex sviðsstjórar sækja einnig um. 

Ragna Árnadóttir hættir sem skrifstofustjóri þann 1. ágúst eftir rúm fimm ár í starfi en hún hefur verið ráðin forstjóri Landsnets. Ragna var fyrsta konan til að taka við embættinu.

Alþingi greinir frá umsækjendunum en starfið var auglýst 15. mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út um mánaðarmótin.

Eftirfarandi sóttu um:

Auður Elva Jónsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri

Einar Jónsson, sviðsstjóri

Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri

Halla Sigurðardóttir, skrifstofustjóri

Hildur Eva Sigurðardóttir, sviðsstjóri

Hjörtur Jónsson, viðskiptastjóri

Hrafn Sveinbjarnarson, forstöðumaður

Hörður Ágústsson, sölu- og markaðsstjóri

Ingvar Þór Sigurðsson, sviðsstjóri

Jón Bragi Gíslason, lögfræðingur

Jörundur Kristjánsson, sviðsstjóri

Kristján Andri Stefánsson, sendiherra

Kristrún Heimisdóttir, lektor

Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur

Sigríður Laufey Jónsdóttir, forstöðumaður

Sigríður Lovísa Tómasdóttir, framkvæmdastjóri

Sverrir Jónsson, sviðsstjóri

Unnur Brá Konráðsdóttir, lögfræðingur

Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri

Þorbjörg Inga Jónsdóttir, lögmaður

Þórdís Ósk Helgadóttir, sviðsstjóri

Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×