Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2025 10:00 Hlín í hlutverki sínu í Töfraflautunni. Hlín Leifsdóttir, sópransöngkona og ljóðskáld, hefur slegið í gegn í Grikklandi upp á síðkastið, meðal annars með ljóðalestri og tónlistarútgáfu á íslensku. Nýlega tók Hlín þátt í uppsetningu á Töfraflautunni eftir Mozart í leikstjórn gríska óperuleikstjórans Dimosthenes Stavrianos. Þar fer hún á víxl með hlutverk Fyrstu dömu og sjálfrar Næturdrottningarinnar. „Næturdrottningin er oft túlkuð sem táknmynd hins illa, en það má alveg eins skilja hana sem misskilda kvenfrelsishetju. Þessi dularfulla margræði er kannski kjarni töfra þessa hlutverks,“ segir Hlín. Gefur út tónlist á íslensku Hlín fæst bæði við tónlist og skáldskap og vinnur hún mikið með tónaljóðform. Þar blandar hún saman blæbrigðaríkum leiklestri við fjölbreytilegan söng. Hún hefur unnið mikið með gríska raftónlistarmanninum Vasilis Chountas og hafa gefið út tvær plötur, sú fyrri á íslensku. Andrými by Hlín Leifsdóttir & Morton Á plötunni má meðal annars finna lagið Raddbandaharpa en gríski leikstjórinn Alkistis Kafetzi hefur meðal annars framleitt kvikmynd út frá laginu. Listamenn virðast njóta sín að semja verk út frá verkum Hlínar, því gjörningalistamaðurinn Maria Salouvardou hefur einnig leikið sér að því að vera með gjörninga út frá verkum hennar. „Maria Salouvardou er einn af mínum uppáhalds samtímalistamönnum og ég varð því mjög upp með mér þegar hún fór að vísa í ljóðin mín á sínum myndlistarsýningum. Ég finn mjög sterka tengingu við hennar verk sem listamanneskja og ég hlakka til eins og lítið barn til jólanna að sjá þennan gjörning. Eitt af því sem gleður mig í lífinu er gefandi samstarf við aðra listamenn,“ segir Hlín. Ævintýri að búa í Grikklandi Hlín segir mjög gefandi fyrir listamann að starfa í Aþenu. „Mér fannst mjög hressandi og gefandi að uppgötva að hér í borg eru menn ófeimnir við að tala um að listin eigi að breyta heiminum. Fyrst í stað fannst mér ég hafa tekið tímavél til ársins 1968 þegar menn trúðu á kraft listarinnar með meira afgerandi hætti en síðar varð. Það var mikið ævintýri að upplifa þetta ferðalag aftur í tímann. En ferðalagið hélt áfram lengra aftur í aldir og ég áttaði sig fljótt á því að þessi mikli kraftur í listalífinu væri ekki síður til kominn út af sterkri tengingu fólks við eigin fortíð sem Grikkir,“ segir Hlín. Hlín hefur fengist við ýmislegt á sínum tíma í Grikklandi. „Í Grikklandi hinu forna trúðu menn því að listin hefði lækningargildi fyrir sálina. Leikhús voru því ókeypis fyrir allan þorra manna, aðeins þeir allra efnuðustu borguðu, og þeim fannst heiður af því að styðja leiklist. Leikhús og ýmis konar heilsuþjónusta voru oft samofin og læknarnir í frægu heilsumiðstöðinni Epidaurus áttu það jafnvel til að skrifa upp á ákveðnar leikhúsbókmenntir fyrir sjúklinga sína, samhliða öðrum ráðum,” segir Hlín. Tónlist Íslendingar erlendis Grikkland Ljóðlist Menning Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira
Nýlega tók Hlín þátt í uppsetningu á Töfraflautunni eftir Mozart í leikstjórn gríska óperuleikstjórans Dimosthenes Stavrianos. Þar fer hún á víxl með hlutverk Fyrstu dömu og sjálfrar Næturdrottningarinnar. „Næturdrottningin er oft túlkuð sem táknmynd hins illa, en það má alveg eins skilja hana sem misskilda kvenfrelsishetju. Þessi dularfulla margræði er kannski kjarni töfra þessa hlutverks,“ segir Hlín. Gefur út tónlist á íslensku Hlín fæst bæði við tónlist og skáldskap og vinnur hún mikið með tónaljóðform. Þar blandar hún saman blæbrigðaríkum leiklestri við fjölbreytilegan söng. Hún hefur unnið mikið með gríska raftónlistarmanninum Vasilis Chountas og hafa gefið út tvær plötur, sú fyrri á íslensku. Andrými by Hlín Leifsdóttir & Morton Á plötunni má meðal annars finna lagið Raddbandaharpa en gríski leikstjórinn Alkistis Kafetzi hefur meðal annars framleitt kvikmynd út frá laginu. Listamenn virðast njóta sín að semja verk út frá verkum Hlínar, því gjörningalistamaðurinn Maria Salouvardou hefur einnig leikið sér að því að vera með gjörninga út frá verkum hennar. „Maria Salouvardou er einn af mínum uppáhalds samtímalistamönnum og ég varð því mjög upp með mér þegar hún fór að vísa í ljóðin mín á sínum myndlistarsýningum. Ég finn mjög sterka tengingu við hennar verk sem listamanneskja og ég hlakka til eins og lítið barn til jólanna að sjá þennan gjörning. Eitt af því sem gleður mig í lífinu er gefandi samstarf við aðra listamenn,“ segir Hlín. Ævintýri að búa í Grikklandi Hlín segir mjög gefandi fyrir listamann að starfa í Aþenu. „Mér fannst mjög hressandi og gefandi að uppgötva að hér í borg eru menn ófeimnir við að tala um að listin eigi að breyta heiminum. Fyrst í stað fannst mér ég hafa tekið tímavél til ársins 1968 þegar menn trúðu á kraft listarinnar með meira afgerandi hætti en síðar varð. Það var mikið ævintýri að upplifa þetta ferðalag aftur í tímann. En ferðalagið hélt áfram lengra aftur í aldir og ég áttaði sig fljótt á því að þessi mikli kraftur í listalífinu væri ekki síður til kominn út af sterkri tengingu fólks við eigin fortíð sem Grikkir,“ segir Hlín. Hlín hefur fengist við ýmislegt á sínum tíma í Grikklandi. „Í Grikklandi hinu forna trúðu menn því að listin hefði lækningargildi fyrir sálina. Leikhús voru því ókeypis fyrir allan þorra manna, aðeins þeir allra efnuðustu borguðu, og þeim fannst heiður af því að styðja leiklist. Leikhús og ýmis konar heilsuþjónusta voru oft samofin og læknarnir í frægu heilsumiðstöðinni Epidaurus áttu það jafnvel til að skrifa upp á ákveðnar leikhúsbókmenntir fyrir sjúklinga sína, samhliða öðrum ráðum,” segir Hlín.
Tónlist Íslendingar erlendis Grikkland Ljóðlist Menning Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira